sunnudagur, 7. ágúst 2016

Vinstriflokkar: CH Hermansson látinn 98 ára gamall




Einn merkasti fulltrúi vinstristefnu og sósíalisma á Norðurlöndum lést í lok júlímánaðar.  Það var CH Hermansson sem var formaður Kommúnistaflokks Sviþjóðar. Sveriges kommunistiska parti og síðan Vänsterpartiet Kommunisterna, VPK, sem í dag heitir Vänsterpartiet, Vinstriflokkurinn, og á ekkert skylt við Vinstriflokkinn í Danmörku.

CH eins og hann var alltaf kallaður fæddist 1917 og ólst upp í skugga Kreppu, Nazisma og heimsstyrjaldar.  Hann var leiðtogi kommúnista 1964 til 1975.  Á hans tíma urðu miklar breytingar í veröldinni.  Hann var viðstaddur útför Stalins, mótmælti innrásinni í Tékkóslóvakíu, og tók þátt í þeirri breytingu vinstri sósíalista yfir í umhverfis og jafnréttisflokk. En um leið átti hann erfitt að slíta böndin við Sovét algjörlega.  Samskipti við löndin austan Járntjaldsins voru oft ansi flókin. Austur-Þjóðverjar höfðu til dæmis langtum meiri samskipti við sósíaldemókrata en kommúnista. Þar sem hann sá fyrir breytingar í atvinnulífinu sem gerðu ríkisstarfsmenn að almennu launafólki.  Hann var stöðugt vakandi og lifandi og skrifaði um nýja strauma og stefnur langt fram á þessa öld.


Þegar ég bjó í Svíþjóð og fylgdist grannt með sænskri pólitík var alltaf gaman að sjá CH í fjölmiðlum snjall í sjónvarpsþáttum og sjarmerandi, þótt hann skákaði ekki Olaf Palme.  En það sem hans verður helst minnst eru skrif hans og rannsóknir um sænska auðvaldið hann var menntaður sem hagfræðingur og stjórnmálafræðingur  hjá Gunnar Myrdal og Herbert Tingsten .  Hann tók sér til og rannsakaði hverjir það væru sem ættu Svíþjóð.  Hvaða auðmenn voru í raun þeir sem stjórnuðu þessu landi.  Það voru 15 fjölskyldur sem hann nefndi.  Kaldhæðni var að hann var giftur inn í ríka fjölskyldu svo hann var auðugasti stjórnmálamaður í Svíþjóð vegna samsköttunar! En hann laug ekki til um eignir sínar!  

Hér er viðtal við hann frá 2009,  það lýsir honum vel! 

fimmtudagur, 4. ágúst 2016

Göngur: Grónar götur, liðnar stundir


Þessar myndir  voru  teknar  í  Breiðdal og í Papey fyrir nokkrum árum.  Þegar við vorum ung og gátum sprangað um fjöll og mela.  Svo er ekki um alla í þessum hópi nú, því miður.  En við nutum þess að hittast í nokkur skipti og njóta hinnar einstöku náttúru okkar lands. Það sakaði ekki að hafa fjölfróða einstaklinga í hópnum  sem gátu frætt hina.  Á Seyðisfirði, Héraði,  í Breiðdal, Berufirði og Papey.  Á Víkingavatni og í nágrenni Jökulsár á Fjöllum. Loks á Suðurlandi.  Allar skildu þessar ferðir mikið eftir í huga manns.  Þar sem allir dagar enduðu með umræðum, spjalli og stundum karpi, oftast endaði svo allt með söng og gítarspili.  Ég sakna þessara ferða.  Ég sakna þess að hitta ekki þessa góðu félaga.  













Myndir: Blogghöfundur 

þriðjudagur, 2. ágúst 2016

Snillingar: Ung og hrifnæm

Það er hversdagslegt að hitta uppáhaldsrithöfundana sína á götu í Reykjavík.  Þeir eru svo nálægt manni, maður sér þá á kaffihúsi, leikhúsi, tónleikum.  Svo eru þeir vinir manns á Fésinu.   

Í gamla daga þegar ég var ungur, var ég svo hrifnæmur.  Við áttum það sameiginlegt ég og kona mín Bergþóra. Bækur, leikrit, höfundar, við féllum í stafi.  Augun snerust í hringi. Lífið breyttist, ekkert varð eins. 

Við bjuggum í Uppsölum í Svíþjóð í 3 ár.  Uppsalir er gömul og gróin háskóla og menningarborg.  Samt vorum við ekki alltaf í útstáelsi.  Íslendingar héldu vel saman og gerðum ýmislegt.  Mikill tími fór í kunningjaheimsóknir og móttökur.  Svo voru börn og uppeldi.  Við hefðum eflaust getað fundið ýmislegt að hlusta á og sjá.  En það var bara ekki tími til þess eða peningar. 

En bækur lásum við, kynntumst öndvegissænskum rithöfundum.  Suma lesum við enn, flestir eru dánir.  Einn af þeim er Sven Delblanc (1931-1992).  Hann var lesinn upp til agna svo var Hedebyborna gífurlega vinsæl framhaldsmynd sem hann hafði skrifað sjálfur eftir bókaflokki sínum: Åminne (1970), Stenfågeln (1973)Vinteride (1974) och Stadsporten (1976).  Svo hann var heimilisvinur eins og maður segir, úr fjarlægð. 

Einu sinni sáum við hann á götu, um hásumar, hann hafði sest niður til að hvíla sig í hitanum, var með hökutopp og gleraugu( það minnir mig minnsta kosti!) . Við hvísluðum : Þetta er Sven !!! Þetta var hann.  Þegar ég skoða það núna eftir á var hann tæplega fimmtugur. Við vorum milli þrjátíu og fjörutíu.  Við þorðum samt ekki að tala við hann!  Þarna sat þessi snillingur og hvíldi sig og við horfðum á dolfallin. 

Ég sé á wikipedia að ég á eftir að lesa nokkrar af bókum hans, ég las fyrir fáum árum Livets ax, bernskuminningar hans sem kom út ári fyrir dauða hans. Seinustu bók hans Agnar þarf ég að lesa.  En þeir sem vilja lesa Delblanc geta fengið eitthvað af bókum hans í Norræna húsinu og Þjóðarbókhlöðunni. Rafbækur eru til á Bokus.com.  Hedebysögurnar og Bókaflokkurinn um Vesturferð fjölskyldu hans og ferð til baka til Svíþjóðar eru frábærar. Samúels bók var þýdd á íslensku, hinar 3 komu aldrei út furðulegt nokk.   Svo eru tvær bækur í sérstöku uppáhaldi hjá mér:  Åsnabrygga og Grottmannen.   Ég veit ekki af hverju. 

En lesendur góðir, við sáum Sven Delblanc á götu í sólarhitasvækju. Við lifum enn á því!!

sunnudagur, 31. júlí 2016

Gísli Björgvinsson: 3 stökur

Tengdafaðir minn sálugi, Gísli Björgvinsson sem bjó alla ævi sína í Breiðdal, var góður hagyrðingur, sérstaklega þótti honum gaman að fjalla um stjórnmál. Vísur sínar skrifaði hann oftast á pappírinn sem vafinn var utan um Þjóðviljann, með heimilisfangi  hans á:


Gísli Björgvinsson
Þrastarhlíð Breiðdal S-Múl.

760 Breiðdalsvík

Um daginn fann ég í dóti hjá mér þrjár stökur sem lýsa vel áhugamálum hans og vísnagerð:

„Heyrið lýðir heims um ból."
hljóðbært Alfreð gerði.
Hér fást magreynd manndrápstól
 á mjög svo góðu verði.

Þarna er auðsjáanlega verið að vitna í þegar Alfreð Þorsteinsson, Frammarinn og Framsóknarmaðurinn góði,  var forstjóri Sölunefndar Varnarliðseigna. 

Kalda stríðið og Atómvopn voru honum áhyggjuefni, en kaldhæðni hans var oftast til staðar. 

Atómvopna afli fyrst
allir sem að friði stefna.
Undarlegt það er með Krist
að aldrei skyldi hann þetta nefna.

Við hætta viljum bæði lýð og landi
lofsvert hve vor fórnarlund er rík.
En ekki verður Wasington að grandi
sú vetnissprengja er eyðir Keflavík.

Já lesendur góðir, þetta var tómstundariðja hans, að skrifa á bréfmiðja, smástöku.  Eflaust hafa þær margar týnst en töluverður fjöldi er til.  Enn, daginn í dag, skilur maður umfjöllunarefni hans.  

föstudagur, 22. júlí 2016

Spilling: Di Caprio og Forseti Malasíu

Það er vel við hæfi að kvikmyndin The Wolfs of Wall Street skuli fjármögnuð á vafasaman hátt með peningaþvætti. Þar á í hlut forsætisráðherra Malasíu Najib Razak sem áður var fjármálaráðherra landsins, í gegnum sjóðinn 1MDB.   Sem fjármagnaði kvikmyndina, keypti ofurdýr málverk og lúsusvillur.  Nú eru bandarísk og singaporsk yfirvöld komin í málin. Engar smáupphæðir nokkrir milljarðar dollara. Þetta minnir á íslenska athafnamenn og ráðherra sem voru farnir að hugsa um útrás í þennan heimshluta, og ýmsa aðra.  Sonur Najib hefur víða komið við, var í Panamaskýrslunni.   Feður og synir ná saman í spillingunni. Mæður og dætur vonandi líka. Líka á Íslandi. Eða hvað?




miðvikudagur, 20. júlí 2016

Einræðisherrann samstarfsmaður okkar

Það fór sem marga varði að Erdogan var vel búinn að taka öll völd.  Örvænting hefur hlaupið í andstæðnga hans þegar fréttist hvað var að fara að gerast.  Svo þeir brugðust við en of seint og of skipulagslaust. Því fór sem fór. Það var Erdogan sem átti fyrsta leikinn, leikflétturnar voru hans.

... PM Erdogan Compares Israeli Politician Ayelet Shaked to Adolf Hitlergegnir lykilhlutverki í baráttunni við ISIS voru handteknir, og bandaríksir embættismenn og herforingjar eru í umræðum við menn Erdogans um áframhald samvinnunnar.  NATO hefur áður gleypt svona eiturbita, einræðisríkin Portúgal og Grikkland voru vel séð þar svo líklega verður það ekki vandamál. Og eftir helgina eru allir listar tilbúnir, allt reiðubúið, í eitt skipti fyrir öll skal sýnt hver hefur völdin og ætlar að hafa þau, Erdogan er ríkið, og hann skirrist ekki við að líkja sér við Hitler! Þetta er bandamaður okkar í NATO , sem hefur viljað komast í Evrópusambandið.  Um leið er hann að margra mati ómissandi vegna legu landsins.  Æðstu yfirmenn herflugvallarins sem
Hér sjáið þið að neðan myndrænan lista hreinsananna í Dagens Nyheter.  Nær 60.000 manns.  

En það er ekki búið, nú er búið að kalla menntamenn og námsmenn erlendis heim.  Þeir geta hafa óhreinkast af erlendum hugsunum og áhrifum.  Hvenær sáum við svona aðgerðir, jú í Egyptalandi er ástandið líka svona en það hefur ekki farið hátt í fréttaflutningi á Vesturlöndum, enda náið samband Bandaríkjamanna og egypska hersins og herforingja.   

Foto: Jonas Backlund (Di)

þriðjudagur, 19. júlí 2016

Pólitík: Heimur trúðanna

Við lifum í heimi trúðanna. Þeir koma í röðum inn á þjóðarsviðin. Og lýðurinn fagnar. Varla er Brexit sirkusinn á enda með Boris Johnson í fararbroddi, Erdogan búinn að gefa okkur langt nef, þegar stærsta
fjölleikahúsið er opnað. Og fáráðurinn Donald stígur inn á sviðið. Þegar hver brekkan á fætur annarri klifrar upp á bakið á þeirri fyrri og skríður fram úr í ruglinu

The vast majority of Americans don’t feel safe,” claimed former New York mayor Rudy Giuliani, who said there had been five major Islamist terrorist attacks on the US and its allies in the past seven months.
“You know who you are. And we’re coming to get you,” he warned terrorists, drawing the biggest cheers of the night. “If they have committed themselves to war against us then we must commit us to unconditional victory against them.”
Donald “nae pals” Trump pays actors to attend his party. | News ...The world outside our border is a scary place,” added former Navy seal Marcus Luttrell in an emotional address. “America is the light,” he added. (guardian)

We’re in grave danger

The lineup of speakers presented a United States in danger, threatened from abroad and from within, a once-proud nation on the very brink of chaos and dystopia. Six of the speakers were military veterans, including Marcus Luttrell, the celebrated former Navy SEAL, who bluntly warned that “the enemy is here.” A half-dozen more were relatives of Americans murdered by foreign terrorists or illegal immigrants — threats to the nation’s safety and cohesion that often mingle in the Trump worldview. Another was the former New York Mayor Rudolph W. Giuliani, who likened the country to a circa-1980s New York in need of a strong hand. “There is no next election,” Mr. Giuliani warned. “This is it!” (New York Times)
... claiming the adoration of Latinos as the Trump sham builds momentumHeimurinn fyrir utan er hættulegur staður.  Ameríka er ljósið.  Við höfum svo sem heyrt þetta í gegnum árin hér uppi á skerinu. Ljósið í vestrinu á að lýsa okkur. Spurningin er hvert?
Já, lesendur góðir, þetta er nú ekki alveg nýtt, þótt orðalepparnir verði æ stórbrotnari og heimskan æ meir áberandi. Busharnir og Blairarnir með góðri hjálp ofsatrúarklerka hleyptu þessu af stað, sem hefur með tímanum gert pólitíska heiminn  að heimkynnum Spillingargossa og Furðuhæna þar sem Sigmundar,Vigdísar, Arnþrúðar og Jónar ná eyrum fólks sem hræðist breytingar og nýja gerð þjóðflutninga og heldur að lausnin sé að loka sig inn í búri og fleygja lyklinum út fyrir. 


Atómvopna afli fyrst
allir sem að friði stefna. 
Undarlegt það er með Krist
 að aldrei skyldi hann þetta nefna. 
                        (GB)