Nú er tími að hugleiða hvernig við erum í stakk búin að bregðast við ef hryðjuverk yrði framið hér á landi. Of oft er það í opinberri umræðu að það sé eitthvað sem geti ekki gerst. Svo einfalt er málið ekki, svo einfaldur er heimurinn ekki. Við erum ekki ein í heiminum, Palli var ekki
einu sinni einn. Við getum ekki hindrað samskipti við aðra heimshluta og viljum það ekki, í öllum einstaklingum getur búið dýpi þar sem ýmislegt getur falist. Hvort sem það eru innfæddir Íslendingar eða Nýbúar.
Í dag er grein í Dagens Nyheter þar sem spurt er hvernig Svíþjóð sé undirbúið. Þar er rætt um hvernig þeir hafa misst sérfræðinga og hjúkrunarfólk úr landi. Allt kerfið byggist upp á hámarksnýtingu sjúkrarúma og skurðstofa, eins og hjá okkur. Hvað gerist ef fjöldi fólks þarf að fá flókna meðferð um leið?
Við eigum eitt sterkt tromp upp í erminni það er okkar góða kerfi gegn jarðskálftum og eldgosum sem stjórnað er af Almannavarna og öryggismálaráði og er byggt upp með fjölda sjálfboðaliða og hjálparsamtökum með Rauða Krossinn og Björgunarsveitirnar fremstar í flokki. Þar er vant fólk og kraftmikið, en það fólk er ekki læknar og hjúkrunarfólk með sérþjálfun á ákveðnum sviðum. Við höfum lögreglu sem á að vinna starf sitt þegar ógnvænlegir atburðir gerast. Við höfum ekki og viljum ekki hafa her.
Svo lesendur góðir, þetta eru mál sem þarf að ræða af alvöru og hófstillingu. Ekki með tryllingi sem ónefndir fjölmiðlar stunda án visku og manngæsku.
einu sinni einn. Við getum ekki hindrað samskipti við aðra heimshluta og viljum það ekki, í öllum einstaklingum getur búið dýpi þar sem ýmislegt getur falist. Hvort sem það eru innfæddir Íslendingar eða Nýbúar.
Í dag er grein í Dagens Nyheter þar sem spurt er hvernig Svíþjóð sé undirbúið. Þar er rætt um hvernig þeir hafa misst sérfræðinga og hjúkrunarfólk úr landi. Allt kerfið byggist upp á hámarksnýtingu sjúkrarúma og skurðstofa, eins og hjá okkur. Hvað gerist ef fjöldi fólks þarf að fá flókna meðferð um leið?
Við eigum eitt sterkt tromp upp í erminni það er okkar góða kerfi gegn jarðskálftum og eldgosum sem stjórnað er af Almannavarna og öryggismálaráði og er byggt upp með fjölda sjálfboðaliða og hjálparsamtökum með Rauða Krossinn og Björgunarsveitirnar fremstar í flokki. Þar er vant fólk og kraftmikið, en það fólk er ekki læknar og hjúkrunarfólk með sérþjálfun á ákveðnum sviðum. Við höfum lögreglu sem á að vinna starf sitt þegar ógnvænlegir atburðir gerast. Við höfum ekki og viljum ekki hafa her.
Svo lesendur góðir, þetta eru mál sem þarf að ræða af alvöru og hófstillingu. Ekki með tryllingi sem ónefndir fjölmiðlar stunda án visku og manngæsku.