fimmtudagur, 26. maí 2016

Útlendingastofnun: Þar sem Jesús er ekki til

Enn eitt mál, enn ein hörmung, karl sem búinn er að vera í 41/2 ár, á Íslandi. 

Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð

en ætli það sé ekki bara í lagi, Dyflinnar reglan blívur, hvað ætli Dublin búar hugsi um það?  Vera kenndur við níðingslegar aðferðir víða um lönd. 

Hvað gerir Mannréttindastofa Reykjavíkurborgar í svona málum? Hvað gerir Amnesty ?  Er Kærunefnd útlendingamála einhver dula sem enginn þarf að taka tillit til? Varðar þetta nokkur Þjóðkirkju Íslands?

Okafor búinn að vera í fjögur og hálft ár.  Það væri auðvitað fáránlegt að stofnanir í Svíþjóð og á Íslandi ræddu málið, væri það  málsmeðferð Svía að senda alla samsvarandi til síns heimalands. Þar sem ekki eru beint friðsælt.  Eða kæmi í ljós að hann gæti átt framtíðardvöl í Svíþjóð og þá væri hægt að hliðra til manni sem búinn er að vera þennan tíma á Íslandi að fá vera áfram?  Þetta eru auðvitað fáránlegar hugmyndir að lögfræðingar í tveim löndum ræddu málin saman? 

Er ekki komnn tími til að skipa rannsóknarnefnd til að skoða þessi vinnubrögð.  Stofnun sem fékk nýlega erlenda aðila að segja hve hún ynni vel.  En sem vekur almennan viðbjóð hér á landi.  Eða fá umboðsmann Alþingis til að skoða meðferð Útlendingastofnunar á lögum Alþingis.  Er þetta lagameðferð sem er okkur til sóma?



þriðjudagur, 24. maí 2016

Álitsgjafar og Vitaverðir

Að vera álitsgjafi ( þetta skrítna orð) en samt eitthvað sem ég ber virðingu, fyrir ef það er notað í þeirri merkingu sem ég vil. 
Við þurfum á þeim að halda sem kryfja og segja sannleikann um okkar tíma.  Það er svo margt sem vekur óhug, það er erfitt að rísa upp á morgnana og lesa um eða horfa á seinustu
hörmungar heimsins eða nýjustu axarsköft ráðamanna.

Stríðin fyrir botni Miðjarðarhafs, dekur okkar við harðstjóra víða um heim, Kína, Rússland, Tyrkland, Sýrland.  Uppgangur hálffasískra afla í Evrópu (ég segi hálf því að enn hafa þau ekki getað stjórnað leikreglunum þótt oft sé stutt í það).Skuggi þeirra verður á dimmari og skyggir á sól lýðræðis. 

Svo kemur það sem er ískyggilegast fyrir okkur, það er leið okkar sjálfra inn í spillingarríki sem stundum hafa verið kennd við banana.  Dæmin eru svo mörg að endalaus eru.  Svo við
hugsum bara um það sem hefur dunið yfir okkur seinustu daga.  Endurkoma siðlauss fyrrum forsætisráðherra, viðbrögðin við því (við búum í lýðræðisþjóðfélagi hann hefur rétt á því að bjóða sig fram), Framboð Davíðs í forsetakjör  sem á að mati mínu ekkert erindi á Bessastaði.


Einn af mínum uppáhalds álitsgjöfum er rithöfundurinn Auður Jónsdóttir, sem kemur frá sér skoðunum sínum um ógnartíma vorra daga svo skorinort án þess að skrumskæla veruleikann sem tíðkast nú til dags. Í Kjarnanum í dag er góður pistill. Hvert stefnir Ísland í dag.  

Hún lýsir ástandinu í dag, spurningin um lýðræðið, hvort græðgisöflin ætli að ganga af því dauðu. Hún er svo einlæg, hrein og bein.  Álitsgjafar mínir þurfa ekki allir að vera eins, fjölbreytnin gefur þeim lit og ljós. Þeir eru vitaverðir sem lýsa upp depurðina. Ég get nefnt Björn Þorláksson, Indriða Þorláksson, Láru Hönnu, Guðmund Andra, Arngrím Vídalín, Illuga Jökuls.  Þeir þau eru langtum fleiri en þessi duga í bili.  Minnið farið að gefa sig hjá sjötugum kalli! 

Já, ég var að tala um Auði Jónsdóttur, hún talar um lýðræðið og fólkið. Sem geta ekki án hvors annars verið: 

Það er fólkið sem blæs anda í lýð­ræð­ið. Spurn­ingin er ekki hvort lýð­ræðið eigi að snú­ast um rétt okkar eða hvort við ætlum að fórna okkur fyrir það heldur um sam­spil lýð­ræðis og íbúa. Lýð­ræðið á að virka í þágu íbú­anna og til þess að lýð­ræðið geri það verða íbú­arnir að starfa í þágu þess. Því lýð­ræðið er eins og líf­vera. Það lifir við ákveðnar aðstæður og deyr við aðr­ar. En það krefst þess að við hlúum að því, rann­sökum það og gagn­rýnum ósmeyk á upp­byggi­legan hátt, skiljum það, virðum það og virðum sjálf okk­ur. Það krefst þess að íbúum í lýð­ræð­is­ríki finn­ist þeir búa við sann­girni og mann­úð­legt reglu­verk, gagn­sæi, upp­lýs­inga­flæði og ákveðna innri lógík. Þannig fún­kerar lýð­ræði. En þannig er staða mála ekki á Íslandi í dag. 
Já, hvert stefnir Ísland – í frjóum jarð­vegi popúl­isma og botn­lausri græðgi þeirra sem hafa eignað sér megnið af auði lands­ins?
Þetta er stór spurning hvert stefnum við?  Hún telur upp hugmyndir ráðamanna og fylgjenda þeirra um lýðræði.  Það er jafnvel of dapurleg lýsing í minn huga.  En .... það þýðir ekki að



Og hverjar eru hug­myndir rík­is­stjórn­ar­innar um lýð­ræð­i? 
Þar situr fólk sem hefur hlaup­ist undan alvar­legum skandölum af harðsvír­uðu skeyt­inga­leysi ­með þeim orðum að það hafi lýð­ræð­is­legt umboð til að stjórna land­in­u. 
Fólk sem fagnar for­seta­fram­boði Dav­íðs Odds­son­ar, líkt og dýr­keypt afglöp hans hafi ein­ungis verið ímyndun almenn­ings. 
Fólk sem horfði upp á fyrrum höfuð rík­is­stjórn­ar­innar gera sig og um leið þjóð­ina að athlægi út um allan heim en heldur áfram að frið­þægja SDG og gerðir hans og styðja hann til frek­ari verka á þing­inu – því það sé lýð­ræð­is­legur réttur hans. 
Fólk sem tal­aði með dóna­legum skæt­ingi við fjöl­miðla­fólk eftir eina fárán­leg­ustu atburða­rás í stjórn­málum Norð­ur­-­Evr­ópu (og þótt víðar væri leit­að) síð­ustu fimm­tíu árin eða svo. 
Fólk sem lofar kosn­ingum eftir ævin­týra­lega skraut­legt fárán­leika­leik­rit en byrjar strax dag­inn eftir að teygja lopann með óræðu tali – og minnir enn og aftur á þau rök að það sitji í lýð­ræð­is­legu umboði þjóð­ar­inn­ar. 
Fólk sem treður mar­vað­ann í skugga­legum við­skiptum sem hafa jafn­vel ein­hver lagst þungt á þjóð­ar­bú­ið. 
Fólk sem teng­ist aflands­fé­lög­um, þess­ari und­ar­legu pen­inga­blóðsugu sem hefur sogið mátt­inn úr hag­kerfi Íslands, en lætur samt  eins og það ætli að skera upp herör gegn þeim. 
Fólk sem er frá unga aldri búið að þjóna blint í þeim tveimur stjórn­mála­flokkum sem bera óum­deil­an­lega ábyrgð á hruni efna­hags íslensku þjóð­ar­innar sem sér ennþá ekki fyrir end­ann á, sama hverju hver vill klína á hina svo­nefndu vinstri­st­jórn – sem gár­ung­arnir köll­uðu Soffíu frænku. 
Fólk sem ríg­heldur í umboð síð­ustu kosn­inga með þeim orðum að tutt­ugu og tvö þús­und manns sem mót­mæli við Aust­ur­völl séu ekki þjóð­in. 
Fólk sem þegir þegar flokks­fé­lagar þess daðra við ras­isma og hat­urs­orð­ræðu.
Fólk sem hefur notað sitt lýð­ræð­is­lega umboð til að veikja Rík­is­út­varpið af því að það þolir ekki gagn­rýna umræð­u.


 

mánudagur, 23. maí 2016

Afland: Kjúklingaminni og umburðarlyndi

Nú er hann kominn aftur, hann gengur eins og ekkert inn á Alþingi, hann fær Kóngaviðtöl í fjölmiðlum, ætlar í formannsframboð.  Sendir glósur til forsetans.  Þetta var ekkert, bara heimsfrægð í nokkrar vikur, fjölmiðlar eru eitur sem skilja ekki snillinga.  Hann var leiddur í gildru.   Aflandsfélög ekki hans deild.  Kjúklingaminnið okkar landans alltaf til staðar. Við munum ekkert.   

Fjármálaráðherra, hann er á sínum stað, hann gerði ekkert, aflandsfélög, nokkrar formanns og stjórnarsetur í 120 milljarða gjaldþrotum.  Við erum búin að gleyma því.  Hann ætlar að
bjarga okkur, þessi öðlingur.  Skattaskil bara fyrir, launaþræla,  við erum ekki langrækin. Vafningar, Milestone, Sjóvá, af hverju eigum við að velta vöngum yfir því, smámunir.  Ekki eins og Svíar sem elta Monu greyið Sahlin fyrir smáyfirsjónir.  Ó nei, ó nei.  Fimm sinnum.  

Útrásarvíkingur kominn úr fangelsi, með ökklaband, brunar um á Þyrlu sem hrapar.  Gott að hann skyldi ekki enda líf sit.  Líklega má hann fara hvert sem er með bandið góða. Eða hvað?  Á fullu í bísness byggir upp nýtt veldi, flytur peninga heim af Aflöndum, þegar hann vill.  Kjúklingaminnið á fullur  ég man ekkert, ég veit ekkert.  Ha, Ég?  Venjulegur Íslendingur. 

Nú er línan að gleyma, Einn þeirra sem tók þátt, safnaði milljónum, vildi ekki viðurkenna. Nú á hann að halda tölu á Ársfundi Stofnunar Árna Magnússonar. Hann veit margt hefur góðar hugmyndir.  Það er ekkert mál, þetta er prýðispiltur sem hefur ávaxtað sitt pund.  Hér og þar.   Ég man ekkert.  Ég er Íslendingur. 

Forsetaframboð, Hann sem átti landið.  Fyrst borgina svo ríkið.  Sagði skemmtilegar sögur veifaði skál. Mundi misgjörðir, gleymdi ekki.   Nú vill hann verða forseti.  Sitja á friðarstóli.Þótt hann sé upphafsmaður að öllu.  Stjórnmálamaður seinustu aldar, sögðu þeir.  Hvorki meira né minna.  Svo ætlaði hann að bjarga okkur úr Hruni.  Dreifði milljörðum. Hann varaði okkur við, en gerði ekkert.  Neitaði að ræða við aðra.  Svo gerðist hann þý fjármála og útgerðar. Hann vissi allt betur og veit enn.  
 

      Við Íslendingar, ha, búin að gleyma.  Hvað er að ske? 


laugardagur, 21. maí 2016

Aldur og fé: Hugsanir um elli og græðgi

Það er gaman að eldast, sumir halda að það sé svo ömurlegt.  Auðvitað fylgja aldri veikindi, breytingar á lífsháttum. Um leið þýðir það að það er svo margt sem maður getur gert, maður ræður svo tímanum.


Mér varð hugsað um þetta á fyrirlestri upp í Háskóla í gær.  Það er stór hópur af fólki sem vill fylgjast með í menningu; bókmenntum, tónlist, listum.  Ansi stór meirihluti yfir sextugt.  Þarna er fólk af öllum gerðum og stéttum. Fyrrverandi forseti, kennarar, læknar, háskólanemar, áhugamenn um hin ýmsu svið.  Landnámið í fyrravetur virtist höfða til ótrúlega breiðs hóp
s.  Nokkur þúsund manns eru áskrifendur að tónlistarstarfsemi, leikhúsum,endurmenntunarnámskeið Háskólans eru einstaklega vinsæl. Aðrir skoða heiminn og elta golfkúlur!  


Margt af þessu kostar ekki neitt, annað eyðir hópurin af eftirlaunum sínum,  Því miður eru margir sem verða að velja og hafna, hafa  ansi rýr eftirlaun.  Því þarf að breyta, við getum haft svo langtum betra kerfi.  Heilbrigðiskerfið kostar til dæmis mikið þegar alvarlegir sjúkdómar herja að.  Auðvitað á allt það kerfi að vera að kostnaðarlausu. 

Það þarf meiri jöfnuð í samfélagskerfið okkar, það þarf meiri gleði að byggja það upp, ekki alltaf neikvæðar víbrur.  Fjármagn á ekki að vera okkur til bölvunar,. Sorglegt er að sjá systkini slást um arf og aflandsfé.  Ætli væri ekki meiri hamingja að jafna þessu og borga sína skatta? Sjálfið er ofmetið. Þegar við látum innra eðlið brjótast fram og sýnum  allt hið versta í okkur. 


Fé sýnir því miður úlfseðli mannsins. .  
Þá fara græðgin og gírdugheitin í gang. Við erum líka dýr með of stóran heila. Gleymum öllu því göfugasta sem einkennir manninn, fjölskylduböndum, tryggð, vináttu, velvild.

Gullið

ískaldur glampi gullsins
glitfiðrildið  sem dregur okkur að

blindar










fimmtudagur, 19. maí 2016

Lars Lönnroth , Njála og menningarsaga okkar.


Hvað er menning, hvað gerir okkur að sérstökum verum og hópi?   Hvað hefur gert okkur kleift að lifa á þessari eyju í meira en þúsund ár? Svarið er menning, svarið er eitthvað sem sameinar okkur og hefur gert það mögulegt að tóra;  við eldgos, náttúruhamfarir, við ísöld og kulda.  

Mikið var gaman í Odda, Odda í Háskóla Íslands til að rugla engan í ríminu,  síðdegis, þar hélt einn af nágrönnum okkar snilldarfyrirlestur,  Lars Lönnroth, hann talaði um Njálu, um skrif Einars Ólafs Sveinssonar og þriggja erlendra fræðimanna, frá Þýzkalandi, Bandaríkjum og Bretlandi þar r sem þeir reyna að bregða nýju ljósi á hugmyndir okkar um þetta ótrúlega magnaða bókmenntaverk, eitt af höfuðverkum evrópskrar menningarsögu.


Þar ræddi Lars um þessa sögu sem er bæði einföld og flókin.  Um Njáls fjölskylduna á Bergþórshvoli, Gunnar og Hallgerði á Hlíðarenda, Flosa og Höskuld og Kára og Hallgerði.  Um hefndir, trúarbrögð, ástir og grimm örlög. Allt sem hann sagði byggðist á þekkingu og áratuga rannsóknum. Þar verður menningasaga Evrópu stöðugt meir i fyrirrúmi, Kristin trú og furðuheimur Miðalda.   

Lars hefur skrifað um Íslendingasögur, um Edduljóðin, hann hefur kynnt þessa menningu okkar í heimalandi sínu Svíþjóð, í Bandaríkjum, Bretlandi og Danmörku.  Hann hefur líka skrifað mjög skemmtilega ævisögu, Dörrar till främmande rum. Minnesfragment sem er til í Norræna safninu.  Hann er einnig sérfræðingur í sænskum vísnasöng, Bellmann og Taube.Seinasta grein hans fjallar um  merkilegan kafla í ævi okkar merkasta menningarpostula Sigurðar Nordal.  Sem segir frá kafla í ævi hans sem hefur ekki farið hátt. Hjónabands hans með sænskri konu í byrjun seinustu aldar. 

Í Odda var stofa 101 troðfull, áhuginn fyrir þessum fræðum verður stöðugt meiri.  Miðaldastofnun hefur seinustu 2 árin haft fyrirlestraseríur um Landnámið og Sturlungaöldina. Þar mæta bæði fræðimenn og áhugafólk um þennan fjarlæga tíma. Það er ekki hægt að segja að fræðimenn tali fyrir tómum húsakynnum Háskólans.  Því er sorglegt að forráðamenn þjóðarinnar sýni þessu starfi ótrúlega lítin áhuga.  Handritin okkar eru komin að því að drabbast niður. Engin húsakynni eru til að sýna þessi verk okkar. Vísindamenn okkar tala fyrir lokuðum eyrum ráðherra.  Þetta er ekki ofarlega á lista hjá þeim. Það er dapurlegt og óskiljanlegt. 

Það sem gerir okkur einstök og engum lík er menningin okkar. Þar tókst okkur að varðveita heim og listir miðalda sem engum hefur tekist betur.   Á okkur hvílir ábyrgð og metnaður að sýna heiminum þessi einstöku listaverk. Til þess þurfum við að hlúa að umhverfi þessara hluta.  Það skiptir meira máli en að fela milljarða á Aflandseyjum.  






þriðjudagur, 17. maí 2016

Gunnar Bragi: Hvað er sanngjarnt?

Nýr Sjávarútvegsráðherra sömu klisjurnar.  Gunnar Bragi svaraði spurningum Oddnýjar Harða á Alþingi, enn sami hljómur og rangtúlkun, málið er að núverandi ríkisstjórn er í vasanum á útgerðarauðvaldinu og þarf að lifa samkvæmt því.  :

Veiðigjöld ekki sann­gjörn Gunn­ar Bragi sagðist sjálf­ur hafa litið svo á að veiðigjaldið væri auka­skatt­ur á ákveðna lands­hluta því það legðist þyngst á fyr­ir­tæki á lands­byggðinni. Þá teldi hann aðferðina sem notuð væri til að reikna út veiðigjaldið of flókna.
„Ég velti fyr­ir mér af hverju tök­um við út eina at­vinnu­grein sem er að nota auðlind­ir lands­ins? Hvers
vegna reikn­um við ekki út ein­hvers kon­ar af­nota­gjald á aðrar at­vinnu­grein­ar líka sem eru að nýta auðlind­ir lands­ins hvort sem það er nú raf­orka eða þess vegna loft­bylgj­ur, vatn, ferðaþjón­ustu þess vegna?“ sagði ráðherr­ann sem var ekki sam­mála því að of lítið rynni í rík­is­sjóð af auðlinda­gjaldi.
Sagðist hann telja skyn­sam­legt að setja all­ar at­vinnu­grein­ar und­ir sama hatt og best væri að nota skatt­kerfið til þess að ná í gjöld af auðlind­un­um. Hann hefði ekki náð að setja sig inn í hug­mynd­ir Fær­ey­inga en hann hefði þó heyrt að þær væru um­deild­ar inn­an­lands.
„Mér finnst í sjálfu sér eng­in sann­girni í því að vera að taka sér­stakt gjald af einni at­vinnu­grein,“ sagði Gunn­ar Bragi.
Nei þetta er ekki nýr sannleikur.  Indriði H. Þorláksson skrifaði greinar um Veiðigjöld fyrir 3 árum.  Þar sem hann svarar öllum röksemdum Gunnars Braga í dag.

Lögin um veiðigjöld eru tilkall þjóðarinnar til arðs af fiskveiðiauðlindinni. Arðs sem hún hefur skapað sér með skilvirkri stjórn á fiskveiðum á stóru hafsvæði sem hún tryggði sér rétt yfir. Þessi arður er réttmæt eign þjóðarinnar. Hann getur og má aldrei verða einkaeign fárra. Veiðigjöldin er ekki skattheimta. Þau eru gjald fyrir afnot af eign þjóðarinnar, fiskveiðiréttinum, innheimt til að tryggja þjóðinni arð af eigin auðlind. Í gildandi lögum (upphafleg lög nr. 74/2012) eru veiðigjöldin tengd arðinum af auðlindinni með hlutlægum og gagnsæum hætti, þau vaxa með auknum arði og lækka dragist hann saman. 
 og Indriði bætir við (og svarar Gunnari áfram). 


Það hefur stundum heyrst að ekki sé sanngjarnt að útgerð sé látinn borga skatt sem önnur atvinnustarfsemi sé laus við. Rökin fyrir því eru að útgerðin hefur þá sérstöðu að hafa fengið einkaleyfi til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Veiðigjaldið er ekki venjulegur skattur heldur er með þeim verið að skila auðlindarentunni til réttmæts eigenda hennar. Önnur almenn atvinnustarfsemi er ekki í þessari stöðu. Hins vegar ættu sömu sjónarmið að vera upp gagnvart þeim sem nýta aðrar sameiginlegar auðlindir svo sem orku og er þar enn verk að vinna.

Það eru ótal leiðir fyrir útgerðina að komast hjá því að greiða rentu eftir öðrum leiðum, svo Veiðigjöldin tryggja það langbest að við fáum okkar hlut, eigendur auðlindarinnar Þjóðin. Er það sanngjarnt að eigandinn fái 5 milljarða af auðlindinni meðan útgerðirnar fái 45 milljarða?   Sem við höfum engin áhrif á hvernig er ráðstafað?  Helmingur auðlindarentunnar væri nýr Landspítali á 3-4 árum.










Gunnar Bragi: Hvað er sanngjarnt?

   Nýr Sjávarútvegsráðherra sömu klisjurnar.  Gunnar Bragi svaraði spurningum Oddnýjar Harða á Alþingi, enn sami hljómur og rangtúlkun, málið er að núverandi ríkisstjórn er í vasanum á útgerðarauðvaldinu og þarf að lifa samkvæmt því.  :
Veiðigjöld ekki sann­gjörn Gunn­ar Bragi sagðist sjálf­ur hafa litið svo á að veiðigjaldið væri auka­skatt­ur á ákveðna lands­hluta því það legðist þyngst á fyr­ir­tæki á lands­byggðinni. Þá teldi hann aðferðina sem notuð væri til að reikna út veiðigjaldið of flókna.
„Ég velti fyr­ir mér af hverju tök­um við út eina at­vinnu­grein sem er að nota auðlind­ir lands­ins? Hvers
vegna reikn­um við ekki út ein­hvers kon­ar af­nota­gjald á aðrar at­vinnu­grein­ar líka sem eru að nýta auðlind­ir lands­ins hvort sem það er nú raf­orka eða þess vegna loft­bylgj­ur, vatn, ferðaþjón­ustu þess vegna?“ sagði ráðherr­ann sem var ekki sam­mála því að of lítið rynni í rík­is­sjóð af auðlinda­gjaldi.
Sagðist hann telja skyn­sam­legt að setja all­ar at­vinnu­grein­ar und­ir sama hatt og best væri að nota skatt­kerfið til þess að ná í gjöld af auðlind­un­um. Hann hefði ekki náð að setja sig inn í hug­mynd­ir Fær­ey­inga en hann hefði þó heyrt að þær væru um­deild­ar inn­an­lands.
„Mér finnst í sjálfu sér eng­in sann­girni í því að vera að taka sér­stakt gjald af einni at­vinnu­grein,“ sagði Gunn­ar Bragi.
Nei þetta er ekki nýr sannleikur.  Indriði H. Þorláksson skrifaði greinar um Veiðigjöld fyrir 3 árum.  Þar sem hann svarar öllum röksemdum Gunnars Braga í dag.

Lögin um veiðigjöld eru tilkall þjóðarinnar til arðs af fiskveiðiauðlindinni. Arðs sem hún hefur skapað sér með skilvirkri stjórn á fiskveiðum á stóru hafsvæði sem hún tryggði sér rétt yfir. Þessi arður er réttmæt eign þjóðarinnar. Hann getur og má aldrei verða einkaeign fárra. Veiðigjöldin er ekki skattheimta. Þau eru gjald fyrir afnot af eign þjóðarinnar, fiskveiðiréttinum, innheimt til að tryggja þjóðinni arð af eigin auðlind. Í gildandi lögum (upphafleg lög nr. 74/2012) eru veiðigjöldin tengd arðinum af auðlindinni með hlutlægum og gagnsæum hætti, þau vaxa með auknum arði og lækka dragist hann saman. 
 og Indriði bætir við (og svarar Gunnari áfram). 


Það hefur stundum heyrst að ekki sé sanngjarnt að útgerð sé látinn borga skatt sem önnur atvinnustarfsemi sé laus við. Rökin fyrir því eru að útgerðin hefur þá sérstöðu að hafa fengið einkaleyfi til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Veiðigjaldið er ekki venjulegur skattur heldur er með þeim verið að skila auðlindarentunni til réttmæts eigenda hennar. Önnur almenn atvinnustarfsemi er ekki í þessari stöðu. Hins vegar ættu sömu sjónarmið að vera upp gagnvart þeim sem nýta aðrar sameiginlegar auðlindir svo sem orku og er þar enn verk að vinna.

Það eru ótal leiðir fyrir útgerðina að komast hjá því að greiða rentu eftir öðrum leiðum, svo Veiðigjöldin tryggja það langbest að við fáum okkar hlut, eigendur auðlindarinnar Þjóðin. Er það sanngjarnt að eigandinn fái 5 milljarða af auðlindinni meðan útgerðirnar fái 45 milljarða?   Sem við höfum engin áhrif á hvernig er ráðstafað?  Helmingur auðlindarentunnar væri nýr Landspítali á 3-4 árum.