þriðjudagur, 29. júlí 2014

Hættir Stefán vegna Ráðherra ????

Lekamálið hefur hangið yfir Alþingi og þjóðinni alltof lengi. 

Það er kominn tími til að Ráðherra víki. 

Seinustu fréttir DV af málinu sýna það sem maður vissi alltaf. 

Ráðherra segi af sér!!!!!Spilling xD og xB kemur enn og aftur í ljós.  

Nú er komið nóg!!!!

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hættir störfum vegna undirliggjandi hótana og afskipta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra af störfum lögreglunnar í tengslum við Lekamálið. Samkvæmt heimildum DV hefur ráðherrann kallað Stefán á teppið. Hann boðaði lögreglustjórann í ráðuneytið og las honum pistilinn vegna rannsóknar lögreglunnar á ráðherranum, aðstoðarmönnum hans og öðru ráðuneytisfólki. Þar beitti ráðherrann þrýstingi til þess að hafa áhrif á rannsókn málsins. Einnig mun ráðherrann hafi hringt í Stefán til að lýsa óánægju sinni með framgöngu lögreglunnar sem hefur  úrskurðað að aðstoðarmenn Hönnu Birnu, Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhjálmsdóttir, séu báðir með stöðu grunaðs manns. 

Afskipti  ráðherrans eru af sama toga
og þegar hann hafði samband við DV
og lýsti reiði sinni vegna fréttaflutning
af lekanum og vildi stöðva umfjöllunina. Lögreglan hefur skilað málinu af
sér til ríkissaksóknara sem fer með
forræði þess og tekur ákvörðun um
hvort ákært verði í málinu.
Ræddi við ríkissaksóknara
Samstarfsmönnum Stefáns er mjög
brugðið vegna þessa máls. Hann mun
hafa rætt afskipti ráðherrans við nána
samstarfsmenn. Þá mun hann hafa
rætt það við ríkissaksóknara áður en
hann ákvað að leita fyrir sér um starf
annars staðar.
DV hafði samband við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. „Ég tel
ekki rétt að ríkissaksóknari ræði þetta
málefni við fjölmiðla,“ segir hún. Sigríður hafnar því hins vegar ekki að
Stefán hafi upplýst sig um þrýstinginn
sem ráðherra beitti.
Það vakti gríðarlega athygli
þegar Stefán sótti um starf forstjóra
Samgöngustofu og sviðsstjóra velferðarsviðs í Reykjavík. Þá hafði hann
komist að þeirri niðurstöðu að honum væri ekki sætt sem undirmaður
Hönnu Birnu þar sem reiði hennar
gæti bitnað á embættinu.
DV hefur fjallað ítarlega um þetta
mál allt frá því minnisblaði um einkamál hælisleitandans Tony Omos var
lekið úr ráðuneytinu til 365-miðla og
Morgunblaðsins. Minnisblaðið fór frá
ráðuneytinu í breyttri mynd þar sem
átt hafði verið við það. Upplýst er að
Gísl Freyr opnaði skjalið um það leyti
sem fyrri lekinn átti sér stað.
Óttaðist ráðherra
Lögreglustjóri mun, samkvæmt
heimildum DV, hafa
fengið sig fullsaddan af samskiptum sínum við ráðherra og
þeim þunga hug sem
hann taldi sig finna frá
Hönnu Birnu. Hann
mun hafa metið stöðuna svo að ráðherrann
gæti skaðað lögregluna
og þess vegna ákvað hann
að víkja.
Stefán þykir
vera einstaklega
samviskusamur
embættismaður. Hann tók við
embætti árið
2006 en áður
starfaði hann sem
skrifstofustjóri í
dómsmálaráðuneytinu, forvera innanríkisráðuneytisins,
sem Hanna Birna
stýrir  nú.
Stefán   hefur
störf sem sviðsstjóri
velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar í
byrjun september. Við starfi hans tekur Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum. Sigríður var ráðin án þess að
staðan væri auglýst. Hugsanlega mun
Lekamálið koma til hennar kasta ef
ríkissaksóknari krefst frekari rannsóknar á því.
Stefán Eiríksson vildi ekki tjá sig
um ástæðu starfslokanna. „Ég tjái mig
ekki um samskipti við ráðherra,“ segir
Stefán í samtali við DV.
Hanna Birna fékkst ekki til að útskýra sína hlið á málinu, en DV hefur
ítrekað óskað eftir viðtali við hana. Þá
náðist hvorki í Jóhannes Tómasson
upplýsingafulltrúa ráðuneytisins,
né aðstoðarmenn Hönnu Birnu við
vinnslu fréttarinnar. n
nHanna Birna kallaði Stefán á teppið vegna Lekamálsins nÓgnandi símtöl
Atburðarásin í Lekamálinu
18. nóvember Evelyn
Glory Joseph segir í samtali við DV
að vísa eigi Tony Omos úr landi þrátt
fyrir að þau eigi von á barni saman.
19. nóvember
Boðað er til mótmæla
fyrir utan innanríkisráðu­
neytið. Lögfræðingar
innanríkisráðuneytisins
útbúa minnisblað sem
sent er Hönnu Birnu, að­
stoðarmönnum hennar
og ráðuneytisstjóra.
Gísli Freyr Valdórsson,
aðstoðarmaður ráð­
herra, opnar skjalið og
vistar breytingar á því á
svipuðum tíma og hann
ræðir við blaðamann
Fréttablaðsins.
20. nóvember Fréttablaðið birtir forsíðufrétt
sem byggir á upplýsingum úr minnisblaðinu. Þá birta Vísir
og mbl.is fréttir sem byggja að hluta til á falsupplýsingum
sem innihalda ærumeiðandi aðdróttanir gagnvart Tony.
Upplýst hefur verið að Gísli Freyr átti samtal við blaða­
mann Morgunblaðsins stuttu áður en frétt miðilsins birtist.
22. nóvember Innan­
ríkisráðuneytið sendir frá sér
tilkynningu vegna málsins. Þar
er fullyrt að ekkert bendi til þess
að upplýsingunum hafi verið
lekið innan úr ráðuneytinu.
3. desember
Birgitta Jónsdóttir
minnist á trúnaðar­
brest innanríkisráðu­
neytisins í óundirbún­
um fyrirspurnatíma.
Hanna Birna segir að
ekkert bendi til þess
að gögnum hafi verið
lekið úr ráðuneytinu.
Þegar umræðunni
lýkur ávítar ráðherr­
ann Birgittu fyrir að
hafa spurt um málið.
10. desember Hanna Birna er kölluð fyrir stjórn­
skipunar­og eftirlitsnefnd Alþingis. Þar segir hún nefndar­
mönnum að skjalið sé ekki úr innanríkisráðuneytinu.
18. desember
Tony Omos er sendur
fyrirvaralaust úr
landi án vitneskju
lögmanns.
Starfsmaður
Rauða krossins
gagnrýnir
Hönnu Birnu fyrir
að bendla Rauða
krossinn við lekann.
16. desember
Katrín Jakobsdóttir spyr
Hönnu Birnu um lekamálið í
óundirbúnum fyrirspurnar­
tíma á Alþingi en áður hafði
Hanna Birna reynt að koma í
veg fyrir fyrirspurnina. Hanna
Birna bætir Rauða krossinum
við þær stofnanir sem hún segir
mögulega hafa umrætt skjal undir höndum.
21. nóvember
Lögmenn hælisleit­
endanna gagnrýna að
viðkvæmar persónu­
upplýsingar hefðu
ratað á síður fjölmiðla.
Gísli Freyr útilokar ekki
að óbreyttir starfsmenn
hafi lekið skjalinu: „Einhverjir
gætu verið að búa til einhverja punkta hjá
sér.“ Síðar sama dag sendir hann frá sér
tilkynningu þar sem hann dregur orð sín til
baka og hafnar því að gögnum hafi verið
lekið úr ráðuneytinu.
2013
Reynir Traustason
Jón Bjarki Magnússon
Jóhann Páll Jóhannsson
Mikils metinn
lögreglustjóri
Áralangur lögregluferill tók skjótan enda
nStefán Eiríksson á að baki langan og farsælan feril
innan lögreglunnar en þar áður starfaði hann í dóms­
og kirkjumálaráðuneytinu. Hann vann í sendiráði
Íslands í Brussel frá 1999 til 2000 og var skipaður
skrifstofustjóri dómsmála­og löggæsluskrifstofu
dóms­og kirkjumálaráðuneytisins árið 2002. Hann
var skipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu
árið 2006 og hefur notið gríðarlegs trausts innan
lögreglunnar. Á hans vakt þykir lögreglan hafa
bætt mjög ímynd sína, enda er hún sú stofnun sem
almenningur ber mest traust til samkvæmt mæling­
um ár eftir ár. Stefán var sæmdur fálkaorðunni um
síðustu áramót fyrir frumkvæði og forystu á sviði
löggæslu. Nú hefur hann kvatt þann starfsvettvang
og snúið sér að velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
„Ég tel ekki rétt að
ríkissaksóknari
ræði þetta málefni við
fjölmiðla
Dv. 29.7. 2014

mánudagur, 28. júlí 2014

Hnattræn hlýnun og steinbrjótarnir

Sumir elska að berja höfði í stein, aftur og aftur og aftur.Jafnvel þangað til blóðið gusast út. Þetta var rautt smágrín.Þetta er sérstaklega áberandi hjá körlum sem hafa þá heimssýn
að allt eigi að vera frjálst, hver okkar megi gera það sem okkur sýnist, hvar og hvenær sem er, með smátökmörkunum.  Einn málaflokkurinn sem þetta á svo vel við er þessi óhugnanlega framtíð okkar mannanna hér á jörðinni ef það er rétt sem nær allir vísindamenn heimsins álíta í dag, að hnattræn hlýnun eigi sér stað með hækkun sjávar og breytingu á veðurfari og loftslagi.  Sem er auðvitað ansi flókið vísindalegt spursmál, og ein röksemdin sem heyrist oft er að engin hlýnun hafi orðið í á annan áratug.  
Einn af þessu viskurembum er Jón Magnússon lögfræðingur og fyrrum stjórnmálamaður. Hann bloggar í dag og endar bloggið svona:  

Hvernig er hægt að skýra það með vitrænum hætti að um sé að ræða hnattræna hlýnun af mannavöldum vegna koltvísýringsmengunar þegar engin hlýnun hefur átt sér stað í 14 ár þrátt fyrir aukinn útblástur. Af hverju ekki skoða hlutina með opnum huga. Af hverju ekki að leggja meiri peninga í umhvefisvernd, hreinlæti og uppbyggingu og draga úr dansinum í kring um þessa pólítísku veðurfræðina. 

Nú er það þannig að hnattræn hlýnun hefur orðið á hverju ári, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, á Heimskautasvæðunum með bráðnun íss og jökla, sem við eigum ekki eftir að sjá fyrir endann á.  Óveður verða sífellt sterkari og algengari, og óveður og flóð um miðbik jarðar meiri.  En það megum við ekki skoða.  Við eigum að skoða hlutina með opnum huga.  Svona svipað og nýfrjálshyggjumenn gerðu í kringum hrunið.  Og enn geta þeir ekki viðurkennt að hugmyndafræði þeirra sé alröng og þurfi að breyta kerfinu ef ekki eigi að endurtaka hildarleikinn og Hrunið. Því miður held ég að sama eigi við um loftslag okkar.

Nú er ég leikmaður í þessum málaflokki eins og Jón Magnússon.  Ég hef töluvert fylgst með þessum málaflokki og lesið greinar
og bækur með og á móti því að hitun aukist með ískyggilegum afleiðingum fyrir börn okkar og eftirkomendur, um áhrif koltvísýrings og alls kyns efnaflóru sem maðurinn skilur eftir sig í umhverfinu, á landi og í sjó.  En að draga á langinn að hefja víðtækar aðgerðir á jörðinn ef ekki á illa að fara endalaust sem einmitt áhrifamesti stjórnmálamaður jarðarinn hefur gert, en Jón var líka að skrifa árásargrein á hann á bloggi sínu og finna honum flest til foráttu, ég get tekið undir ýmislegt af gagnrýni hans þar.  

En það er skemmtilegra og meira gefandi að lesa álit vísindamanna sem hafa eytt ævi sinni að fást við þessa málaflokka.  Farið víða um heim og séð og heyrt ýmislegt.  Einn af þeim er Haraldur Sigurðsson okkar ágæti vísindamaður eldfjalla og hrauns.  Ég læt fylgja með tvær stuttar og góðar blogggreinar hans, hann er svo góður penni, þar sem hann ræðir um þrýstihópa sérstaklega í Bandaríkjunum sem eyða gífurlegu fé að halda fram skoðunum Jóns og annarra nýfrjálshyggjumanna að almenningi í gegnum fjölmiðla.   

Vatnsmelónan og hnattræn hlýnun

Ég hef fjallað töluvert um hnattræna hlýnun hér og fengið margskonar viðbrögð, sum beinlínis dónaleg.   Hvers vegna eru sumir svo harðir í afneitun á náttúrufyrirbæri sem er reyndar fremur augljóst?  Ef til vill er ein skýringin sú, að margir andstæðingar kenningarinnar um hnattræna hlýnun trúi á vatnsmelónukenninguna. Hún er sú, að allir þeir sem hafi áhyggjur af hnattrænni hlýnun séu umhverfisverndarsinnar: þeir eru grænir að utan en rauðir sósíalistar að innan. Að hnattræn hlýnun sé bara ein aðferðin í viðbót til að leiða yfir okkur sósíalismann. Svo eru þeir, sem trúa að hnattræn hlýnun sé aðeins tískufyrirbæri, sem vísindamenn hafi gert mikið úr til þess að fá meira fé til rannsókna sinna.  Nú, svo eru það þeir, sem eru tengdir við, eða hafa fjárfest í olíubransanum á einn veg eða annan og vija af þeim sökum alls ekki viðurkenna að hér sé mikið vandamál á ferðinni fyrir allan heiminn. 

Hvað heldur þú um orsök hnattrænnar hlýnunar? 


Hnattræn hlýnun er staðreynd, en hverjar eru orsakir hennar?  Rúmlega 97% af vísindamönnum telja hlýnun vera af manna völdum. Hinir halda að hlýnun sé náttúrufyrirbæri og óháð mengun mannkyns á lofthjúpnum.  Meðal almennings í heiminum er svarið nokkuð annað, en það er misjafnt milli landa, eins og meðfylgjandi línurit sýnir fyrir tuttugu lönd.   Það er í enskumælandi löndum (Bandaríkjunun, Bretlandi og Ástralíu) sem efasemdir eru mestar um áhrif mannsins á hlýnun jarðar.  Það er í Kína, sem flestir trúa að hlýnun sé af manna völdum.  Hið síðara kemur ekki á óvart, því hvergi í heiminum er mengun meiri en í Kína.  Hvers vegna er almenningur í enskumælandi löndum svo tortrygginn á að hlýnun sé af manna völdum?  Er það tilviljum, eða er það tengt tungumálinu?  Eða er það vegna pólitísks þrýstings og áróðurs í þessum löndum?  Í Bandaríkjunum eru til dæmis 91 stofnanir sem eru vel fjármagnaðar af yfir $900 milljón sem eru í afneitum, eða vinna gegn þeirri skoðun á hlýnun sé af manna völdum. Þessar stofnanir eru styrktar af olíufélögum og álíka fyrirtækjum.   Í þessu löndum er ný-frjálshyggja nú mjög ríkjandi, þar sem margir hallast að þeiri skoðun að hinn frjálsi markaður eigi að ríkja en að draga þurfi úr áhrifum hins opinbera.   Einnig er bent á, að fjölmiðlar í þessum þremur löndum séu að miklu leyti í höndum eins einstaklings: Roberts Murdoch.  Hann er þekktur fyrir þá skoðun að hlýnun sé á engan hátt tengd starfsemi mannkyns.  En þessar skýringar eru reyndar eins og að klóra í bakkann: enginn veit hversvegna hinn enskumælandi heimur hagar sér þannig.

Hér er könnun sem Haraldur birtir um skoanir alemnning í 20 löndum:  
 

laugardagur, 26. júlí 2014

Meistari Friðrik Þór sextugur og lifandi .....enn...

Skemmtilegt viðtal í DV í dag við meistara Friðrik Þór, að hann skuli vera orðinn sextugur og lifandi, það er kraftaverk.  En það er víst að að það er margt dularfullt við Frikka.  Það er sama í hverju hann lendir alltaf skellur hann aftur á fæturna eins og góðum fótboltakappa sæmir. Það er sama hvort er hauskúpubrot, svimi, blankheit eða ofdrykkja.  En þetta hafði ég ekki vitað að hann hefði átt að fara í Turnaárásinni:  

 „Ef ég hefði átt að fara þá hefði ég farið í turnunum,“ segir hann og á við World Trade Center-tvíburaturnana. Friðrik átti bókað sæti í fyrri vélinni sem flogið var á turnanna. „Ég breytti flugáætluninni á síðustu stundu. Ég átti að fljúga til L.A. á fund snemma að morgni 11. september, en kvöldið áður var ég staddur í Toronto og bókaður í eitthvað norrænt partí um kvöldið og vissi að ég myndi ekki ná því að fara skemmta mér ef ég væri að fara í flug strax um morguninn. Þannig að ég hringdi í flugfélagið til þess að athuga hvað það myndi kosta mig að breyta miðanum. Það kostaði 150 dollara og það er verðmiðinn á líf mitt, 150 dollarar,“ segir hann. 

Já, ansi er hann ódýr, segi ég bara.  Margar af myndunum hans gleðja mann ennþá það er öruggt.  Hann er sannkallaður  autör eins og Frakkarnir segja, listamaður sem þykir vænt um fólkið og landið, er engum öðrum líkur.  Maður þekkir alltaf myndirnar hans af þessum neista sem listamenn verða að hafa, en auðvitað gera allir eina og eina bommertu, hann líka. En glæðan í Á köldum klaka, Börnum Náttúrunnar, Englunum, Bíódögum og Sólskindrengnum yljar manni alltaf. 

Svo ég segi bara Til hamingju með aldurinn.  Vonandi verða tugirnir sem flestir í viðbót.  Það  var ansi gaman í fimmtugsafmælinu þegar Frikki leiðrétti allt sem ræðumenn höfðu sagt til að mæra hann.  Svo ískraði hláturinn  í honum þá, og væntanlega verður það alltaf.  Góðar sögur og  hlátur.  


fimmtudagur, 24. júlí 2014

Brynjar Níelsson á bágt

Já, hann á bágt, hann Brynjar Níelsson.  Að tilheyra hægri öfgamönnum.  En það er kannski erfitt að komast hjá því að vera í þeim hópi þegar aðaltalsmenn hans eru Hannes Hólmsteinn, Davíð og Brynjar.  Ætli það sé ekki þess vegna að frjálslyndir hægri menn eru farnir að hugsa sér annan
félagsskap og flokk.  

Það eru að vísu til vinstri öfgamenn, en þeir hafa neglt sig lengst uppi í horni. Sumir halda jafnvel að þeir finni sannleikann hjá Pútín. Sem hafa gleymt því að áður fyrr töluðum við um rétt fólksins að velta hættulegum stjórnendum.  Það eru líka margir sem voru eitt sinn eflaust kallaðir öfgavinstrimenn sem hafa komið sér í burtu.  Og finnst betra að stunda mannúðarmál , styðja þá sem erfitt mega sín hvar sem er í heiminum.  Þeir eru fremstir í fylkingu í mannréttindamálum, þess vegna sinna þeir réttindum flóttamanna og innflytjenda.  Þeir skiptast í flokka í ESB málinu, sumir eru enn hræddir við breytingar og allt útlent, þess vegna eru þeir samherjar hægriöfgamanna þar.  Aðrir velta hlutunum fyrir sér út frá því með hvaða hluta heimsins við eigum mesta samleið. Þeir vita að við fáum ekki allt með ESB en að mörgu leyti verður ESB vörn gegn öfgafjármálamönnunum íslensku og samherjum þeirra í stjórnmálum, sem eru tilbúnir að varpa okkur aftur fram af brúninni.  Heimurinn er flókinn, það eru engar einfaldar ákvarðanir og leiðir til.  

Þess vegna á Brynjar bágt, eflaust líður honum ekki alltaf vel með HÖ félögum sínum því hann er að sumu leyti með smáneista í skrifum sínum.  Kannski á hann eftir að finna sér aðra samherja. Hver veit.  

 „Ég kann ekki skýr­ingu á þess­ari orðræðu en sýn­ist hún hafi magn­ast veru­lega eft­ir hrun sósí­al­ismanns fyr­ir 25 árum. Og það sem er merki­leg­ast að það virðast ekki vera til öfga­vinstri­menn í heim­in­um, alla­vega ekki um þess­ar mund­ir. Ekki einu sinni þótt vinstri menn strá­drepi fólki víða um heim í nafni bylt­ing­ar­inn­ar.“
Þannig rit­ar Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Face­book-síðu sína í dag. Furðar hann sig þar á að hægri­menn séu í umræðum hér á landi gjarn­an kallaðir öfga­menn en að sama skapi sé ekki talað um öfga­vinstri­menn. Þá sé nokkuð áber­andi í „mál­flutn­ingi ákveðinna manna hér á landi að þeir sem ekki eru sam­mála þeim eru öfga­menn.“
Brynj­ar tek­ur sem dæmi í því sam­bandi umræðu um Evr­ópu­mál og inn­flytj­enda­mál. „Þeir sem eru þeirra skoðunar að ein­hverj­ar regl­ur eigi að gilda um inn­flytj­end­ur eru ekki bara öfga­menn held­ur ali á andúð og hatri gegn út­lend­ing­um. Þeir sem ekki vilja ganga í ESB eru öfga­menn og ein­angr­un­ar­sinn­ar. Kveður svo ramt að þessu í seinni tið að hægri menn eru nán­ast all­ir öfga­menn.“

miðvikudagur, 23. júlí 2014

Mótmæli: 700 dauðir á Arnarhóli

Það er uppörvandi að sjá hversu Íslendingar höndla Paestínumálið í dag.  Aldrei hafa fleiri mætt á mótmælafundi gegn þessum viðbjóði en í dag.  Við virðumst svo sammála um það sem fram fer á Ghaza. Og erum tilbúin að mæta og láta skoðun okkar í ljós. 

Meira að segja forystumenn Framsóknarflokksins hafa staðið sig vel í þessu máli.  Góð ræða okkar konu hjá Sameinuðu þjóðunum í gær í umboði utanríkisráðherra.  Og bréf Sigmundar Davíðs til Netanayhu í morgun. Mér finnst sjálfsagt að hrósa þeim fyrir það sem þeir gera vel.  Það heyrist að vísu lítið frá Sjálfstæðismönnum mér skilst að Mogginn hafi eitthvað verið að segja en það er annað mál. (aftur á móti skil ég ekki viðtalið við SDG í kvöldfréttum RUV, var hann í útlöndum eða heima hjá sér??? ) 

Eftir því sem maður les meira og fylgist meir með framgöngu Ísraelshers í umboði ríkisstjórnar landsins því meiri óbeit fær maður á þeim valdamönnum.  Þeir hlífa ekki skóla sem þeir vita nákvæmlega hvar er og að hann er fullur af flóttafólki.  Þeir hafa meira að segja staðsetningarpunktana frá sveitum Sameinuðu þjóðanna. En allt kemur fyrir ekki.  Þeir skjóta og drepa særðan mann frammi fyrir myndavélum. Þeir sýna öllulm reglum og lögum umheimsins um rétt almennra borgara á stríðstímum algjöra fyrirlitningu.  Eins og Dagur fjallaði um í ræðu sinni í dag á fundinum.   

Það var tilfinningaríkur fundur síðdegis.  Við erum sorgmædd og döpur yfir fjöldamorðunum.  Bréf Palestínumannsins sem var hér í Háskólanum var sterkt og skerandi.   Sem kemst ekki heim frá Svíþjóð til konu sinnar og nokkurra mánaða barns.  Svo lögðu 700 manns sig á Arnarhóli til að sýna fjöldann sem hefur verið drepinn. 





þriðjudagur, 22. júlí 2014

Ghasamótmæli: Er þetta Gyðingahatur? Nei.

Blóðbað, það er eins og Hamas væri búið að drepa 600 manns og Ísraelar 3. 
Ef marka má ummæli Benjamíns Net­anya­hu.  Ban Ki-Moon tekur ekki undir áróður Ísraelsmanna.  

Hættið að berj­ast og byrjið að tala“ segir Ban Ki-moon. 

Auðséð er að Ísraelsríki ætlar að knésetja Hamas algjörlega.  Það er engin afsökun um þessar aumu heimasmíðuðu eldflaugar.  Maður getur svo sem skilið að til  séu Palestínumenn sem hafa fyllst ofbeldisörvæntingu.  Þeir eru lokaðir inni á Ghasa svæðinu, komast ekkert, eru vanvirtir á hverjum einasta degi.  Standa í endalausum röðum við hlið. Komast ekki til læknis eða á sjúkrahús.  Sjá sífellt tekið meira af yfirráðasvæðum þeirra.Samt gengur Ísraelsher alltaf lengra og lengra.  Eins og dæmin sýna: barnamorð á baðströndum eða sjúkrahússprengingar.  

Það má heldur ekki gleyma að Ísraelsher er 4. stærsti her í heimi.  Að sjálfsögðu með hjálp og stuðningi Bandaríkjanna.  Ég sé að sumir bloggarar tala um Gyðingahatur.  En ruglum því ekki saman við Ísraelsríki. Í Ísraelsríki eru líka til Islamtrúarfólk og kristið.  

Það eru líka til Gyðingar í Ísrael sem eru búnir að fá nóg, samanber fréttina í RÚV í dag.  

Stjórnandi Sinfó leiðir mótmæli í Tel Aviv

Ilan Volkov, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður stjórnandi á tónleikum sem haldnir verða í Tel Aviv í Ísrael í dag til að mótmæla átökunum milli Ísraela og Palestínumanna. Vefsíðan slippedisc.com greinir frá þessu.
Volkov hefur verið aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar síðustu þrjú árin, en lætur af því starfi í haust. Volkov er fæddur í Tel Aviv og býr þar með fjölskyldu sinni. Hann var áður aðalstjórnandi útvarpshljómsveitar BBC í Skotlandi.
Volkov segir í samtali við slippedisc.com að fjöldi listamanna komi fram á tónleikunum í kvöld, en þar verður þess krafist að friðarviðræður hefjist og Ísraelsmenn hætti hersetu sinni á landi Palestínumanna.

Já, þau eru ansi grátlega skrítin  öfugmæli ráðamanna Ísraelsríkis.Ég hef ekki verið hrifinn af stjórnmálasambandsslitum.  En líklega er það eina leiðin gagnvart þessu ríki ofbeldis og barnamorða.   


laugardagur, 19. júlí 2014

Svei: Siðblindur heimur

Sorglegt ástand í heiminum.  Flugvél full af saklausum farþegum á leið í sumarleyfi og vinnuna.   Skotin niður.  Margir fremstu sérfræðingar heimsins í alnæmisrannsóknum drepnir.  Niðri á
jörðunni eru karlhormónar í stríðsleik. Í umboði meistarans í Kreml.  Þar sem mannslíf eru einskis metin.  Svo er reynt að breiða yfir skömmina og glæpina.  


Í Palestínu heldur áfram þjóðarmorðið þeir sem einu sinni voru ofsóttir hafa gleymt öllu.  Fortíðin er safngripur sem nýtist ekki í veruleikanum.  Barnungir herermenn leika sér að sprengja í loft upp og skjóta börn á baðströnd. Drónar svífa yfir húsum til að hitta heita punkta þar eru mannverur.  Svo eru eldflaugar sendar. Það eru fáir ungir Ísraelsmenn sem neita að taka þátt.   Þeir vita að þeir þurfa aldrei að standa fyrir dómara með sóðaverk sín.  Þeir halda áfram stríðsleik í umboði valdamannsins í Hvíta húsinu.  Allir hafa rétt á að verja sig.  Þessir allir eru ekki Palestínumenn.  Þeir eru réttdræpir. 

Svei, siðblindur heimur.  Þar sem aldrei við lærum.  Ísjakarnir hrynja ofan í hafdjúpin, freðmýrarnar þiðna upp, jarðarsvæði stikna eða hyljast sjó.  Framtíð barnanna okkar er ekki björt.  Vísindaskáldsögurnar um fáranlegan heim og lífsaðstæður verða allt í einu sannar. 

Svei.