föstudagur, 8. maí 2015

KEA: Eins og græðgin hjá Granda?

Það er gott að vera lykilstarfsmaður. Það sést vel á starfinu í KEA, þar þykir tilhlýðilegt að borga  „ lykilstarfsmanni" 25 milljónir í laun á ári.  Meira en framkvæmdarstjórar Lífeyrissjóða fá.

Þetta kemur fram í vefmiðlinum Akureyri Vikublað sem er einn af fáum fjölmiðlum sem stunda gagnrýna rannsóknarblaðamennsku hérlendis undir vaskri stjórn Björns Þorlákssonar. 
Mannsins sem RÚV gat ekki ráðið sem starfsmann í fyrra þar sem hann hafði allt of mikla reynslu og meríta.  

KEA er afgangurinn af veldi SÍS á Norðausturlandi.  Nú er það fjárfestingarfélag sem fjárfestir að mestu leyti í atvinnuvegum á sínu svæði.  Skilaði góðum hagnaði í fyrr tæplega 500 milljónum. Styrkir félags og menningarstarfsemi, sem þó minnkaði um þriðjung á milli ára þrátt fyrir mikla hækkun gróða.  Og borgar meðatal 4 starfsmönnum samtals 48 milljónir í laun. 



 Birgir Guðmundsson sagði í yfirlýsingu sinni á heimasíðu KEA eftir að Ríkisútvarpið fjallaði um launahækkun Halldórs í síðustu viku: „Fyrir um einu og hálfu ári eða í ársbyrjun 2014 var endursamið um starfskjör framkvæmdastjóra félagsins en kjör hans höfðu staðið óbreytt frá árinu 2007 eða í rúmlega 6 ár. Á sama tímabili hafði launavísitala hækkað um 45%. Þetta leiddi til þess að breytingin varð nokkuð mikil en hana þarf að skoða í ljósi þess að framkvæmdastjórinn hafði setið verulega eftir í kjörum í langan tíma og hafði ekki náð að halda í við almennar launabreytingar á þessu tímabili. Mikilvægt er fyrir KEA að geta greitt lykilstarfsmönnum sínum samkeppnishæf laun. Ekki er hægt að tengja þessa eins og hálfs árs gömlu ákvörðun yfirstandandi kjaradeilum, enda hefur KEA fremur verið að elta launaþróunina en móta hana.“

„Ég spyr líka sem félagsmaður: Er fleira sem stjórn og framkvæmdarstjóri hafa látið fara frá sér sem ekki er rétt? Getur fólk verið í forsvari fyrir fjárfestingarfélag þegar það sama fólk fer ekki með rétt mál og gerir ekki mun á 30% og 59%?“ spyr Ragna en hún hefur reiknað út að 59% hækkun hafi orðið frá árinu 2008 í stað 30% eins og haldið hefur verið fram.

„Eftir að hafa hugsað mikið um launamál framkvæmdastjóra KEA, held ég að þetta hljóti að vera skandall. Hækkunin sýnir enn einu sinni að framkvæmdastjórar sem geta skammtað sér laun, gera það svo sannarlega. Þetta er nákvæmlega sama græðgin og hjá Granda,“ segir einn viðmælenda blaðsins.

Fréttir

Enn um starfskjör framkvæmdastjóra að gefnu tilefni

Í tilefni af umfjöllun Akureyrar vikublaðs um starfskjör framkvæmdastjóra og að yfirlýsingar mínar hér á heimasíðunni í síðustu viku  um að starfskjarasamningur hafi verið óbreyttur frá 2007 stangist á við tölur í ársreikningum liðinna ára þykir mér nauðsynlegt, í ljósi þess að ekki var leitað skýringa hjá mér áður en fréttin var birt, að fara ítarlegar en áður yfir hvernig þessu hefur verið háttað.
Frá árinu 2008 hefur KEA birt í skýringum í ársreikningi sundurliðaðar upplýsingar um starfskjör framkvæmdastjóra og stjórnarmanna sem KEA greiðir beint.  Samningur framkvæmdastjóra hefur og gerir ráð fyrir greiddum launum upp á 1,8 milljón kr. á mánuði auk afnota af bifreið, óháð því hvort KEA greiðir þau sjálft að fullu eða að hluti þeirra séu stjórnarlaun frá 3ja aðila þar sem framkvæmdastjóri situr í umboði KEA.  Eðli máls samkvæmt situr framkvæmdastjóri í einhverjum stjórnum fyrirtækja sem KEA á eignarhluti í.  Stjórnarsetur eru mismiklar að umfangi, allt eftir því hvernig skipast í stjórnir fyrirtækja hverju sinni og hvernig eignarhlutar KEA í fyrirtækjum er.   Ef engin stjórnarlaun eru greidd af 3ja aðila þá greiðir KEA beint umsamin samningskjör.  Þetta er gert til að forðast þann hvata að framkvæmdastjóri hverju sinni geti ekki bætt heildarkjör sín með því að horfa til mögulegra stjórnarlauna þegar t.d. fjárfestingaákvarðanir eru teknar.  Fyrirkomulagið er beinlínis haft þannig að sjálftökuhvatar séu ekki fyrir hendi.
Skýringar á um 8% hækkun starfskjara framkvæmdastjóra í skýringum í ársreikningi 2011 eru að fram til þess tíma hafði hluti af heildarkjörum framkvæmdastjóri verið stjórnarlaun frá 3ja aðila.  Á því ári hóf KEA að greiða hærra hlutfall af heildarlaunum en áður.
Um 7% breytingu á árinu 2013 má að mestu rekja til þess að bifreið sem framkvæmdastjóri hefur til afnota samkvæmt starfskjarasamningi og talin er  fram sem skattskyld hlunnindi var endurnýjuð í upphafi þess árs.  Eldri bifreið hafði lægra skattalegt mat til hlunninda heldur en sú nýrri.  Föst mánaðarleg starfskjör framkvæmdastjóra voru eftir sem áður þau sömu.
Á nýliðnum aðalfundi félagsins kom spurning um breytingu launakostnaðar framkvæmdastjóra á milli áranna 2013 og 2014.  Því miður hafði hvorki  undirritaður né framkvæmdastjóri þá tölu á reiðum höndum. Bent var á að þá tölu mætti finna með því að skoða skýringar í ársreikningi síðasta árs til samanburðar en alla ársreikninga KEA er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins.  Með hjálp snjallsíma var síðar á fundinum upplýst um hver þessi breyting launakostnaðar hefði verið á milli ára.
Eftir stendur sú fullyrðing mín óbreytt, að samningsbundin starfskjör framkvæmdastjóra höfðu ekkert breyst frá því í september 2007 til janúar 2014 eða í rúmlega 6 ár.

Birgir Guðmundsson, stjórnarformaður



 4. Laun og launatengd gjöld
Laun og launatengd gjöld greinast þannig:
                                                 2014                   2013
Laun starfsmanna                    48.477.022     41.344.617
Stjórnarlaun                              8.520.000       7.423.000
Launatengd gjöld                    18.269.528     16.931.795
                                                 75.266.550     65.699.412
Meðalfjöldi starfsmanna                  4                   4
 

þriðjudagur, 5. maí 2015

Sigmundur Davíð: Sjálfum sér samkvæmur?

Nú tíðkast tertuát hin meiri.  Á Alþingi.  Ætli næsta stig verði ekki tertukast a la Laurel og Hardy, eða Chaplin.  Ekki ætla ég að blanda mér í þau mál en horfa frekar á það sem skiptir meira máli. Það er hvernig á að leysa kjara og verkfallsmálin og hvernig ríkisstjórnin ætli eða ætli ekki að koma að þeim málum. 

Það er gaman að rifja upp ummæli Forsætisráðherra í Áramótagrein  sinni í Morgunblaðinu:


Það er og á að vera markmið stjórnmálamanna að vinna að því að veita þjóð sinni það öryggi og velferð sem allir þrá og þó að stjórnmálabarátta virðist oft illvíg þá er það engu að síður svo að flestir sem taka þátt í stjórnmálastarfi vinna að sameiginlegu markmiði. Því að auka hagsæld og hamingju þjóðarinnar.

Við getum öll tekið undir þetta, svo bætti hann við ummælum um Kjarasamninga sem hann vissi að voru yfirvofandi í stærri skala en hér hafa átt sér stað um margra ára skeið:

 Kjarasamningar sem voru undirritaðir í lok ársins voru hugsaðir sem grundvöllur stöðugleika svo að hægt yrði að auka kaupmátt og bæta lífskjör jafnt og þétt næstu árin. Það þurfa aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld að gera í sameiningu og í þeirri vinnu þarf að huga sérstaklega að kjörum þeirra lægstlaunuðu og því að millitekjuhópar njóti ávinningsins af betri tíð eftir þær miklu fórnir sem sá hópur var látinn færa á síðast liðnum árum.

Þetta var í loka desember en nú í þessari viku er komið annað hljóð í strokkinn.  Á Súkkulaðitertumeðperumdaginn. Á hinu háa Alþingi.

 Forsætisráðherra sagði að það væri ekki ríkisstjórnin sem sæti við samningaborðið og hún ætli sér ekki að kasta eldivið á verðbólgubálið. Náist samningar muni hún hins vegar koma að málum. „Þannig að verðbólgu samningar bitna fyrst og fremst á þeim sem hafa lökustu kjörin og það að koma í veg fyrir verðbólgusamninga er fyrst og fremst til þess fallið að verja hag verja stöðu þeirra sem hafa lökust kjör í samfélaginu og það er fráleitt af stjórnarandstöðunni að gera lítið úr því vegna þess að um það snýst þetta, að verja stöðu þeirra sem hafa lökust kjörin í landinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

Það þurfa aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld að gera í sameiningu, sagði hann í desember, en nú er ríkisstjórnin ekki með sæti við samningaborðið, líklega hefur hún ekkert að gera með ríkisstarfsmenn.  Og millitekjuhópar eru allt í einu úr sögunni.  Það er ekki Sigmundar besta hlið að vera sjálfum sér samkvæmur.   Spurningin er hvort hann er yfirleitt maður til að leiða þjóðina og stjórnina á þessum erfiðu tímum.  

mánudagur, 4. maí 2015

Ísland og Svíþjóð: Menntakerfi í krísu

OECD hefur sent frá sér skýrslu og ráðleggingar til Svía um bætur á skólakerfinu. Eins og kunnugt er eru Svíar á svipuðu róli og við.  Verið á niðurleið í PISA könnunum.  Sérstaklega er bent á stöðu kennara, sjálfsmat þeirra er ekki hátt, tiltölulega lág laun laða ekki til sín góða
nemendur í Kennaranám, starfsþróun er ekki stunduð sem skyldi með endurmenntun og skólaþróun.  

Þetta bendir okkur á hvaða leið við eigum að fara.  Í Svíþjóð var full samstaða hjá yfirvöldum og kennarastéttinni um þörf á umbótum.  Hjá okkur ætla yfirvöld að keyra yfir kennarastéttina, með breytingum sem alltof mikill ágreiningur er um.  Það væri betri kostur að setjast niður saman og lagfæra kerfið og auka gæðin.  Skólakerfi þarf að leiða á betri braut í sátt og samlyndi. 

Lærum af öðrum, byggjum á okkar sterku hliðum, aukum fjölbreytni í skólakerfinu.

Hérna eru meðmæli til Svía í skýrslunni:

The report recommends that Sweden:

  • Improve the quality and attractiveness of the teaching and school leadership profession. Only half (53%) of lower secondary teachers would choose the same career if they could decide again, partly due to the heavy workload and relatively low salaries for experienced teachers. School leaders and their employers should prioritise pedagogical leadership and encourage greater co-operation among teachers and invest more in professional development. A publicly-funded National Institute of Teacher and School Leader Quality would help improve recruitment and the quality of teaching and leadership in the education system.  
  • Review how school education is funded. The current funding mechanisms are not meeting the objectives of improving quality while maintaining equity. There are different options Sweden can use, including earmarked funding, defining criteria for municipalities and schools, and student funding formulae, to ensure equity and especially consistency in school funding across Sweden.
  • Strengthen support for disadvantaged students. This should include greater focus on enhancing language skills for migrant students and their parents; high quality reception classes; extra assistants in the classroom; and improved access for disadvantaged families to information about schools.
  • Put in place a national school improvement strategy. School evaluation should be strengthened and the Swedish Schools Inspectorate should assist schools through more follow up and targeted support. It should help bring about a shift in culture from administrative compliance to responsibility for improvement.

laugardagur, 2. maí 2015

Húmoristinn Bjarni Benediktsson, hann er Erlendis.

Mikið er gott að hafa húmorista fyrir Fjármálaráðherra ........ Það leiftrar af honum í viðtölum.  Afnám orkuskattsins sem hefur skilað milljörðum í ríkiskassann er algjör óþarfi að mati ráðherrans!!!! Afnám orkuskattsins er forgangsmál!!!!  Það er ekki forgangsmál að ná samningum í viðamestu verkfallshrinu seinustu áratuga, ó nei!. Það er ekki forgangsmál að setja skatt á Sjávarrútveg.  Það er nauðsyn að fækka krónum í kassann.  Það komast ekki fleiri fyrir, kassinn er fullur.

Fjármálaráðherra tilkynnti ákvörðunina á ársfundi Samáls og sagði að afnám orkuskattsins væri forgangsmál og hluti af þeim efnahagslega stöðugleika sem stjórnvöld þyrftu að skapa. „Meginhlutverk stjórnvalda er að treysta betur rammann fyrir atvinnustarfsemina í landinu
almennt, þar sem efnahagslegur og lagalegur stöðugleiki ríkir. Afnám raforkuskatts er forgangsmál sem fellur vel að þessari mynd,“ segir Bjarni.

Ráðherran sem setti þennan skatt á útskýrir, Steingrímur Jóhann: 

„Þetta var nú tvískipt. Annars vegar náðist samkomulag um að þessi fyrirtæki fyrirframgreiddu tekjuskatt. Og því lauk bara á tilskildum tíma. En mér finnst að þau geti ekki tekið völdin af stjórnvöldum gagnvart framtíðinni. Að sjálfsögðu hafa íslensk stjórnvöld fullar heimildir til þess, á grundvelli almennrar stefnu, að taka upp eða viðhafa svona auðlindagjöld. Og eins og ég segi, það má ræða stöðuna gagnvart þegar gildandi samningum. En inn í framtíðina litið finnst mér mjög mikilvægt að það liggi fyrir að við stefnum að svona gjaldtöku,“ segir Steingrímur.

En Bjarni þurfti ekki að svara hann var erlendis.  Það eru ansi margar fyrirspurnir um þessar mundir sem fá þessa útskýringu.  Hann er erlendis.  ERLENDIS.  Steingrímur minnist líka á að eðlilegt sé að stjórfyrirtæki á kaupum á orku greiði Auðlindaskatt,  ef þessi orkuskattur verður lagður af er þá ekki eðlileg leið að láta borga Auðlindaskatt.  Ég er viss um að Bjarni er ekki sammála okkur Steingrími í því.  Aðalatriðið er að gefa rafmagnið, Bjarna finnst það ekki grín. Hann hefur svolítið annan húmor en ég ...... :  

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag, en hann er erlendis. Í skilaboðum til fréttastofu sagði hann þó á að Steingrímur J. hefði í tíð sinni sem fjármálaráðherra sent Alcan á Íslandi bréf þar sem hann lofaði að skatturinn yrði ekki framlengdur. Það hafi verið svikið. Ekki komi á óvart að hann vilji framlengja hann aftur og ítreka með því svikin. Skatturinn hafi verið tímabundinn samkvæmt ákvörðun fyrri ríkisstjórnar, og verði því látinn renna út.

fimmtudagur, 30. apríl 2015

Landnám: Hvaðan komum við, hvert ætlum við?

Áhugamenn um landnám hafa átt skemmtillegan vetur, þrátt fyrir veður og ófærð. Þeir hafa streymt upp í Háskóla til að hlusta á fyrirlestra um hin ýmsu svið landnáms, sögur, hugmyndir og rannsóknir, á hálfs mánaða fresti.  Flest fræðasvið hafa komið þar við sögu og kippt hefur verið fótum undan mörgum hefðbundnum hugmyndum Íslendinga. Við höfum verið of
trúgjörn á bækur og ritað mál.  Hvernig datt nokkrum manni í hug að stíga upp í smábáta og sigla af stað út á ólgandi hafið?  Það gerðu menn þó, hér myndaðist byggð þar sem menn skrimtu fram á okkar daga. Síðdegis í dag er einmitt rætt í Odda, þar eru Ármann Jakobsson og Helga Kress, þar verður örugglega andríkt og ögrandi. 

Enn eru Íslendingar á ferð um heiminn í hinu nýja landnámi.  Enn er ástandið í heimalandi voru þannig að ótal margir hugsa sér hreyfings.  Treysta sér ekki lengur til að draga fram lífið á skerinu. Vita að þeir geta haft það betra annars staðar.  Það er eins og ýmsum ráðamönnum sé alveg sama.  Þótt að ungt fólk með góða menntun þurfi að skrimta hér, íbúðakaup eru ekki fyrir neinn nema þá sem eiga peningafólk að bakhjarli.  Svo upplifir það skólafélaga og vini sem hafa lagt á hafið og eru eftir örfá ár komin á græna grein.  Þeir sem eftir eru eru gömul hró eins og ég komin á ellilífeyri, þeir sem eiga góða að og þeir sem komast hvorki lönd né strönd.  Og Ráðamenn taka alltaf málstað þeirra sem eiga að greiða laun og treysta sér aldrei að bjóða mannsæmandi kjör.  

Þannig að enn blasir spurningin við, hvaðan komum við, hvert ætlum við?  Er ekki kominn tími lesandi góður að við komum okkur saman um hið lífvænlega, ekki hið vonlausa?

Allar myndir með bloggi undirritaðs eru teknar af höfundi.  Þessi er úr Bessastaðakirkju.

miðvikudagur, 29. apríl 2015

Haukur Harðarson, Jón Steinsson og Úthlutunaraðallinn

Samkvæmt þjóðskrá er Haukur búsettur í Víetnam.
Þessi stutta málsgrein á RUV vakti athygli mína, karl sem íslenskum ráðherra  finnst ástæða að hampa fyrir valdhöfum stærsta ríkis heimsins.  Hann á ekki heima á Íslandi, ætli
einkahlutafélög hans með hlutum hans í fyrirtækjum séu líka skráð í útlöndum?  Hví eigum við að styðja við bakið á honum? Greiðir hann skatta á Íslandi?

Jón Steinsson gerir að umtalsefni í dag í Fréttablaðinu makrílfrumvarpið alræmda.  Einn liðurinn enn hjá ríkisstjórninni að festa í sessi séreinkaeign kvóta og físks í sjónum umhverfis landið.  Ef það er þjóðin sem á að fá auðlegðararðinn af útgerðinni þá getum við byggt einn Landspítala á ári!  Ef ekki þá aukum við endalaust mismunun í samfélagi okkar.  Hinir ríku verða ríkari, fátæku fátækari.  Það virðist vera hugmynd Sigmundar Davíðs og Bjarna.

Allt mun lamast næstu vikurnar í gegndarlausum verkföllum. Samtök Atvinnulífsins sem vill hafa samningaréttinn í sínum höndum og Fjármálaráðherra hafa sofið af sér allar tilraunir að undirbúa kjarabætur sem þurfti að vinna að og koma með hugmyndir til langs tíma. Þjóðarsátt er í þeirra huga sátt um það að þeir geri það sem þeim sýnist. Því er það þeirra ábyrgð þegar kerfið okkar lamast á öllum sviðum.  Þeir vinna ekki vinnu sína fyrr en allt er komið í óefni.  

Það er eins og það sé aðaltilgangur stjórnarinnar að útdeila þjóðarauðnum til vina og vandamanna meðan tími er til. Formenn stjórnarflokkanna eru óvinsælustu menn þjóðarinnar, þeim er sama um það, það eru 2 ár eftir af kjörtímabilinu.  Aðalatriðið er að úthluta, eignum þjóðarinnar. Spillingin blómstrar sem aldrei fyrr.  Úthlutunaraðallinn ræður. Meðan landið sekkur.  

mánudagur, 27. apríl 2015

Guðmundi Andra varpað á dyr

Enn sortnar yfir fjölmiðlaflórunni og ólguskýin  hlaðast upp. Eigendur pappírsfjölmiðlanna sífellt ósvífnari, ritstjórar eiga að vera þvottatuskur sem hægt er að nota í hvað sem er.  Það
hlýtur að vera erfitt að vera í vinnu hjá þessum lýð. Það er ömurlegt að vera blaðamaður í dag. Ég á það, ég má það enn allsráðandi. Einn vinsælasti pistlahöfundur landsins á ekki að þvælast fyrir eigendum.  Er verið að segja honum að hans tími sé kominn?


„Í gær skilaði ég af mér mánudagsgrein samkvæmt venju. Í blaði dagsins reyndist hins vegar köttur í bóli bjarnar.“ Þetta skrifar Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur sem skrifað hefur fasta pistla í Fréttablaðið á mánudögum um margra ára skeið, á Facebook-síðu sína í morgun. Á þeim stað sem pistill Guðmundar Andra birtast vanalega er þess í stað grein eftir Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmann stærsta eiganda Fréttablaðsins, með fyrirsögninni „Að ljúga með blessun Hæstaréttar“.