þriðjudagur, 8. desember 2015

Forsetinn: Hver þorir?

Nú eru margir hugsi, alvarlega pælandi. 
Hver á möguleika í Ólaf Ragnar, karlinn sem skipti um hest í miðri ánni og komst heilu höldu yfir ána.  Og hefur aldrei liðið betur en á þeim bakka.  Þar sem ótrúlega margt fólk sem fékk froðukast ef minnst var á Ólaf Ragnar áður fyrr fær gleðiglampa í augun ef það sér honum bregða fyrir í fjölmiðli eða einhvers  staðar á Íslandi.  Sem er kannski ekki svo oft.  Meira að segja að Óvinur númer eitt er hættur skítkast fyrir mörgum árum, þótt ég efist um að hann krossi við ÓRG í kjörklefanum. Það væri gaman að vera fluga á klefaveggnum í næstu kosningum. 

En hver kemur til greina? 
Sumir hafa bent á að sterkur leikur væri að fá konu inn á sjónarsviðið.  Sú sem helst hefur verið nefnd virðist ekki hafa áhuga.  Bísnesskona sem nýverið kom inn á leikvöllinn hefur tæplega burði gegn bragðarefnum útsmogna. Það er ekki auðvelt að glíma við hann. Eins og sannaðist með Þóru Arnórsdóttur.  Lokkurinn haggaðist ekki í þeirri baráttu! 

Ekki hafði ég ímyndað mér að Forsetinn yrði fjarri góðu gamni á Umhverfisráðstefnunni í París. Enda fer hann hamförum þar.  Enda fáir Íslendingar sem hafa fylgst betur með þeim málaflokki seinustu áratugi.  

Svo lesendur góðir, enn vitum við ekki hvort Forseti vor ætlar að fara aftur í framboð en framrás hans í fjölmiðlum seinustu vikurnar bendir til þess.  Þeir sem hafa lesið pistla mína vita að mér finnst komið nóg, hann hafi gengið of langt í persónulegri túlkun sinni á starfi embættisins og stjórnarskrárinnar.  

Við þurfum að fá einstakling sem Forseta sem fer mildari höndum um starfið, svo þurfum við nýja stjórnarskrá sem skýrir allt betur, en það er sjaldan minnst á það hversu stjórnlagaráð gekk illa frá þeim hluta. 

Þeir sem vilja koma ábendingum eða athugasemdum við bloggið gera það á Fesbókarsíðu mína. 

 

Ýmsir atburðir úr dagskrá forseta i desember í París

08.12.2015 Forseti flytur ræðu á málþingi um gagnaver og sjálfbærni sem Bellona umhverfisstofnunin efnir til á loftslagsráðstefnunni COP21 í París en aðalstöðvar stofnunarinnar eru í Noregi. Í ræðunni lýsti forseti uppbyggingu gagnavera á Íslandi, hinni sterku stöðu sem nýting hreinnar orku skapar þessari grein sem og þeim kostum sem fylgja varðveislu upplýsinga í frjálsu lýðræðissamfélagi. Hinn gríðarlegi árlegi vöxtur gagna í veröldinni knýr á um að gagnaver verði í vaxandi mæli knúin með hreinni orku.
08.12.2015 Forseti flytur ræðu á málþingi sem þingmannasamtökin Climate Parliament efna til í tengslum við loftslagsráðstefnuna COP21 í París. Málþingið sækja þingmenn frá Evrópu, Asíu, Afríku og Mið-Austurlöndum. Í ræðunni lýsti forseti árangri Íslendinga við nýtingu hreinnar orku og fjölþættum atvinnugreinum sem byggðar væru á þeirri nýtingu. Einnig lýsti forseti framlagi Íslendinga til jarðhitaþróunar víða um heim, þjálfun sérfræðinga í Jarðhitaskólanum á Íslandi og orkuverkefnum í Asíu og Afríku. Að ræðunni lokinni svaraði forseti fjölmörgum fyrirspurnum. Mynd.
07.12.2015 Forseti ræðir við ýmsar sjónvarpsstöðvar og netmiðla í tengslum við loftslagsráðstefnuna COP21 sem haldin er í París.
07.12.2015 Forseti flytur ræðu við upphaf málstofu um endurnýjanlega orku sem haldin er á Sustainable Innovation Forum sem m.a. er skipulagt af Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og haldin er í tengslum við loftslagsráðstefnuna COP21 í París. Í ræðu sinni lýsti forseti orkuþróun Íslands frá olíu og kolum til hreinnar orku og hvernig Íslendingar hafa miðlað þekkingu sinni og tækni með því að þjálfa sérfræðinga frá þróunarlöndum og taka þátt í verkefnum m.a. í Asíu, Afríku og Evrópu. Að lokinni ræðu forseta fóru fram pallborðsumræður. Meðal þátttakenda voru Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Myndir.
07.12.2015 Forseti flytur ávarp á sérstökum orkudegi sem haldinn er í tengslum við COP21 loftslagsráðstefnuna í París þar sem fagnað var stofnun alþjóðlegs bandalags um nýtingu jarðhita, Global Geothermal Alliance. Ísland hefur ásamt Frakklandi og IRENA haft forystu um stofnun Alþjóða jarðhitabandalagsins en nú þegar eru rúmlega 40 aðilar að bandalaginu, ríki, alþjóðasamtök, alþjóðlegar fjármálastofnanir og bankar. Aðrir ræðumenn voru m.a. Segoléne Royal umhverfis- og orkuráðherra Frakklands, Adnan Z. Amin framkvæmdastjóri IRENA, Börge Brende utanríkisráðherra Noregs og Rachel Kyte framkvæmdastjóri SE4All átaksins sem Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar standa saman að. Í ræðu sinni rakti forseti hvernig reynsla Íslendinga af því að nýta jarðhita gæti gagnast öðrum þjóðum til að þróa orkubúskap sinn til sjálfbærni og þannig orðið veigamikið framlag í baráttunni gegn óafturkræfum loftslagsbreytingum. Um leið fagnaði forseti sérstaklega stofnun Jarðhitabandalagsins og þakkaði umhverfis- og orkumálaráðherra Frakklands fyrir framgöngu hennar og stuðning við stofnun bandalagsins.

06.12.2015 Forseti er viðstaddur verðlaunaathöfn Sustainia umhverfissamtakanna sem haldin er í tengslum við World Climate Summit í París. Frumkvöðlar á ýmsum sviðum sem og borgir og samtök voru tilnefnd til verðlaunanna og Ted Turner, stofnandi CNN sjónvarpsstöðvarinnar, var heiðraður fyrir fjölþætt framlag hans til umhverfismála og baráttunnar gegn loftslagsbreytingum á undanförnum áratugum. Mynd.
06.12.2015 Forseti ræðir við bandarísku sjónvarpsstöðina CNBC um loftslagsráðstefnuna í París og hvers vegna megi vænta meiri árangurs af henni en fyrri ráðstefnum vegna vilja ríkja heims sem og forystumanna í viðskiptum, vísindum og umhverfismálum að leggja nú grundvöll að umtalsverðum árangri. Þá var einnig fjallað um baráttu Íslendinga við afleiðingar fjármálakreppunnar og hve mikilvæg uppbygging hreinnar orku á fyrri áratugum hefði verið í viðspyrnu þjóðarinnar. Mynd.
06.12.2015 Forseti tekur við fyrsta eintaki viðamikillar skýrslu um áætlun stjórnvalda í Dubai um sköpun græns hagkerfis á næstu áratugum. Saeed Al Tayer, yfirmaður orkustofnunar Dubai, afhenti forseta eintakið ásamt Sultan Ahmed Al Jaber, ráðherra í ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Afhendingin fór fram að loknu ávarpi forseta á World Climate Summit í París. Ákveðið hefur verið að halda næsta haust í Dubai Heimsþing um hagkerfi grænnar orku. Mynd.
06.12.2015 Forseti flytur ávarp á ráðstefnu World Climate Summit sem haldin er í tengslum við COP21 loftslagsráðstefnuna í París. Á ráðstefnunni er áhersla lögð á að kynna margvíslegar lausnir, tækninýjungar og raunhæf viðbrögð við loftslagsbreytingum. Þátttakendur eru m.a. ráðherrar, borgarstjórar, vísindamenn og fjölmargir fulltrúar fyrirtækja. Í ræðu sinni fjallaði forseti um þá lærdóma sem draga mætti á heimsvísu af þróun íslensks orkubúskapar á undanförnum áratugum, frá olíu og kolum til þess að nú er húshitun og framleiðsla rafmagns að öllu leyti byggð á endurnýjanlegum orkugjöfum. Mynd.
06.12.2015 Forseti situr hádegisverð í boði Miguel Arias Cañete, framkvæmdastjóra orku og  loftslagsmálefna hjá Evrópusambandinu, Adnan Amin framkvæmdastjóra IRENA og annarra forystumanna í orku- og umhverfismálum. Hádegisverðurinn er í tengslum við ráðstefnuna Re-Energising the Future, sem er haldin er í tengslum við COP21 loftslagsráðstefnuna í Paris. Á þessari ráðstefnu er lögð áhersla á afgerandi framlag endurnýjanlegra orkugjafa til baráttunnar gegn óafturkræfum loftslagsbreytingum. Myndir.
05.12.2015 Forseti á fund í París með Nick Dunlop framkvæmdastjóra alþjóðlegra samtaka þingmanna sem helguð eru eflingu hreinnar orku og baráttu gegn loftslagsbreytingum, Climate Parliament, um þróun orkukerfis milli landa og heimsálfa sem miðlaði hreinni orku um alla veröldina. Tillögurnar byggjast á því að nýta á hverjum tíma þá hluta veraldar þar sem sól skín hverju sinni og vindar blása og tengja þá við önnur lönd, jafnhliða því sem kerfið nýtti vatnsafl og jarðhita. Fundurinn var haldinn í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París, COP21.














                                           
Forseti tekur við fyrsta eintaki viðamikillar skýrslu um áætlun stjórnvalda í Dubai um sköpun græns hagkerfis á næstu áratugum. Saeed Al Tayer, yfirmaður orkustofnunar Dubai, afhenti forseta eintakið ásamt Sultan Ahmed Al Jaber, ráðherra í ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Afhendingin fór fram að loknu ávarpi forseta á World Climate Summit í París. Ákveðið hefur verið að halda næsta haust í Dubai Heimsþing um hagkerfi grænnar orku.

mánudagur, 7. desember 2015

Sannleikur internetsins .....

 Mikið er ofbeldi í tísku í dag, ekki bara ofbeldi styrjalda, heldur ofbeldi einstaklinga sem heyja baráttu í fjölmiðlum þar sem innstu hjartansmál eru opinberuð, einelti, barsmíðar, andlegar píningar. Í hverri viku fáum við nýjar fréttir af þessu ofbeldi.  Í fjölmiðlum, interneti, dagblöðum, vikublöðum. Ótrúlega margir eiga sínar stundir þar með myndum af viðkomandi svo heiðarlegum innilegum.  Þarna er sagður sannleikur, sannleikur internetsins fjölmiðlanna. 
 Oft eru þetta nöturlegar frásagnir.  Limlestingar og jafnvel morð....

Ungur karlmaður vill verða frægur listamaður og fer í tilefni af því í kassa, nakinn, kúkar þar og pissar, etur og les, fróar sér öllum landslýð til ánægju.  Ekki sá fyrsti í heiminum sem gerir það en kannski sá eini í kassa. Vonandi fær hann góða einkunn í listaskólanum, Goddur verður

glaður, glaðastur frá því að Moskan reis í Feneyjum.  Nú er Almar frægur á netinu og bloggarar, fésritarar og tístarar komast á flug:
er andleg upphitun hjá Almari fyrir næsta gjörning. Þá verður hann fastur í lyftu með Vigdísi Hauks í tvö korter

Í framhaldi af því fór ég að velta fyrir mér hvað væri það sem flestir flettu upp á heimsnetinu. Hér fyrir neðan  er ýmislegt sem er ónytsamur fróðleikur um vinsældir á Netinu þar sem gúgglið ræður ríkjum.   Út frá þessu væri gaman að spyrja, hver á að verða næsti forseti Íslands?  Eða forseti Bandaríkjanna.  Lykilorðið hjá mér er eflaust ónytsamur.  Allt þetta ræður engu um það.  Það var fréttaþáttur frá Rússlandi um vinsældir Pútíns, þá var fólkið á götunni spurt um álit sitt. Einn karl var ansi góður:
Það skiptir ekki máli hverjir kjósa heldur hvernig er talið úr kössunum!  
Svo sannleikur fjölmiðlanna er allt annað en úrslit kosninganna. Og þó ....... eitt vitum við, eitt sinn skal hver deyja ....... en áfram eru bloggin, tístin og greinarnar lifandi. Meðan mannkynið tórir á jörðunni. 

Hugtök

Um það bil 356.000 niðurstöður  einelti
(0,41 sekúndur) 

Um það bil 343.000 niðurstöður   nauðgun
(0,44 sekúndur) 

Um það bil 384.000 niðurstöður    ofbeldi
(0,34 sekúndur) 

Um það bil 331.000 niðurstöður    jafnrétti
(0,46 sekúndur) 

Um það bil 317.000 niðurstöður  réttlæti

Um það bil 324.000 niðurstöður   fátækt
(0,33 sekúndur)


Um það bil 355.000 niðurstöður  stjórnaskrá
(0,42 sekúndur)

Um það bil 662.000 niðurstöður (0,38 sekúndur)  Feminismi
Um það bil 349.000 niðurstöður                    flótamenn
(0,38 sekúndur) 

Um það bil 987.000 niðurstöður
(0,42 sekúndur)                                        Sýrland 

Um það bil 381.000 niðurstöður                 Hryðjuverk
(0,54 sekúndur) 

Um það bil 2.680.000.000 niðurstöður
(0,34 sekúndur)                                                  Frakkland

Um það bil 1.530.000.000 niðurstöður (0,41 sekúndur)   Þýskaland


Um það bil 676.000.000 niðurstöður (0,39 sekúndur)   Svíþjóð

Um það bil 2.390.000.000 niðurstöður                Kína
(0,34 sekúndur)


Einstaklingar í sviðsljósinu

Um það bil 289.000 niðurstöður
(0,45 sekúndur)                                           forseti Ólafur Ragnar

Um það bil 323.000 niðurstöður                Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
(0,53 sekúndur) 

Um það bil 260.000 niðurstöður         Katrín Jakobsdóttir                
(0,33 sekúndur)
                                       
Um það bil 276.000 niðurstöður (0,44 sekúndur)   Vigdís Hauksdóttir
Um það bil 273.000 niðurstöður (0,45 sekúndur)    Össur Skarphéðinsson

Um það bil 287.000 niðurstöður (0,58 sekúndur)   Birgitta Jónsdóttir 

Um það bil 228.000 niðurstöður (0,53 sekúndur)  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra 

Um það bil 136.000 niðurstöður
(0,53 sekúndur)                                              Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra 

Um það bil 78.400 niðurstöður (0,57 sekúndur)   kristján þór júlíusson heilbrigðisráðherra

Um það bil 44.500 niðurstöður (0,53 sekúndur)  Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

Um það bil 327.000 niðurstöður    Árni Páll Árason
(0,59 sekúndur) 

Um það bil 298.000 niðurstöður (0,59 sekúndur)  Guðmundur Steingrímsson 

Um það bil 274.000 niðurstöður (0,67 sekúndur)    dagur b eggertsson

Um það bil 342.000 niðurstöður (0,45 sekúndur)   jón gnarr

Um það bil 328.000 niðurstöður
(0,51 sekúndur)                                        egill ólafsson

Um það bil 290.000 niðurstöður (0,35 sekúndur)    Egill Helgason

Um það bil 131.000 niðurstöður (0,47 sekúndur)  Björn Valur Gíslason

Um það bil 336.000 niðurstöður (0,34 sekúndur)         Björn Bjarnason

Um það bil 341.000 niðurstöður (0,37 sekúndur)    Jóhanna Sigurðardóttir

Um það bil 324.000 niðurstöður (0,44 sekúndur)    Steingrímur J Sigfússon

Um það bil 217.000 niðurstöður (0,36 sekúndur)      Ögmundur Jónasson 

Um það bil 120.000 niðurstöður (0,32 sekúndur)    Ragnheiður Elín Árnadóttir


Um það bil 178.000.000 niðurstöður (0,45 sekúndur)  Donald Trump 

Um það bil 9.140.000 niðurstöður
(0,43 sekúndur)                                              Hilary Clinton 

Um það bil 33.200.000 niðurstöður           Angela Merkell
(0,29 sekúndur)


 Skemmtikraftar
Um það bil 16.100.000 niðurstöður
(0,61 sekúndur)
                                                                             Björk úbbs ....... 
en fáir slá þessari við::::
Um það bil 262.000.000 niðurstöður                      Adele
(0,30 sekúndur) 

Um það bil 118.000.000 niðurstöður (0,29 sekúndur)   The Beatles

Um það bil 33.800.000 niðurstöður                       Elvis Presley
(0,46 sekúndur) 

Um það bil 56.500.000 niðurstöður (0,34 sekúndur)   Bob Dylan 
 
Um það bil 171.000.000 niðurstöður (0,49 sekúndur)   Justin Bieber
 





 


















föstudagur, 4. desember 2015

Ísland og Danmörk: Þjóðaratkvæðagreiðslur og sérstaða

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku, sýnir okkur margt um það sem hefur verið að gerast hér í Evrópumálum.  Það er stór gjá milli stjórnmálaelítunnar og meðaljónsins.  Fólk er hrætt við heimsvæðinguna og afleiðingar hennar, það er spurning um samkeppni um vinnu og þróun velferðarkerfisins til hins verrra.  Þetta er ekkert nýtt í Danmörku, þjóðaratkvæðagreiðslur um þróun ESB hafa unnist með litlum mun. Ef þær hafa unnist. 


Sigurvegarar eru þá flokkarnir lengst til hægri og vinstri. Danski Þjóðarflokkurinn og Einingarlistinn. 

Ástandið hjá okkur er flóknara, ákveðin tækifærismennska er algengari  og meira ríkjandi hjá okkur.  Sjálfstæðisflokkurinn notaði tækifærið undir þumalfingri Davíðs að breyta stefnu flokksins, sama gerðist innan Framsóknarflokksins.  Sem hefur það í för með sér að Stjórnmálaelítan er langtum klofnari hér.  Það hefur haft í för með sér að þjóðernisstefnan sem var alltaf mun sterkari á vinstri kantinum hefur færst yfir til hægri.  Framsóknarflokkurinn tekur hlutverk öfgaflokkannna úti á Norðurlöndum.  Svo höfum við fengið nýtt stórt stjórnmálaafla Píratana sem er ansi ólíkur nýjum flokkum á Norðurlöndum. 

Síðan er Forsetinn hjá okkur sérkapítuli, sem hefur síðan komið inn í spilið.  Leikur einleik upp allan völlinn og tekst oft að skora.  Snúningur kjósenda hans sýnir það vel.  Það hefði þótt skrýtið í mínu ungdæmi  að hægri öflin í landinu hefðu náð bandalagi með honum, karlinum sem þeir hötuðu.  Hann hefur farið langt útfyrir verksvið sitt og túlkar stjórnarskrána á allt
annan hátt en hann gerði sem stjórnmálafræðiprófessor.  Virðist ætla að sitja á Bessastöðum til æviloka!!

Svo það er auðséð að af þessum samanburði að það þarf mikið að gerast til að við verðum komin í faðm Evrópusambandsin á næstu árum. 

Þeir sem hafa áhuga á stjórnmálum og hafa ekki lesið greinar Svans Kristjánssonar í Skírni ættu að gera það sem fyrst, sérstaklega greinina frá því núna í haust.  Hérna að neðan vísa ég í Information hið ágæta danska dagblað, frá því í dag 4. desember.



»Menigmand, der er udsat for konkurrence på grund af fri bevægelighed, har en mere skeptisk holdning til EU. Han kan simpelthen ikke se formålet med skridtet og er måske endda helt modstander, fordi han er bange for indvandring,« siger han.


»Grundmodellen i den her skepsis er en bekymring for globalisering og tabet af den klassiske socialdemokratiske skandinaviske velfærdsstat. Den mindre privilegerede del af befolkningen har med bekymring set velfærdsstaten ændre ansigt og karakter siden de gode gamle ærkesocialdemokratiske landsfædre.«

Danskerne er ellers som udgangspunkt tilhængere af det europæiske samarbejde. Et flertal går stadig ind for medlemskabet, men vi bryder os ikke om dybere integration, når det eksempelvis handler om velfærd.

miðvikudagur, 2. desember 2015

Rio Tinto: Sorgleg eftirmál

Enn er allt á huldu með samningana í Straumsvík. 
En ýmislegt er á seyði, starfsmannastjóri RioTinto Alcan í Evrópu mættur á staðinn.  Auðhringur sem er alræmdur fyrir stífni í samningum. SA blandar sér í málin. Álframleiðsluheimurinn er í kreppu.  Það er eitthvað meira en smáatriði um verktaka sem er að ræða. 
Straumsvík hefur verið að skila gróða i áratugi, rafmagnsverðið lengst af hlægilega lágt.  Enn skilar hún sínu. Þótt Kinverjar séu að drepa markaðinn með lágu álverði.  Ætlar RioTinto
Alcan að fórna verksmiðjunni fyrir principp, varla.  Og þó ansi hefur gengið erfiðlega að semja.  

Vonandi láta Gylfi Ingvarsson og félagar ekki kremja sig.  Ætli það verði jólagjöf Rio Tinto í ár að loka einu stykki álveri?

Hver veit? 

Eftirmál: Miðvikudagsmorgunn

Verkfalli aflýst - kjaradeila enn óleyst

Það fór sem mig grunaði. Þrýstingurinn á starfsmenn var of mikill. Auðhringur með Thatcher Íslands í fararbroddi lætur ekki kúga sig. SA tók virkan þátt á bak við tjöldin verkalýðshreyfingin ekki. Eða hvað? 

Við hvetjum samninganefnd ÍSAL til að klára samninga við hluteigandi verkalýðsfélög eins fljótt og auðið er, án þess þó að störf almennra starfsmanna verði sett í almenna verktöku. Við viljum hvetja stjórnendur og samninganefnd ÍSAL  að virða og meta þann mannauð sem býr í þekkingu og reynslu þeirra starfsmanna sem hafa lagt starfsævi sína undir til að tryggja sem bestu  afkomu fyrirtækisins í gegnum árin. Þessir sömu starfsmenn hafa verið tilbúnir að leggja á sig ómælda vinnu þegar erfiðir tímar hafa verið hjá fyrirtækinu," sagði Gylfi á fundinum. (hringbraut í byrjun október)

Samninganefnd starfsmanna álversins í Straumsvík ræður nú ráðum sínum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þeir héldu fund í morgun í húsakynnum Hlífar í Hafnarfirði, og síðan gengu helstu forsvarsmenn nefndarinnar á fund fulltrúa Rio Tinto Alcan á Íslandi og Samtaka atvinnulífsins.

 Enginn formlegur fundur

Á þeim fundi var meðal annars starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu. Ekkert fékkst upp um hvað fór fram á þeim fundi, að öðru leyti en því að þetta hafi verið óformlegur fundur, án niðurstöðu. Að því loknu hittist samninganefnd starfsmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara og situr þar enn. Ekki hefur verið boðað til formlegs samningafundar í deilunni, þannig að eins og staðan er núna hefst verkfall starfsmanna í álverinu á miðnætti. (rúv í dag)

þriðjudagur, 1. desember 2015

Rio Tinto: Loka þeir búllunni??? Sorglegur eftirmáli

Enn er allt á huldu með samningana í Straumsvík. 
En ýmislegt er á seyði, starfsmannastjóri RioTinto Alcan í Evrópu mættur á staðinn.  Auðhringur sem er alræmdur fyrir stífni í samningum. SA blandar sér í málin. Álframleiðsluheimurinn er í kreppu.  Það er eitthvað meira en smáatriði um verktaka sem er að ræða. 
Straumsvík hefur verið að skila gróða i áratugi, rafmagnsverðið lengst af hlægilega lágt.  Enn skilar hún sínu. Þótt Kinverjar séu að drepa markaðinn með lágu álverði.  Ætlar RioTinto
Alcan að fórna verksmiðjunni fyrir principp, varla.  Og þó ansi hefur gengið erfiðlega að semja.  

Vonandi láta Gylfi Ingvarsson og félagar ekki kremja sig.  Ætli það verði jólagjöf Rio Tinto í ár að loka einu stykki álveri?

Hver veit? 

Eftirmál:

Verkfalli aflýst - kjaradeila enn óleyst

Það fór sem mig grunaði. Þrýstingurinn á starfsmenn var of mikill. Auðhringur með Thatcher Íslands í fararbroddi lætur ekki kúga sig. SA tók virkan þátt á bak við tjöldin verkalýðshreyfingin ekki. Eða hvað? 

Við hvetjum samninganefnd ÍSAL til að klára samninga við hluteigandi verkalýðsfélög eins fljótt og auðið er, án þess þó að störf almennra starfsmanna verði sett í almenna verktöku. Við viljum hvetja stjórnendur og samninganefnd ÍSAL  að virða og meta þann mannauð sem býr í þekkingu og reynslu þeirra starfsmanna sem hafa lagt starfsævi sína undir til að tryggja sem bestu  afkomu fyrirtækisins í gegnum árin. Þessir sömu starfsmenn hafa verið tilbúnir að leggja á sig ómælda vinnu þegar erfiðir tímar hafa verið hjá fyrirtækinu," sagði Gylfi á fundinum. (hringbraut í byrjun október)

Samninganefnd starfsmanna álversins í Straumsvík ræður nú ráðum sínum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þeir héldu fund í morgun í húsakynnum Hlífar í Hafnarfirði, og síðan gengu helstu forsvarsmenn nefndarinnar á fund fulltrúa Rio Tinto Alcan á Íslandi og Samtaka atvinnulífsins.

 Enginn formlegur fundur

Á þeim fundi var meðal annars starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu. Ekkert fékkst upp um hvað fór fram á þeim fundi, að öðru leyti en því að þetta hafi verið óformlegur fundur, án niðurstöðu. Að því loknu hittist samninganefnd starfsmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara og situr þar enn. Ekki hefur verið boðað til formlegs samningafundar í deilunni, þannig að eins og staðan er núna hefst verkfall starfsmanna í álverinu á miðnætti. (rúv í dag)
 

sunnudagur, 29. nóvember 2015

Tvennir tónleikar, tveir klarinettuleikarar. Dásemd











Ég talaði um daginn hvað það væri margt sem boðið væri upp á í listum hjá okkur, hvort sem er í Reykjavík eða út um landsbyggðina. 

Í vikunni var okkur boðið upp á tvo öndvegistónleika.  Og á báðum tónleikunum voru tveir klarinettuleikarar sem létu hljóðfæri  sitt óma.  Það voru þau Einar Jóhannesson og Arngunnur Árnadóttir, þau eru meistarar bæði.

Á sunnudaginn var, hélt Kammermúsikklúbburin seinustu tónleika sína á árinu. Þar var boðið upp á góðan kokkteil, Beethoven, Brahms og óþekkta enska konu, óþekkta í mínum eyrum, Rebekka Clarke.

 Ásdís Valdimarsdóttir víóla, besti víóluleikari okkar, og Einar fluttu verk eftir hana sem hljómaði yndislega í mín eyru.  Þetta var 20. aldar kona sem var flottur spilari og samdi tónlist með sem er að koma nú fram í sviðsljósið á 21. öld, það var oft erfitt að vera kona í tónlistinni.

Svo fengum við að heyra einn af kvartettum Beethovens ópus 18 en hann samdi nokkra kvartetta í þessum ópus. Hann var flottur, svo kom rúsínan í pylsuendanum klarinettukvintett Brahms.  Þar fékk Einar Jóhannessson að sýna af hverju hann hefur verið konungur klarinettunnar á Íslandi í nokkra áratugi.  Og hinir spilararnir voru engir aukvisar.  Þetta var yndisleg tónlist.Svona tónar fá mig til að tárast. 

Seinna í vikunni var svo Sinfonían með tónleika undir stjórn hins unga Daníels Bjarnasonar sem er að verða afbragðs stjórnandi.  Þar voru spiluð tvö Debussy verk, fyrst Síðdegi skógarpúkans þar sem reynir aldeilis á klarinettu og nú er kominn nýr aðalleikari í sinfoníuna í stað Einars, Arngunnur og hún er mögnuð, spilaði Mozartkonsertinn fræga nýlega.  Tónleikarnir enduðu á La valze, verki Debussys, aldrei hefur það  hljómað flottar í mín eyru í túlkun hljómsveitarinnar og Daníels.  

Á milli fengum við að heyra Ligeti, Lontano eitt af hljómsveitarverkum hans, mér finnst alltaf merkilegt að hlusta á verk hans.  Kindentotenlieder Mahlers, eittt magnaðasta söngvaverki sögunnar og Ólafur Kjartan, sonur hans Didda fiðlu, hljómaði eins og sá sem valdið hefur.  Þótt hann ætti að vera með pest.  Svo var verk hljómsveitarstjórans, Collider í fyrsta sinn á Íslandi.  Hljómaði vel í fyrsta sinn.  

Svo lesendur góðir, tveir afbragðskonsertar á viku.  Er nokkuð hægt að ætlast til meira. Svo var það Sókrates í Borgarleikhúsinu í kvöld. Góð sýning trúða heimspeki og söngva.  Mæli með henni.

Í Íslandi er allt fullt af list og gleði.  Skálum fyrir því.  


Rebecca Clarke:   Prelude, allegro and pastorale f. víólu og klarínettu
Ludwig van Beethoven:   Strengjakvartett  í G-dúr op.18-2

Johannes Brahms:   Kvintett f. klarínettu og strengjakvartett í a-moll op.115
 Flytjendur:   Nicola Lolli, fiðla; Mark Reedman, fiðla; Ásdís Valdimarsdóttir, víóla;  Sigurgeir Agnarsson, selló; Einar Jóhannesson, klarínetta

  • Efnisskrá
    Claude Debussy
    Forleikur að Síðdegi skógarpúkans
    György Ligeti
    Lontano
    Daníel Bjarnason
    Collider
    Gustav Mahler
    Kindertotenlieder
    Claude Debussy
    La mer
  • Stjórnandi
    Daníel Bjarnason
  • Einsöngvari
    Ólafur Kjartan Sigurðarson