Sigmundur Davíð er í Líbanon og skoðar flóttamenn og flóttamannabúðir. Hann furðaði sig á skrítnum veruleika, fjölda varðliða með byssur. Honum var sagt að þetta væru Palestínumenn. Og var hissa.
Þeir sem hafa kynnt sér þróunina seinustu árin fyrir botni Miðjarðahafs eru ekki hissa.
„Ég hitti svo forsætisráðherra Líbanon og forseta þingsins. Þeir lýstu hinni flóknu pólitísku stöðu sem hér er uppi. Til dæmis hefur ekki enn tekist að kjósa forseta nú átján mánuðum eftir að kosningar áttu að fara fram.
Þetta var mjög áhugaverð lýsing á þeim endalausu álitaefnum sem menn standa frammi fyrir í þessu landi, en hér var auðvitað borgarastyrjöld í fimmtán ár. Svo hafa þeir verið að reyna að byggja sig upp en mæta hverju áfallinu á fætur öðru, núna síðast þessum mikla straumi flóttafólks sem leggst gríðarlega þungt á þetta litla land.“
Einu sinni var Líbanon friðsamasta svæði þessa heimshluta. En það breyttist, fyrst með flóttamannastraumi Palestínu þegar Ísraelsmenn smöluðu þeim í burtu. Svo voru innanlandsátök og borgarastyrjöld, svo komu átök Ísraelsmanna og allra þjóðanna umhverfis þá. Og inngrip Sýrlendinga í nafni Arababandalagsins. Ásamt endalausum skærum Ísraels og Palestínumanna. Svo komu Íraksinnrásirnar, svo upplausn Íraks, loks Sýrlandsátökin sem virðast ætla að verða endalaus og ný samtök sem vilja afgreiða málin á óhugnanlegan hátt, svokölluð ISIS eða Daesh . Þetta er svo flókið spil að endalaust væri að reyna að skýra það og samt væri enginn sammála.
Þegar komið var í búðirnar skildi líbanska öryggisgæslan við hópinn, en með Sigmundi í för voru
„Við tóku vopnaðir Palestínumenn, sem virðast vera nokkurs konar löggæsla í þessum búðum. Einhverjum taldist svo til að þarna væru að minnsta kosti fjörutíu menn vopnaðir hríðskotabyssum þar sem við gengum um göturnar. Það var svolítið ný upplifun fyrir Íslending,“ segir Sigmundur.
„En þeir vildu auðvitað koma í veg fyrir að eitthvað færi úrskeiðis, enda voru með í för leiðtogar þessa samfélags og sendiherra Palestínu hér í landinu.“
Það er rétt sem forsætisráðherrann sagði að það væri allt annað að vera innan um þennan veruleika. Stríð fyrir okkur er ansi fjarlægur veruleiki, svo við eigum að lýsa okkur stikkfría frá þeim veruleika. Mér finnst að maður þurfi ekki einu sinni að segja það. Palestínumenn hafa haft heil landsvæði í Líbanon í áratugi. Þeir voru hraktir úr sínum heimahögum. Nú hafa bæst við Írakar, Kúrdar og Sýrlendingar. Við eigum að gera það litla sem við getum gert. Hvort það sé heildstæð nálgun frekar hjá okkur en öðrum. Allt er svo flókið. En við þurfum að gera mikið meira en við gerum í dag. Bæði mað því að taka fólk úr flóttamannabúðum og fólk sem hefur lagt í Pílagrímsgöngu yfir þvera Evrópu, til að komast á svæði þar sem er friður þar sem fólk getur séð fyrir sér, komið börnum sínum til manns og mennta. Nú eru að hefjast friðarviðræður, auðvitað vonum við það besta, en það eru ótal refir þar á ferð, og margir hugsa meira um sína hagsmuni en um þetta aumingja fólk sem við sjáum daglega í fjölmiðlum.
„Mér fannst ánægjulegt að skynja að margir eru vel upplýstir um þátttöku Íslands í aðgerðum hér og ánægðir með þá heildstæðu nálgun sem við á Íslandi höfum haft að leiðarljósi, að gera fólki kleift að koma beint úr flóttamannabúðunum til Íslands í stað þess að leggja í hættuför um Evrópu, og á sama tíma að styðja við starfið hér.“
Hann segir marga hafa haft áhyggjur af því að lönd nærri Sýrlandi myndu falla í gleymsku á meðan mikið streymi flóttamanna til Evrópu ætti allan hug stjórnvalda.
„En eins og allir sem ég hef hitt í dag hafa réttilega sagt, eina leiðin til að draga úr straumnum til Evrópu er að gera fólki kleift að búa hér.“
Auðvitað vill fólk helst búa á sínum heimaslóðum þótt goðsagnir um auð blindi marga, en það er ansi langt í land að byggja upp aftur. Það er ótrúlegt hvernig búið er að fara með þessar slóðir, aðallega í Sýrlandi og Írak. Og hver á að borga þann brúsa? Það er langt þangað til heimurinn fer að ræða það.
Viðtalið við Forsætisráðherrann sem vitnað í er úr mbl.is 1.1.2016.
Þeir sem hafa kynnt sér þróunina seinustu árin fyrir botni Miðjarðahafs eru ekki hissa.
„Ég hitti svo forsætisráðherra Líbanon og forseta þingsins. Þeir lýstu hinni flóknu pólitísku stöðu sem hér er uppi. Til dæmis hefur ekki enn tekist að kjósa forseta nú átján mánuðum eftir að kosningar áttu að fara fram.
Þetta var mjög áhugaverð lýsing á þeim endalausu álitaefnum sem menn standa frammi fyrir í þessu landi, en hér var auðvitað borgarastyrjöld í fimmtán ár. Svo hafa þeir verið að reyna að byggja sig upp en mæta hverju áfallinu á fætur öðru, núna síðast þessum mikla straumi flóttafólks sem leggst gríðarlega þungt á þetta litla land.“
Einu sinni var Líbanon friðsamasta svæði þessa heimshluta. En það breyttist, fyrst með flóttamannastraumi Palestínu þegar Ísraelsmenn smöluðu þeim í burtu. Svo voru innanlandsátök og borgarastyrjöld, svo komu átök Ísraelsmanna og allra þjóðanna umhverfis þá. Og inngrip Sýrlendinga í nafni Arababandalagsins. Ásamt endalausum skærum Ísraels og Palestínumanna. Svo komu Íraksinnrásirnar, svo upplausn Íraks, loks Sýrlandsátökin sem virðast ætla að verða endalaus og ný samtök sem vilja afgreiða málin á óhugnanlegan hátt, svokölluð ISIS eða Daesh . Þetta er svo flókið spil að endalaust væri að reyna að skýra það og samt væri enginn sammála.
„Ný upplifun fyrir Íslending“
„Þetta er í rauninni bara hverfi í borginni. Þetta eru engin tjöld eða slíkt heldur fjöldi húsa þar sem mjög þröngar götur ganga á milli. Hverfið var ætlað þrjú þúsund manns en þeir segja að þar búi nú um tuttugu og tvö þúsund. Innviðir eru laskaðir, vatnið óhreint og rafmagn með þeim hætti að tugir íbúa hafa látist á undanförnum árum af völdum raflosts. Enda sá maður bara raflagnirnar alveg þvers og kruss yfir göturnar, hangandi þar lausar.“Þegar komið var í búðirnar skildi líbanska öryggisgæslan við hópinn, en með Sigmundi í för voru
„Við tóku vopnaðir Palestínumenn, sem virðast vera nokkurs konar löggæsla í þessum búðum. Einhverjum taldist svo til að þarna væru að minnsta kosti fjörutíu menn vopnaðir hríðskotabyssum þar sem við gengum um göturnar. Það var svolítið ný upplifun fyrir Íslending,“ segir Sigmundur.
„En þeir vildu auðvitað koma í veg fyrir að eitthvað færi úrskeiðis, enda voru með í för leiðtogar þessa samfélags og sendiherra Palestínu hér í landinu.“
Það er rétt sem forsætisráðherrann sagði að það væri allt annað að vera innan um þennan veruleika. Stríð fyrir okkur er ansi fjarlægur veruleiki, svo við eigum að lýsa okkur stikkfría frá þeim veruleika. Mér finnst að maður þurfi ekki einu sinni að segja það. Palestínumenn hafa haft heil landsvæði í Líbanon í áratugi. Þeir voru hraktir úr sínum heimahögum. Nú hafa bæst við Írakar, Kúrdar og Sýrlendingar. Við eigum að gera það litla sem við getum gert. Hvort það sé heildstæð nálgun frekar hjá okkur en öðrum. Allt er svo flókið. En við þurfum að gera mikið meira en við gerum í dag. Bæði mað því að taka fólk úr flóttamannabúðum og fólk sem hefur lagt í Pílagrímsgöngu yfir þvera Evrópu, til að komast á svæði þar sem er friður þar sem fólk getur séð fyrir sér, komið börnum sínum til manns og mennta. Nú eru að hefjast friðarviðræður, auðvitað vonum við það besta, en það eru ótal refir þar á ferð, og margir hugsa meira um sína hagsmuni en um þetta aumingja fólk sem við sjáum daglega í fjölmiðlum.
„Mér fannst ánægjulegt að skynja að margir eru vel upplýstir um þátttöku Íslands í aðgerðum hér og ánægðir með þá heildstæðu nálgun sem við á Íslandi höfum haft að leiðarljósi, að gera fólki kleift að koma beint úr flóttamannabúðunum til Íslands í stað þess að leggja í hættuför um Evrópu, og á sama tíma að styðja við starfið hér.“
Hann segir marga hafa haft áhyggjur af því að lönd nærri Sýrlandi myndu falla í gleymsku á meðan mikið streymi flóttamanna til Evrópu ætti allan hug stjórnvalda.
„En eins og allir sem ég hef hitt í dag hafa réttilega sagt, eina leiðin til að draga úr straumnum til Evrópu er að gera fólki kleift að búa hér.“
Auðvitað vill fólk helst búa á sínum heimaslóðum þótt goðsagnir um auð blindi marga, en það er ansi langt í land að byggja upp aftur. Það er ótrúlegt hvernig búið er að fara með þessar slóðir, aðallega í Sýrlandi og Írak. Og hver á að borga þann brúsa? Það er langt þangað til heimurinn fer að ræða það.
Viðtalið við Forsætisráðherrann sem vitnað í er úr mbl.is 1.1.2016.