Bjarni veit ekki um reikninga sína, Ólöf skrifar bara undir, Sigmundur vill ekki að við skiptum okkur af konu hans, sirkusinn heldur áfram, svo standa þeir fyrir utan Stjórnarráðið með alvörusvip og ræða um að allt sé í góðu gengi. Heiðarleikinn ljómar af þeim.Ráðherra eftir ráðherra.
Ég man að það var umtalað fyrir nokkrum árum að Vilhjálmur Þorsteinsson og Gunnlaugur Sigmundsson væru í fjárhagslegu sambandi
og ættu reikninga í Lúxembourg. Sumir töluðu um að þeir hefðu tekið stöðu gegn krónunni, ekki veit ég um það. En ég skildi aldrei hvernig VÞ var valinn í æðstu stöður í Jafnaðarmannaflokki.
Vilhjálmur og Gunnlaugur fluttu milljarð út úr Teton
Högnuðust á hrunárinu 2008. Tóku 600 milljóna arð út úr félaginu.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
06:00 › 23. september 2014
Eigendur fjárfestingarfélagsins Teton ehf., sem hagnaðist ævintýralega á verðbréfaviðskiptum á hrunárinu 2008, hafa fært stóran hluta af eignum félagsins yfir í þrjú ný eignarhaldsfélög. Samtals er um að ræða eignir upp á meira en 1.100 milljónir króna sem teknar voru út úr Teton og settar yfir í þrjú félög sem heita Teton A, B og C. Þetta gerðu eigendurnir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Örn Karlsson og Gunnlaugur Sigmundsson, síðla árs í fyrra. Þessar upplýsingar má sjá í skiptingaráætlun fyrir Teton sem skilað hefur verið til ríkisskattstjóra og eins í ársreikningi félagsins sem sýnir mikla eignatilfærslu.
Myndir: Stofumynd úr Álfheimu, fjallamynd úr Þórsmörk. Það er gott að hafa eitthvað fallegt fyrir augunum. Greinarhöfundur tók.
Ég man að það var umtalað fyrir nokkrum árum að Vilhjálmur Þorsteinsson og Gunnlaugur Sigmundsson væru í fjárhagslegu sambandi
og ættu reikninga í Lúxembourg. Sumir töluðu um að þeir hefðu tekið stöðu gegn krónunni, ekki veit ég um það. En ég skildi aldrei hvernig VÞ var valinn í æðstu stöður í Jafnaðarmannaflokki.
Sjá hér er sú frétt úr DV:
Högnuðust á hrunárinu 2008. Tóku 600 milljóna arð út úr félaginu.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
06:00 › 23. september 2014
Eigendur fjárfestingarfélagsins Teton ehf., sem hagnaðist ævintýralega á verðbréfaviðskiptum á hrunárinu 2008, hafa fært stóran hluta af eignum félagsins yfir í þrjú ný eignarhaldsfélög. Samtals er um að ræða eignir upp á meira en 1.100 milljónir króna sem teknar voru út úr Teton og settar yfir í þrjú félög sem heita Teton A, B og C. Þetta gerðu eigendurnir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Örn Karlsson og Gunnlaugur Sigmundsson, síðla árs í fyrra. Þessar upplýsingar má sjá í skiptingaráætlun fyrir Teton sem skilað hefur verið til ríkisskattstjóra og eins í ársreikningi félagsins sem sýnir mikla eignatilfærslu.
Myndir: Stofumynd úr Álfheimu, fjallamynd úr Þórsmörk. Það er gott að hafa eitthvað fallegt fyrir augunum. Greinarhöfundur tók.