sunnudagur, 9. júní 2013

Moldvörpur fortíðar: Ég er kjaftstopp

Það er merkilegt að sjá moldvörpur fortíðarinnar skríða úr holum sínum.  Þegar íhaldsliðið hefur tekið völdin. Ótal dæmi höfum við um þessar mundir.  Það er minnst einn á hverjum degi sem kemur með yfirlýsingar sem gera mann alveg kjaftstopp.   Og þarf mikið til. 

Forsætisráðherrrann úthlutaði í gær forsetanum fullveldismálum þjóðarinnar.  Og atvinnumálaráðherrann ætlar að leggja niður umhverfisráðuneytið svona einn tveir og þrír.
  Við erum að skoða hvernig við getum samþætt þetta. Það er mjög mikilvægt að umhverfismálin séu ekki andstæða atvinnumálanna heldur sé hver ákvörðun um framkvæmd, þá séu menn fullkomlega meðvitaðir um umhverfisþáttinn,“ sagði Sigurður Ingi.

 Já, lesendur góðir:  Það á ekkert að trufla atvninnulífið í eyðingu nátúrunnar. 

 Eini ráðherrann sem eitthvað heyrist viturlegt frá er Eygló Harðardóttir sem virðist vera tillaga sem gott er að velta fyrir sér.   

Eygló skrifar um málið á heimasíðu sinni. Þar segir hún að peningana megi nota til að fjármagna fyrirhuguðu útgjöld og skattalækkanir ríkisstjórnarinnar. 

Þá geti skatturinn einnig virkað hvetjandi á slitastjórnir föllnu bankanna til að ljúka slitum og segja skilið við ofurlaun sín - eins og segir á heimasíðu ráðherra.  


Það hefur ansi mikið vantað upp á að lækkanir á tekjum ríkisins fylgi eitthvað til að koma í staðinn.  Svo Eygló fær prik en aðrir ekki. Ef skattalækkanirnar verði ekki eins og áður hjá Sjálfstæðismönnum eingöngu fyrir auðmenn. 

Já, auðmenn, einn af þeim skrifar dásamlega grein sem birtist samdægurs í Mogga og Fréttablaði.  Við þurfum svo sannarleg að vita þegar auðsafnarinn Helgi Magnússon hellir yfir okkur visku sinni. Þar er hvert gullkornið á fætur öðru sem gleður huga okkar ræflanna, smásvívirðingar yfir fyrrverandi forsæitsráðherra og verk hennar í 4 ár og svo koma vitsmunamolarnir flæðandi úr penna mannsins sem gapti af hrifningu yfir stjórn og fjármálastefnu Pútins forseta í Rússía: 

Þetta „góða bú“ sem Jóhanna talaði um var hálfgert þrotabú sem varð til af mannavöldum vegna rangrar efnahagsstefnu stjórnvalda. Steingrímur Sigfússon heldur því enn þá fram að í útlöndum fái efnahagsstefna hans og Jóhönnu háa einkunn, þó svo landsmenn hafi gefið þeim falleinkunn í síðustu kosningum. 

Sagan mun dæma verk síðustu ríkisstjórnar. Ljóst er að fyrrverandi ráðherrar kvíða þeim dómi og er það að vonum. Þeir og ýmsir fallnir og fyrrverandi þingmenn hafa hamast við að reyna að fegra myndina. En það mun engu breyta. Staðreyndir tala sínu máli.

Fyrir liggur að hagvöxtur í landinu er alltof lágur og minni en haldið hefur verið fram. Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki þegar litið er yfir 70 ára tímabil. Atvinnuleysi er enn þá þannig að Íslendingar eiga ekki að venjast slíku og sætta sig ekki við það þó svo aðrar þjóðir hafi mátt búa við mikið atvinnuleysi í gegnum tíðina. Það leysir ekki neinn vanda fyrir okkur. Skattpíningarstefna vinstri stjórnarinnar hefur dregið mátt úr fólki og fyrirtækjum. Af þeirri leið verður að snúa eins hratt og kostur er. Við höfum misst þúsundir Íslendinga úr landi vegna þess að fólk fékk ekki viðfangsefni við hæfi og skorti trú á framhaldið. Það verður að skapa þau skilyrði að fólkið snúi til baka. Fyrri stjórn stóð í illdeilum við heilar atvinnugreinar og hamlaði uppbyggingu í sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði. Þeirri þróun verður að snúa við þegar í stað.

Það þarf að endurreisa tiltrú á okkur sem þjóð erlendis. Það þarf að endurreisa trú fólks á framtíð þjóðarinnar enda eru tækifærin næg. Það þarf að endurreisa framkvæmdavilja fólks og fyrirtækja.

Þessi karl þarf ekki að sanna sínar staðreyndir um fjármál og stöðu okkar.  Það nægir að segja að þjóðin hafi sagt sitt.  Sem er alveg rétt, það er hægt að afvegaleiða heila þjóð með áróðri og fréttaflutningi fjölmiðla í eigu auðmanna.  Kannski á Helgi nokkur hlutabréf þar.  

Hvað segir Hagstofa Íslands um stöðuna í efnahagsmálum hjá okkur og í ríkjum sem við höfum mest samskipti við?  Eru ekki allir að fjárfesta, er ekki rjúkandi gróði hjá álfyrirtækjum og sjávarútvegsfyrirtækjum út um allan heim.  Hvað segja splunkunýjar tölur frá Hagstofu Íslands? 


östudagur 7. júní 2013


Nr. 112/2013

Landsframleiðsla á 1. ársfjórðungi 2013 jókst

 um 0,8% borið saman við 1. ársfjórðung 2012. 

Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld, sem 

endurspegla innlenda eftirspurn, saman um 4%.

 Einkaneysla jókst um 0,8% og samneysla um 

0,9% en fjárfesting dróst saman um 19,9%. 

Útflutningur jókst um 2,3% á sama tíma og innflutningur dróst saman um 6,3%.

Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst um 4,6% að raungildi milli 4. ársfjórðungs 2012 og 1. ársfjórðungs 2013. Þar af mældist 4% aukning í þjóðarútgjöldum, sem skýrist að mestu af mikilli aukningu birgða á 1. ársfjórðungi. 

Og samanburður við önnur lönd sýnir að í okkar heimshluta og viðskiptalöndum er enn kreppa og við stöndum okkur ansi vel í samanburði við þau:  

Hagvöxtur milli samliggjandi ársfjórðunga í helstu viðskiptalöndum Íslands var mestur á 1. ársfjórðungi í Japan 0,9%. Í Bandaríkjunum og Svíþjóð var hagvöxtur
0,6%, Bretlandi 0,3% og Danmörku 0,2%. Aftur á móti var samdráttur í Noregi og
Frakklandi 0,2%.

Svo að gorgeir þeirra sem halda að það verði einhver dans á rósum hjá hinni nýju stjórn sem í minnsta falli hroki ef ekki eitthvað verra, heimska.  Ef menn vilja kynna  sér meira þá er upplýsingabanki OECD tilvalinn til þess.  En eflaust er það allt lygi eins og Hagstofan líka. 

Og eflaust gleðjast auðmenn yfir því að hafa blekkt þjóðina og bíða spenntir eftir skattalækkunum og öðrum ívilnunum sem stjórnin hefur lofað.  

Sjáum hvað setur. 




http://visir.is/endurreisnarstjornin-er-komin-a-slysstad/article/2013706089987

laugardagur, 8. júní 2013

Wagner í Hörpu


Ég hef nú aldrei verið neinn Wagneraðdáandi.  Ég er ekki í klúbbnum sem dýrka hann, ekki í Wagnervinafélaginu, hleyp ekki til þegar einhvers staðar eru Wagner í bíó eða fjölmiðlum.  Það breytir því ekki hinsvegar að mér finnst ýmislegt eftir Wagner fallegt og tignarlegt og einstakt.
En líklega hef ég ekki þolinmæði til að sitja yfir 5 tíma verkum hans.  Og hugmyndir hans og hugsanir í textum sínum en hann samdi þá sjálfur, eru ekki fyrir mig.  Einhver blanda af rómantík, miðaldahyggju, trú og þjóðrembu.   Sem leiddu til náinna tengsla seinna við Nazismann sem ekki er þó hægt að kenna Wagner um.  

Svo á hann 200 ára fæðingarafmæli.  Þá er tilvalið að halda vel upp á það út um allan heim.  Þannig er gert með stórmenni. Vorblótið Stravinskys er 100 ára gamalt. Vitað er um 500 flutninga á því í ár.   Ég sá hluta af uppsetningu í Metropolitan óperunni af Parsefal fyrir nokkrum dögum í norska sjónvarpinu þar voru stórstirnin Jonas Kaufmann (sem við sáum í Hörpunni í fyrra) og Renee Pape, í magnaðri uppsetningu.  Fyrir nokkrum áratugum upplifði ég í Óperunni í Stokkhólmi, Meistarasöngvarana í Nürnberg, þetta var mikið ævintýri og hléin voru mörg og boðið upp á kaffi og kanelsnúða ókeypis í hléunum!!! Svo er Verdi líka 200 ára, kannski verða heilir tónleikar í haust....

Svo er komið að Sinfoníuhljómsveit Íslands.  Sem bauð upp á heilan konsert með Wagnerverkum, undir stjórn Petri Sakaari, Íslandsvinarins ágæta.  Og Bjarni Thor Kristinsson þandi rödd sína eins og honum einum er lagið.  Þetta voru magnaðir tónleikar fyrir mig.  Við fengum öndvegis forleiki Tannhäuser sem allir þekkja (pílagrímskórinn innifalinn, þessi sem Ríkisútvarpið bannaði forðum í flutningi Trúbrots á þeim dögum þegar ýmislegt var bannað og enginn fékkst um það annað dæmi var Pétur Gauts syrpa Duke Ellington)  Parsifal, forleikinn að 1. þætti, svo var Valkyrjureiðin sem eiginlega er búið að gera að klysju með notkuninni í Apocalypse now, Dagrenningu úr Ragnarök, svo loksins Tristan og Isold, forleikinn að 1. þætti og Ástardauða Ísoldar.  Allt var þetta flott flutt og salurinn sýndi hversu magnaður hann er, að heyra hornahljóma og blásara og alla sveitina í öllu sínu veldi er nokkuð sem er ógleymanlegt.  Og Bjarni söng kafla úr Hollendingnum fljúgandi, Parsifal og Tristan og Ísold.  Hann náði mesta fluginu í seinasta verkinu og sýndi sína dramtísku hæfni þar enda myndaði flutningurinn þar eina heild sem skilaði sér best. Fögnuður var gífurlegur í lokin enda einir best heppnuðu tónleikar vetrarins að mínu mati.   

Ég hef verið að hlusta á nýjan disk Jonas Kaufmann með Wagner tónlist: Kaufmann Wagner.  Ágætis diskur sem hefur fengist í Tólf tónum.  
Svo óska ég öllum tónlistarunnendum góðs og ánægjulegs sumars.   

fimmtudagur, 6. júní 2013

Stjórnmál: Lygin á að verða sannleikur.

Ný byrjar Alþingi Íslendinga, þar sem stóru ákvarðanirnar eru teknar fyrir okkur, fólkið, þjóðina.
Ekki er ég spámaður, og ekki get ég sagt um hvernig starfsemin gengur í ár.
Það er líka spurningin hvernig stjórnmálamenn vilja starfa.  Manni verður ómótt þegar fulltrúar þeirra koma í fjölmiðla og hafa þá tækni að skrökva endalaust skrökva þannig að það á á endanum að verða sannleikur.

Lygin á að verða sannleikur.


Við sáum gott dæmi í gær í Speglinum þegar Höskuldur Þórhallsson karpaði við Katrínu Júlíusdóttur.  Enn einu sinni heyrðum við frá talsmanni xB og xD að gengið hefði verið fram hjá vísindamönnum um Rammaáætlun.  Þótt allt annað hafi gerst. Það var nefnd sem greiddi atkvæði um hvaða liðir ættu að fara á hvern stað.  Meirihluti réði.  Auk þess vita allir að ekkert er til sem heitir hlutlæg vísindi á neinu sviði í eitt skipti fyrir öll.  Annað dæmi kom líka hjá honum að minnihluta seinustu fjögur hefði ekki verið boðið að taka þátt í formennsku nefnda.  Það er heldur ekki rétt.

Lygin á að verða sannleikur.

Þriðja dæmið sem talsmenn ríkisstjórna ræða um,  er um stöðu ríkissjóðs og þjóðarbúsins sem á að vera svo langtum verra en seinasta ríkisstjórn sagði.  Allt hefði verið svo miklu betra ef annað hefði verið gert en var gert.  Aldrei er minnst á samanburð við önnur lönd í nágrenni við okkur.  Sem sýnir að sá árangur sem náðist hér hægt og sígandi var ótrúlegur halli ríkissjóðs minnkaði hægt og sígandi þessi fjögur ár.  Ekki er heldur minnst á það að Ísland var eina ríkið í heimi þar sem allt bankakerfið datt kylliflatt.  Sem hlýtur að breyta öllu.

Nei, Lygin á að verða sannleikur.

Og nú hefst Alþingi á ný, hlustar á guðsorð og hlýðir á Guðföður sinn, Forsetann leggja línurnar.  Svo er spurningin hvað gerist.



þriðjudagur, 4. júní 2013

Strámenn allra landa sameinist!!!

Það er skemmtilegt þegar orð sem hafa ekki verið áberandi og mikið notuð verða allt í einu tískuorð í málinu.  Allt í einu er orð vikunnar STRÁMAÐUR .......  og ástæðan skot Sigmundar Davíðs, hins ástsæla forsætisráðherra okkar,  á andstæðinga sína sem hann heldur fram að séu að snúa út og skrumskæla stefna Framsóknar og ríkisstjórnarinnar: 

Ein slík brella er sú að reyna að endurskilgreina stefnu andstæðingsins og ráðast svo ekki á hina raunverulegu stefnu heldur eigin tilbúning. Þessi aðferð er svo þekkt og svo gömul að hún er á öllum listum yfir rökvillur og hefur sérstakt nafn, þetta er svo kölluð „strámanns-aðferð“. Þar sem búinn er til gerviandstæðingur og svo ráðist á hann, enda strámaðurinn auðveldari viðureignar en hinn raunverulegi andstæðingur.

Þegar ég fór að gúggla og skoða notkun þessa orðs þá kom ýmislegt skemmtilegt í ljós.  Þetta orð sem er komið úr ensku:  Straw man is a rhetorical technique (also classified as a logical fallacy) based on misrepresentation of an opponent's position. En orðið getur líka verið notað í öðru samhengi: 

Straw man may also refer to:

Þetta er nú ekki alveg splunkunýtt í íslenskri tungu því dæmi eru um notkun þessa orðs. Yfir leppa, íslenska menn sem voru skráðir eigendur fiskiskipa í kringum aldamótin 1900 fyrir erlend fyrirtæki.  Orðabók Háskólans gefur tvö dæmi: 

NrDæmiOrðmyndHeimild
1að klekkja dálítið á þeim, er veiða hjer ólöglega eða hjálpa útlendingum til slíks sem strámenn.strámennAlþt   1907, 943
Aldur: 20f
2er því ekki annar kostur fyrir útlenda síldveiðamenn en að taka sjer búsetu hjer í landi, eða þá fá sjer innlenda strámenn.strámennAlþt   1907, 948
Aldur: 20f

(http://www2.lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=459755&s=574557&l=str%E1ma%F0ur&m=str%E1me)

og 


Flest þessi norsku nótafjelög veiða
heimildarlaust í landhelgi hjer, eru ekki
búseít hjer, og hafa pví ekki innlendan
borgararjett. En pað er lýðum ljóst, og
óparfi að skýla pví, að flestir pessara Norðmanna
hafa „leppa" („strámenn"), og eru
suniir peirra eignalausir menn. Til dæmis
liggur bjer stórt eimskip, „St. Olaf", sem
kvað hafa 5 „nótabrúk". Eigandi (strámaður)
útgerðarinnar er íslendingur, sem talinn
ereignalans, svo fátækur, að hann verður
að hverfa heim til átthaga sinna til að
stunda par bamakennslu,
Stefnir 34. tbl. 1902


En eftir að farið var að nota það í rökfærslukarpi  þá eru til ansi skemmtileg dæmi og töluverð notkun:En orðið virðist samt hafa komist í almenna notkun á netinu seinasta áratuginn, sérstaklega í umræðu um trúmál, deilur vantrúaðra og trúaðra.  Tæplega 2200 notkanir eru skráð í Gúgglið.    

Er það Straw Man? Ef svo er, þá má setja það í sviga fyrir aftan. — Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 
 Hún er ekki endilega strámannsrök miðað við lýsinguna sem gefin er í greininni. Strámaður er þegar maður „hrekur“ eða andmælir veikari útgáfu af rökum andstæðingsins en hann heldur fram (eða gæti haldið fram). En það er ekki það sem er á seyði í dæminu sem er gefið; dæmið sem gefið er í greininni er meira í ætt við persónuárásarvillu. Aftur á móti getur vel verið að strámannsrök hafi einhvern tímann verið nefnd brunnmígsrök á íslensku. --Cessator 27. janúar 2010 kl. 22:20 

(http://is.wikipedia.org/wiki/Spjall:Rökvilla)

Hér skemmtilegt dæmi um trúarumræðu milli vantrúaðra og kristinna þar sem strámannsrök eru notuð og útskýrð:


Um rökvilluna strámann og óheiðarleikann sem felst í að nota hana

Hér kemur langur þráhyggjukenndur póstur fyrir þau ykkar sem hafið gaman af slíku.
Strámaður er rökvilla sem felst í að gera andstæðingi í rökræðum upp afstöðu sem hann hefur ekki, en svipar til afstöðu hans, og færa síðan rök gegn þeirri afstöðu í stað þess að færa rök gegn raunverulegri afstöðu andstæðingsins.
Dæmi gæti verið eitthvað á þessa leið:
Siggi segir Jónu að epli séu óholl og bendir á rannsókn á eplum sem bendir til þess.
Jóna segir þá að það sé fáránlegt að halda því fram að allir ávextir séu óhollir og kemur með mikið magn gagna sem benda til þess að appelsínur og bananar séu hollir ávextir.
Þetta gæti verið misskilningur hjá Jónu, svo Siggi segir henni að hann hafi nú bara verið að tala um epli, ekki alla aðra ávexti.
Jóna horfir þá á hann og endurtekur að hann fari með fleipur því ávextir séu hollir og það hafi hún sannað með gögnum sínum.
Siggi segir þá að þetta sé misskilningur, hann viti vel að bananar séu hollir, en epli séu það ekki, hann sé að tala um einn ávöxt innan hóps ávaxta, ekki alla ávexti.
Ef Jóna er sæmileg heil á geðsmunum á henni að vera ljóst að svarið hennar hefur ekkert með fullyrðingu Sigga að gera og haldi hún samt áfram að svara á sama veg má álykta að það sé af því að hún vilji af einhverjum ástæðum ekki svara Sigga heiðarlega, heldur kjósi þess í stað að halda áfram að snúa út úr; notast við strámann.

Svona aðferðafræði í samskiptum þykir mér mjög áhugavert að sjá menn nota, því hún þykir mér jafnan benda til þess að þeir sem þetta gera standi illa að vígi við að verja hugmyndir sínar, hvort sem það er af því að hugmyndir þeirra eru rangar og þeir vita það innst inni, eða þeir ekki nógu fróðir um málefnið til að verja það sómasamlega.

En orðið virðist samt hafa komist í almenna notkun á netinu seinasta áratuginn, sérstaklega í umræðu um trúmál.  Tæplega 2200 notkanir eru skráðar í Gúgglið.  Ansi góðar greinar til , ein hafði sérstaklega mikil áhrif grein Finns Vilhjálmssonar þar sem hann gagnrýnir Styrmi ritstjóra Morgunblaðsins fyrir strámannavinnubrögð:

Enda þótt ég sé ekki sérfræðingur um efnið tel ég óhjákvæmilegt í upphafi að gera með mínu nefi nokkra grein fyrir hugtakinu strámanni. Strámaður er fyrirbæri sem þekkt er úr rök- eða mælskulist (ég nota hér orðið list lauslega). Í stað þess að ræða málefnalega og í góðri trú um efni málsins beita menn þeirri brellu að búa til annað umræðuefni – strámann – og reyna að setja hann í staðinn. Hráefni strámannsins getur verið fjölbreytt og verður best skilgreint neikvætt: allt annað en raunverulegt efni og kjarni málsins. Ástæða þessa er vitaskuld sú að menn vita að þeir hafa slæman málstað að verja og vilja að eitthvað annað og viðráðanlegra komi þar í staðinn, helst af öllu þeim í hag.

http://finnurvilhjalmsson.blogspot.com/2008/01/styrmir-br-til-strmann.html

Kunnur bloggari vísar í þessa grein 3 árum seinna, Gísli Ásgeirsson : 

Strámenn Íslands

18.9.2011
Sumt þarf að rifja upp reglulega til að það gleymist ekki. Þetta á við um grundvallarhugtök eins og jafnrétti, frelsi, bræðralag, sósíalisma, femínisma og málefnalega umræðu. Þegar rökin þrýtur er gripið til útúrsnúninga og strámanna. Síðastnefnda fyrirbærið hefur verið mikið á ferðinni undanfarnar vikur hjá ákveðnum hópi rökþrota dæmaleysingja.


Og um helgina, var strámannahugtakið orðið vinsælt umræðuefnið hér í dægurpólítík.  Svona er lífið, lesendur góðir, orð koma og fara.  Endurlífgast og fá nýtt blómaskeið.  Eflaust verður eitthvað nýtt í næstu törn. Hver veit?


mánudagur, 3. júní 2013

Tengdó: Leikhúsgaldur, leikhúsdraumar

Mikið var gaman að sjá og upplifa Tengdó í Borgarleikhúsinu á laugardagskvöldið.  Þrátt fyrir að hafa verið kosin sýning ársins í Fyrra þá höfðu umsagnir um þetta verk farið fram hjá mér.  En í vetur hef ég nú samt haft á tilfinningunni að þetta væri sýning sem ég yrði að sjá. 

Svo við drifum okkur, og ekki urðum við fyrir vonbrigðum.  Maður kom inn í salinn og á miðjugólfi var Fólksvagn og ýmislegt fortíðardót, grammófónn, barnavagn kassar, drasl, eins og oft verður á vegi manns í lífi og í bílnum sátu tveir einstaklingar karl og kona.  Presley hljómaði mjúklega í eyrum. Annar bílfarþeginn ræddi síðan við okkur leikhúsgesti, spurði hvernig færi um okkur og sýningin hófst. Tveir leikarar taka sér stöðu  á miðju gólfi, sviði, klæða sig í gervi.  Sýningin hefst. 

Við upplifum sögu þessarar stúlku, hermannsbarns, sem fæðist dekkri en aðrir í Höfnunum. Sem á móður, stjúpföður, hálfbróður.  Alþýðufólk millistríðs og eftirstríðsáranna.  Skemmtileg lítil atriði, úr sveit og Reykjavík og Höfnum.  Svo er það stúlkan sem er öðruvísi vill kynnast einhverjum sem er líkur henni, vill kynnast föður sínum og uppruna.  Það er ekki átakalaust og tekur heila mannsævi.  Íslenskt og bandarískt skrifræði er ekki auðvelt að eiga við.  Og allt enda vel, eða hvað?   

Við sjáum tvo leikara allan tímann, báðir eru þeir stúlkan, báðir eru þeir móðirin, um leið hafa þeir svo mikla nærveru að við upplifum um leið allar persónur í kringum þá við sjáum þær sem ekki eru á sviðinu.  Svo er það merkilega að karl og kona leika stúlkuna og móðurina. Karlinn er svo sannarlega kona, ekki bara konan!   
Leikhúsgaldurinn verður algjör, við erum eins og í Golden Globe á 16. og 17. öld.  Þar sem karla voru konur. Umhverfið þessir fátæklegu leikmunir nægja til að skapa heiminn, við höfum fallhlíf fyrir ofan okkur þar sem skuggamyndir, ljósmyndir og kvikmyndir líða yfir til að fylla upp í.  Allt sameinaðist til að búa til leikhúsgaldur, það var ekki örgrannt að tár féllu af hvarmi hjá mörgum leikhúsgesti.  Konan við hliðina á mér þurrkaði æði oft sér um augun.  

Við nutum þessarar sýningar, fyrir sýninguna hittum við öldruð hjón úr Dölunum sem voru komin óvart á þessa sýningu.  Ég er viss um að þau hafa notið hennar, enda upplifað þessa tíma og þetta sögusvið.  Þar sem aðstandendur: Valur Freyr, Kristín Þóra, Ilmur Stefáns, Jón Páll, Davíð Þór og Aðalsteinn hafa skapað galdra úr fortíðinni og sýnt öllum lifandi og dauðum virðingu og umhyggju.  Mannúð og Hlýja skein úr öllum atriðum sýningarinnar.  Við áttum okkur hversu fortíð okkar og nútími eiga sér ótal sögur til að segja og túlka. 

Við eigum gott að eiga svona gott fagfólk, í leikhúsum, bókmenntum, tónlist og myndlistargreinum.  Að vera boðið upp á sýningu eins og þessa eða stærri sýningar eins og Engla Alheimsins og Makkbeð á sama tíma. Og ég á eftir að sjá Gullregn ennþá er möguleiki fyrir mig.  Og í vikunni var mér boðið að 3 verk ungra höfunda sem öll voru býsna góð, verk Sölku, Kristínar Eiríks og Tyrfings Tyrfings. 

Það var líka gaman að upplifa Tengdó eftir að hafa séð Ameríska drauminn sem martröð í verki Tyrfings það kvöld; Skúrinn á sléttunni.  Þar sem amerísk leikhúshefð og draumur speglar íslenskan sorgarleik.  Svo ég segi bara takk fyrir mig fyrir þennan vetur.  Þótt ég hafi misst af góðum sýningum líka.  Takk. 

laugardagur, 1. júní 2013

Aulahrollsráðherrar: Þetta er bara að byrja

Satt að segja komst ég bara í gott skap við að sjá viðtöl við stór ráðherrana okkar í gær.  Það var svo skemmtilegt að sjá þessa óreyndu loforðagemlinga standa frammi fyrir því að það þarf meira en bara að segja það að koma stórmálum í gegn í flóknu nútímakerfi stjórnmála.  

Sigmundur Davíð var búinn að finna það út að hann gæti ekki staðið við loforð sín um strax í dag, það væri svona hægt að byrja á sumarþingi en ekki klára neitt.  Og Bjarni Benediktsson útskýrði stöðuna í dag fjármálum þannig að hún var nokkurn veginn orðrétt eftir ummælum forvera sinna á ráðherrastóli,  Katrínar Júlíusdóttur og Steingríms Jóhanns.  Það kom meira að segja fram hjá honum að seinasta ríkisstjórn hefði haft gott samstarf við Seðlabanka.  Sem við vissum nú fyrir löngu sem fylgjumst með stjórnmálum og lifum ekki í tilbúnum draumaheimi Íhaldsins. Svo lýsti Bjarni því yfir að þyrfti að vita hvað kröfuhafar okkar ætluðu að gera !!!! Það væri ekkert hægt að gera fyrr!!!!  Já, veröldin hefur breyst á 4 vikum.  Þá þurfti bara að taka ákvarðanir og taka nokkur hundruð milljarða af hrægömmunum og þá væri þetta allt í lagi.  

Eina ráðherrann sem stóð sig eftir væntingum var Hanna Birna í morgun sem tók meirihlutann í Reykjavík á beinið fyrir óábyrg vinnubrögð í Flugvallarmálinu.  Auðvitað fer enginn flugvöllur úr Reykjavík fyrr en komið er svæði sem hægt er að sætta sig við sem nýjan flugvöll. Það er ekki ennþá.   Það verður að nást sátt um þetta mál, þetta er heilbrigðismál, lansbyggðamál og höfuðborgarmál.  Svo það þarf vitrænni umræðu.   

Svo kórónaði Árni Páll helgina með því að viðurkenna að xS hefði verið á villigötum í skuldamálunum.  Það er ansi seint að gera það núna.  Það er skrítið hversu sumir stjórnmálamenn voru lokaðir inni í gerviveröld.  Og urðu að borga fyrir það í kosningunum.  Vonandi að fólkið í landinu þurfi ekki að borga líka fyrir það. 

Já, lesendur góðir, það verður ekki allt sæla hjá hinni nýju ríkisstjórn, umhverfissinnar sýndu að það verður barátta framundan í stóru málunum þar.  Þetta er bara byrja.  
Mynd: EÓ

miðvikudagur, 29. maí 2013

Örlög Króatíu-Serbanna: Hver ber ábyrgð?

Ansi verður maður sorgmæddur stundum yfir heiminum, gjörðum mannanna.  Nú eru það örlög Serbanna í  Króatíu á Íslandi sem renna mér til rifja.  Sem við sendum til baka í einkaflugvél með heilu herliði lögreglumanna og sérfræðinga.  Þar sem kostnaður virðist ekki skipta neinu máli, allt í einu er til ofgnótt fjár hjá ríkisvaldinu.

Mér er sama hverjir standa að þessu, embættismenn eða stjórnmálamenn.  Hvernig sem upp er staðið er þetta mál þeim öllum til skammar.  Maður bjóst svo sem við ýmsu af embættismönnum Útlendingastofnunar, en að starfsmenn ráðuneytis og ráðherra skuli hafa tekið undir þetta á þessum tímapunkti er þeim til minnkunar.
Ég veit svo sem ekki af hverju þetta fólk var að koma hingað á þessum tímapunkti, það er svo margt sem maður veit ekki um önnur lönd og þjóðir og manneskjur.  En að senda fólkið heim tveimur mánuðum fyrir það að Króatíu verður fullur aðili að ESB og eiga með tímanum að njóta fullra réttinda í EES. Það hlýt ég að kalla hneyksli.

Einhvers staðar sá ég vitnað í að Ísland væri að gefa skilaboð um það að ekki væri tekið á móti þeim sem hefðu vafasamar forsendur ef þær eru til í Flóttamannaheiminum. Ég veit það ekki.   Ég hlustaði á ágætan þátt í Speglinum um samskipti Króata og Serba í kvöld.  Mér er það minnisstætt að ég dvaldist í Svíþjóð 1994 - 1995 þar voru fréttir dag eftir dag af þessum átökum þegar Króatar ráku Serba úr landi það voru endalausar myndir af bílaröð Serbneskra flóttamanna þar sem komið var fram við þá eins og skepnur.   Seinna bjó ég í Húnavatnssýslu þegar hópur flóttamanna var boðinn velkominn á Blönduósi, þetta var yndislegt fólk og bauð bæjarbúum einu sinni í veislu þar sem boðið var upp á Baltneskan veislumat. Þetta var sama fólkið og leitar nú til Íslands.   

Svo ég leyfi mér að gagnrýna meðferð íslenskra yfirvalda, það er öruggt að þetta fólk fær ekki góðar móttökur í Króatíu þar sem unnið er stöðugt að aðgreiningu þjóðanna.  Að senda fjölskyldur til baka sem hafa selt allar eigu sínar til að komast hingað sérstaklega er grimmdarlegt á þessum tímapunkti. Mannlegi þátturinn er lítils metinn.   

Utanríkisráðuneytið sendi út yfirýsingu í tilefni af þessu máli í dag

Samningaviðræður standa yfir um aðild Króatíu að EES-samningnum

29.5.2013
Að gefnu tilefni vill utanríkisráðuneytið upplýsa að samningaviðræður standa yfir um aðild Króatíu að EES-samningnum.
Króatía verður ekki sjálfkrafa aðili að EES-samningnum við aðild að ESB hinn 1. júlí nk., heldur þarf að semja um skilmála og skilyrði fyrir aðild að EES.
Af þessu leiðir að EES-samningurinn mun ekki gilda um króatíska ríkisborgara fyrr en viðræðum er lokið og samningur um aðild að EES hefur tekið gildi. Þetta þýðir einnig að réttindi Íslendinga skv. EES samningnum gilda ekki gagnvart Króatíu fyrr en að því loknu.
Þess skal og getið að gera má ráð fyrir að samningurinn muni, í líkingu við fyrri samninga af sama tagi, innihalda ákvæði um heimild íslenskra stjórnvalda til að fresta tímabundið gildistöku regluverks EES um frjálsa för fólks. Slíkt ákvæði er einnig að finna í samningi Króatíu um aðild að ESB.
Gera má ráð fyrir að þessu ferli ljúki fyrir lok þessa árs.

Þessi yfirlýsing breytir ekki skoðunum mínum af atburðunum í dag.  Það er svo sem ekkert sem segir okkur að hundruðir Króata muni vilja flytja til Íslands, frekar en að fjöldi Búlgara og Rúmena áttu að streyma yfir Norður og Vestur Evrópu við inngöngu þeirra í ESB.  En tilkynning þessu gefur til kynna á hverju við eigum von á úr Utanríkisráðuneytinu á næstunni þegar Þjóðrembufólk hefur tekið völdin.  Það verður ansi mikill munur á afgreiðslu mála þar og var hjá vinstri stjórninni.  
Ég vil samt harma að þetta skuli hafa verið ein af seinustu ákvörðunum ráðherra vinstristjórnarinnar í í Innanríkisráðuneytinu. Það er sorglegt ef satt er.