laugardagur, 25. febrúar 2017

Sakamál aldarinnar: Nú eru aðrir tímar!

Sakamál aldarinnar, sá sem veit ekkert um Geirfinns Guðmundarmálið hefur ekki verið mikið á ferðinni í fjölmiðlum;  búið erlendis, ekki lesið eða hlustað á fjölmiðla, nýfluttur til landsins.    

En nú kom úrskurðurinn 36 árum eftir dómana og enn tekst sérfræðingum að klúðra.  Skilja einn útundan (kannski þann mest brotgjarna í hópnum, hlustið á Ragnar Aðalsteinsson í fréttum RUV í gærkvöldi ).  Lesið blogg Illuga Jökulssonar i Stundin.is .  Lesið bók Jóns Daníelssonar.

Öll eigum við minningar frá þessum ólgutíma í sakamálasögu landsins.  Loftið var lævi blandið.  Út úr fangelsum stauluðust brotnir menn, en hinn snaggaralegi Sævar gafst aldrei upp,  þrammaði með möppur um götur bæjarins.  Í vonlausri baráttu sinni við lögfræðingaskara lýðveldisins. En stendur uppi sem sigurvegari árið 2017!!! Guðjón Skarp reis upp aftur með drottin á herðunum varð prestur á Staðastað. Ekkert varð samt eins hjá þessu fólki. 

Margir bera sektarbagga innan lögreglukerfisins eiga eflaust erfitt að líta í spegil. Vinnubrögðin voru fyrir neðan allar hellur. Mannréttindi einskis metin.  Enn eiga framkvæmdarmenn valdbeitinga þessa tíma áttunda áratugarins marga verjendur

Öll vitum við að þetta var fólk í rugli, hafði enga engilsásjónu, en þetta voru manneskjur, krakkar sem áttu feril misgjörða, höfðu aldrei fengið að njóta sín. Það væri gott ef við gætum hreinsað þessa afmán af þjóðarsálinni.  Svo við getum einu sinni sagt eins og skáldið: Nú eru aðrir tímar. Eða hvað?




fimmtudagur, 23. febrúar 2017

Skattstjóri rekinn. Forsætisráðherra fær vantraust á sig.

Þetta gæti ekki gerst á Íslandi. Það verður ljósara með hverjum degi, viku, mánuði og ári hversu við höfum vonlaust eftirlitskerfi. 
Hvert málið á fætur öðru sýnir það og það nær alveg upp til forsætisráðherrans.  Hann mætir með hroka og yfirgang á æðstu stofnun landsins Alþingi og rífur kjaft við alþingismenn og
svarar spurningum þeirra út í hött.  Um hann gilda allt aðrar reglur en um aðra.  Eins og dæmin sanna. 

Eftirlitsstofnanir landsins kenna hver annarri um eftirlitsleysið það er enginn sem getur tekið afstöðu og sagt nú er nóg komið.  Sveitastjórnarmenn sem sitja báðum megin við borðið,
kjörnir fulltrúar og eigendur stærstu fyrirtækja sveitarfélaga glotta og gefa í skyn að þeir geri það sem þeim sýnist þeir vita að það er enginn sem segir stopp.  Á meðan blæðir náttúrunni.   

Kastljós á þakkir skyldar að reyna að benda á hryllinginn sem blasir við.  En þeir breyta ekki því að það eru aðrir sem eiga að segja nú er komið nóg. 

Hef verið að fylgjast með hvernig sterkur fjölmiðill í Svíþjóð með fjölda fólks í vinnu setur allt á annan endann einsog Sjónvarpsþátturinn Uppdaga Granskning gerir.  Seinast voru það skattayfirvöldin sem fengu að kenna á því.  Þeir fundu að stór hópur af auðugum Svíum voru búinir að  koma sér fyrir í Portúgal vegna lágra skatta.  Fjölmiðlamenn löbbuðu inn á Ríkisskattstofuna og báður um gögn um vissa aðila.  En æðstu embættismenn skattsins hringdu í vin sinn og létu hann vita að það væri verið að rannsaka hann.  Nú eru tveir æðstu embættismennirnir verið látnirtaka poka sinn og eru ekki velkomnir í vinnuna lengur.

Skatteverkets chef får 25.6.2011 019.JPGsparken


Svona gæti ekki gerst á Íslandi þar er vinarþelið allsráðandi ef þú þekkir valdamann ert í réttum flokki varst í réttum skóla eða bekk, er það enginn sem hróflar við þér. Hvernig gengur með vinnuna á erlendu gögnunum?  Af hverju er allt svo hægt og rólegt.   Hvað þarf að gerast svo þetta breytist? 

sunnudagur, 12. febrúar 2017

Amir : Blessuð sé mildi þeirra!!!

Enn opinberast mannvonska íslenskra yfirvalda. Hlustið
 á frásögn Andra Snæs af viðskilnaði yfirvaldanna við íranska flóttamanninn sem getur átt von á aftöku ef hann verður sendur heim (43 mínúta).
Skilinn eftir á flæði skeri í Erlendri stórborg. Blessaður sé hlýleiki þeirra.

Fólk fær  ekki að heimsækja ættingja sína á Íslandi, það gæti viljað búa hér., huxið ykkur búa hér!  Fær ekki að heimsækja systkini sín. Hver skipar þessu fólki fyrir verkum?Hver býr til þennan ómannúðlegar ramma?

Hvað er að ske? Amir sem er giftur maðurá Íslandi, dauður maður í Íran, hvers manns hugljúfi, ótal manna sem myndu mæla með honum, selja sálu sína fyrir hann, ef þeir væru spurðir. En kemur marinn og sár og blár. frá viðskiptum sínum við lögreglu, fær ekki að kveðja vini, hvað þá eiginmann?

Hvað er að ske, er ég að missa af einhverju? Er þetta ríkisstjórn Óttars Proppés og Bjartar Ólafsdóttur? Er þetta  Draumadjobbið, að vera fasisti??? Að vinna með Trump? Trump Íslands?
kallar hann mig kallar hann þig 

fimmtudagur, 9. febrúar 2017

VG stærstir. Af hverju?

Nú mælist VG stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi. Ríkisstjórnarflokkarnir tapa allir fylgi. Sumir eru hissa á því. Stjórnarsamstarfið gengur svo vel, segja sumir. Vinsældir í sögulegu lágmarki. Af hverju?  
Sá sem gefur tóninn í stjórninni er stóri flokkurinn. Og tónaleysi litlu flokkanna. Tónn xD er spillingarhljómurinn, formaðurinn sem iðrast einskis, bætir um betur með ótrúlegri framkomu síðastliðið haust. Felur gögn fyrir þjóðinni. Litlu flokkarnir styðja hann í ósvífninni. Engin iðrun. Hafa þar að auki enga heillega stefnu. Ráherrarnir virðast ekki ætla að gera mikið nema að sitja fastir og límdir við stólana. Uhu blívur!

Af hverju treysta flestir VG. Stefnan er afdráttarlaus engin stjórnaraðild án fjár í heilbrigðis og menntakerfi. Enginn samvinna með spillingargossum, þeir sem gera það verða taglhnýtingur og samspilltir. Bíðum eftir næstu kosningum í vor. Stjórn með Bjarna, Sigríði og Jón G. Verður ekki langlíf.

föstudagur, 3. febrúar 2017

Stórtíðindi: Röskva bakar Vöku

Merkileg tíðindi, Röskva tætir Vöku í sig í kosningum til Stúdentaráðs , speglar þetta hugmyndir unga fólksins í dag? Einhvern tíma  hefðu þetta þótt stórtíðindi. Hvaða stór breytingar hafa átt sér stað frá því í fyrra? Þegar Vaka vann stórsigur?


Þetta eru gleðitíðindi fyrir mig sem gamlan vinstri mann og Stúdentaráðsliða. Frá byrjun áttunda 
áratugarins. Þá náðu vinstri menn meirihluta og héldu honum lengi. En seinni árin hefur íhaldið 
ráðið oftast ríkjum. Etið  humar og drukkið kampavín. Svo þetta eru stærri tíðindi en 
fjölmiðlaumræðan gefur til kynna. 
Til hamingju Röskva!


Úrslit kosn­inga til Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands fóru á þann veg að Röskva bar sigur­orð af Vöku - fé­lagi lýðræðissinnaðra stúd­enta. Þetta varð ljóst eft­ir að úr­slit voru til­kynnt seint í gær­kvöldi. Í kosn­ing­un­um fékk Röskva 18 full­trúa kjörna en Vaka 9.
Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu frá kjör­stjórn Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands en um viðsnún­ing er að ræða frá því fyr­ir ári síðan þegar Vaka hlaut 17 kjörna full­trúa en Röskva 10. Röskva hef­ur ekki haft meiri­hluta í Stúd­entaráði síðan 2008-2009.

Kosn­ing­ar til Stúd­entaráðs stóðu yfir á þriðju­dag og miðviku­dag en í þeim voru full­trú­ar kosn­ir á þeim sviðum sem þeir stunda nám. Sviðin fimm eru fé­lags­vís­inda-, hug­vís­inda-, menntavís­inda-, heil­brigðis­vís­inda-, og verk­fræði og nátt­úru­vís­inda­svið. Á hverju sviði eru fimm stúd­entaráðsliðar en á fé­lags­vís­inda­sviði, sem jafn­framt er fjöl­menn­asta sviðið, eru þeir sjö. Sam­an mynda sviðsráðin Stúd­entaráð Há­skóla Íslands. Röskva hlaut meiri­hluta á öll­um sviðum fyr­ir utan menntavís­inda­svið. 

Alls voru 13.227 nem­end­ur Há­skóla Íslands á kjör­skrá en 5.346 greiddu at­kvæði í kosn­ing­un­um. Heild­ar­kjör­sókn í kosn­ing­un­um til Stúd­entaráðs var því 40,42% sem er svipuð kjör­sókn og und­an­far­in ár.

þriðjudagur, 31. janúar 2017

Sigríður Andersen:Stefna Alþingis? Efasemdir Íslands?

Við höfum verið að hrósa ýmsum yfirlýsingum ráðamanna pokar um útlendingamál Trumps hin meiri. Þar sem fram koma skoðanir manngæsku og visku. En ekki nægir það þegar blá herdeild er innan ríkisstjórnarinnar sem er haldin fordómum og útlendingafóbíu. Þar á ég við yfirlýsingu Sigríðar Andersen á ráðherrafundi á Möltu.  Ekki veit ég né hef heyrt hvort ríkisstjórnin hefur haft tíma til að ræða stefnu í málefnum útlendinga og flóttamanna. En ef þetta er stefnan að halda fast algjörlega við Dyflinnarreglugerðina í einu og öllu þá er tími til að Alþingi ræði þessi mál. Kannski á Stálhnefi Óla Björns Kárasonar líka að vera með í áherslum ríkisstjórnarinnar.

„Ráðherra greindi þar frá áherslum nýrrar ríkisstjórnar Íslands í hælismálum ásamt efasemdum Íslands gagnvart fyrirhuguðum breytingum á Dyflinnarreglugerðinni, þ.e. aukinni samábyrgð vegna afgreiðslu hælisumsókna og áframflutningi hælisleitenda frá þeim ríkjum Evrópu sem taka á móti flestum hælisumsóknum til ríkja sem ekki sæta sambærilegri ásókn hælisleitenda,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins




miðvikudagur, 25. janúar 2017

í góðum gír: Ekki kvarta ég

Samstarf, samvinna, samhygð. 
Já, eins og í fyrra ........   voðalegir aular eru þessir samstarfsflokkar xD.  Láta endalaust keyra yfir sig.  Á góðum jeppa.
Er eitthvað xD, xB plott í gangi?  Einn flokkur í viðbót í stjórnina í vor?
Ætli það verði stungið upp á framsóknarkonu á morgun sem nefndarformanni?  Þrátt fyrir samvinnu stjórnarandstöðu? Er það ótrúlegt? Bjarni flottur að ræða um Panamasamkomulagið á Alþingi, (Úbbs) ekkert rugl hjá honum!!!

Bjarni segir öllu snúið á haus


Ekkert að í okkar heimi, allt verður  betra.  Trump trompast í vestrinu,  nú má byrja aftur að pína, út um allan heim. Loka landinu í vestri. Byggja múra. Nú er tekið á málunum. Ætli komi ekki her aftur?  Ein CIA stöð? 



Trump Poised to Lift Ban on C.I.A. ‘Black Site’ Prisons


Allt blikar á landinu góða. Ný stjórn, nýir kallar í brúnni, sama ættin, að sjálfsögðu.  Barátta gegn skattaundanskoti, barátta gegn spillingu. Allir leggja sig fram, eða hvað?

La Vita est bella.