fimmtudagur, 7. janúar 2016

Ríkisstjórn:Og sjá blindir fá sýn!!!

Nei, ætli það sé ekki rétt hjá Forsætisráðherranum, lykilorðið blindandi, ríkisstjórn á ekki að gera neitt blindandi, ekki að gera neitt með bundið fyrir augun.  En það gerir hún skipti eftir skipti.  Alla samninga á maður að skoða fyrst, íhuga, rannsaka, liggja yfir. Það gera SDG og kó ekki.  Þess vegna lenda þau í ógöngum dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð.  

Gott er að vita hvers vegna viðskiptabann var sett á Rússland, hvaða ástæður voru að baki, hvað gerðist í Úkraínu og á Krímskaga.  Hvers konar stjórnarfar er í Rússlandi, hvað hættur fylgja því að vera háð slíku spillingarþjóðfélagi.  Það er ekki bara verið að elta ESB, við erum líka í NATO og það hefur ýmislegt með þetta mál að gera.  Kannski eigum við heldur ekki að vera þar.  Það er gott að ræða það líka.  Það er ekki nóg að hafa tugi ráðgjafa ef þeir geta ekki sett upp plön A, B og C hvað geti gerst. Líklega er heil blindradeild í Stjórnarráðinu.  Það er eitt sem kemur í veg fyrir það, hinir raunverulega blindu sjá betur en ríkisstjórn hin íslenska lýðveldis. Aldrei hefur verið jafn stór hópur amlóða saman kominn í ríkisstjórn, eins og Jónas myndi segja. Teljum upp heimskupörin ........  


Sigmundur Davíð: Getum ekki bara elt ESB og tekið þátt í viðskiptaþvingunum blindandi

miðvikudagur, 6. janúar 2016

Sveinn Rúnar heiðursborgari Palestínu

Ég er glaður fyrir hönd Sveins Rúnars Haukssonar og hins blómlega starfs sem hefur verið unnið undir stjórn hans í félaginu, Ísland Palestína. Allt sem hefur safnast hefur runnið í söfnun gervilima frá Össuri til hjálpar fólki sem orðið hefur fyrir barðinu á öfgastjórn Ísraelsríkis. 

„Ég lít ekki á þetta sem per­sónu­lega viður­kenn­ingu held­ur viður­kenn­ingu fyr­ir okk­ar fé­lag, Ísland Palestína, og þeim stuðningi sem sýnd­ur hef­ur verið af ís­lensku þjóðinni,“ seg­ir Sveinn Rún­ar Hauks­son sem í kvöld var gerður að heiðurs­borg­ara Palestínu. Viður­kenn­ing­una veitti ráðherr­ann Maj­di Khalidi en vega­bréfið und­ir­ritað Mahmmoud Abbas, for­seti Palestínu. 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/01/05/vidurkenning_fyrir_felagid/

mánudagur, 4. janúar 2016

Forseti: Úrskurðurinn er okkar, kjósenda.

Það virðast  margir vera útvaldir, að eigin mati. Til að setjast að á Bessastöðum, þessu menningar og menntasetri, sem blasir við okkur víða á Reykjavíkursvæðinu, og vera höfðingjar okkar þjóðar. .  Að taka við búi stórmenna og snillinga sem þar hafa haft aðsetur (ef til vill ekki allir)!
Sumir sem hafa í skjóli oflætis boðið sig fram aftur og aftur (ég nefni engin nöfn).
Aðrir sem vilja vekja athygli á sjálfum sér eða einhverjum furðulegum málstað.
Auðvitað mega allir gera þetta svo framarlega sem þeir eru innan laga og reglna, eins og söfnun  undirskrifta stuðningsmanna.  Undirskriftir eru furðulega fámennar, hefði átt að vera búið að breyta þeim fyrir löngu.  Samt er þetta ekki svo einfalt.  Að öðru jöfnu viljum við að fá að velja á milli karla og kvenna sem hafa unnið sér orðstír fyrir gott starf úti í samfélagi okkar. Svo geta alltaf komið til sögunnar einstaklingar sem allt í einu grípa hug þjóðarinnar. 

Nú fáum við á næstunni nöfn, einstaklinga sem treysta sér til að leggja nafn sitt og störf fyrir alþjóð.  Þeir eru ekki margir sem við höfum haft í þessi 72 ár lýðveldis okkar. Sveinn, Ásgeir, Kristján, Vigdís, Ólafur Ragnar.  Sá seinasti sem setið hefur í 20 ár, sem hefur breytt öllu, gert allt öðru vísi en áður.  Og nú yfirgefur hann stólinn, skútun, skilur okkur eftir. Ein úti á norðurhafi.  

Forsætisráðherrann vill segja eitthvað, gerir upp forsetanum sínar hugmyndir, um jákvæðnina, um myrkrið sem andstæðingar hans lifa í: 

Sig­mund­ur seg­ir ástæður til þess að hrósa for­set­an­um fyr­ir þjóðrækni og að „hafa talað máli Íslands með af­drátt­ar­laus­um hætti á alþjóðavett­vangi, eins og for­seta ber.“
„„Loks má nefna að áhersla hans á mik­il­vægi þess að við kunn­um að meta kosti Íslands og leggj­um áherslu á já­kvæðni og forðumst nei­kvæðni er mjög mik­il­væg, ekki hvað síst nú um stund­ir. Þjóðhöfðingi þarf að hafa trú á land­inu og þjóðinni, menn­ingu henn­ar og sögu,“ bæt­ir Sig­mund­ur við. „Von­andi auðnast nýj­um for­seta að gera það af sama af­drátt­ar­leysi og Ólaf­ur Ragn­ar.“

Svo er spurningin hver er það sem uppfyllir þessar kröfur Sigmundar Davíðs, eða hugmyndir Sjálfstæðismanna um frjálslyndi, frjálsa verslun, enn er sá einstaklingur ekki kominn fram.  Eflaust bíða einhverjir í startholunum.  Þeir mega ekki vera of sjálfstæðir, ekki of umhverfissinnaðir, ekki of lifandi.  Svo er á hinn veginn, hugmyndir um forseta sem er menntamaður, fylgist með straumum sinnar tíðar.  Nokkrir hafa verið nefndir, ekki vilja þeir kasta sér út í ána ennþá.  En við sjáum hvað setur.  Svo er úrskurðurinn okkar kjósendanna. Þetta verður spennandi ár. 

laugardagur, 2. janúar 2016

Dómarar : Launajafnrétti á Íslandi????

Það ráku margir upp stór augu sem sáu litlar fréttir í dálkasentimetrum talið í fjölmiðlum fyrir helgi um hækkun kjararáðs á launum dómara.  Það var hrópað hærra þegar bankastjóri nokkur átti í hlut. 
Það var eins og ætti að fela þessa frétt. Einn af þeim sem vekur athygli á þessu er Vilhjálmur Birgisson verkalýðsfélagsformaður á Akranesi. Þetta eru mestu hækkanir sem maður hefur séð í íslensku launakerfi lengi.  Er misskipting aftur að aukast? Er launajafnrétti forsætisráðherrans hjóm eitt.  Er gamla embættismannvaldið snúið aftur?

Eftir yfirferð ráðsins færast allir dómarar upp um sjö launaflokka, auk þess sem yfirvinnueiningum er fjölgað um 10 til 31 í mánuði hverjum. Mest er breytingin hjá hæstaréttardómurum sem fara úr launaflokki 140 með 18 yfirvinnutíma í launaflokk 147 með 30 yfirvinnutímum. Laun þeirra fara úr tæplega 1,2 milljónum króna á mánuði, eins og þau voru eftir síðustu almennu hækkun ráðsins í nóvember síðastliðnum, í rúmar 1,7 milljónir.
Heildarlaun forseta Hæstaréttar fara úr tæplega 1,3 milljónum í tæplega 1,9 milljónir króna.

Minnst er breytingin hjá dómstjóranum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, 31,6 prósent, en hann er tveimur launaflokkum fyrir ofan aðra dómstjóra á landinu auk þess að fá mánaðarlega greitt átta yfirvinnutímum meira en þeir. Laun dómstjórans í Reykjavík fara úr rúmlega 1,1 milljón króna í rúmlega 1,5 milljónir, en laun annarra dómstjóra úr rúmri milljón í rúmlega 1,4 milljónir.

Laun héraðsdómara hækka svo um 38,7 prósent, fara úr rúmum 949 þúsund krónum á mánuði í rúmlega 1,3 milljónir króna.


Hér ákvörðun þeirra í heilu lagi:

V.
Ákvörðunarorð


Frá og með 1. janúar 2016 skulu laun og starfskjör dómara vera þessi:
Mánaðarlaun héraðsdómara skulu vera samkvæmt launaflokki 502-140, nú 1.021.423
krónur. Að auki skal greiða þeim 33 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir.
Mánaðarlaun varadómstjórans í Reykjavík skulu vera samkvæmt launaflokki 502-141, nú
1.056.291 króna. Að auki skal greiða honum 33 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu
fylgir.
Mánaðarlaun dómstjóra utan Reykjavíkur skulu vera samkvæmt launaflokki 502-141, nú
1.056.291 króna. Að auki skal greiða þeim 42 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu
fylgir.
Mánaðarlaun dómstjórans í Reykjavík skulu vera samkvæmt launaflokki 502-143, nú
1.129.671 króna. Að auki skal greiða honum 50 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu
fylgir.
Kjararáð 2015.3.001
7
Mánaðarlaun hæstaréttardómara skulu vera samkvæmt launaflokki 502-147, nú 1.292.529
krónur. Að auki skal greiða þeim 48 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir.
Mánaðarlaun forseta hæstaréttar skulu vera samkvæmt launaflokki 502-149, nú 1.382.758
krónur. Að auki skal greiða honum 55 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir.
Eining er 1% af launaflokki 502-136, nú 8.934 krónur. Einingar greiðast alla mánuði ársins,
einnig í sumarleyfi. Af því leiðir að ekki er greitt orlofsfé á einingar.
Gangi dómari gæsluvaktir skal miða laun fyrir það við launaflokk hans.
Laun eru við það miðuð að um fullt starf sé að ræða og þannig ákveðin að ekki komi til
frekari greiðslna nema kjararáð úrskurði um það sérstaklega.
Um almenn starfskjör dómara gilda reglur kjararáðs frá 17. nóvember 2015 að undanskildum kafla 4 um endurmenntun. Dómari á annars vegar rétt á námsleyfi á launum til
endurmenntunar og hins vegar styrk til starfsmenntunar þannig:
Dómari á rétt á launuðu námsleyfi á fjögurra ára fresti til að stunda endurmenntun, fyrst
eftir fjögur ár í starfi. Dómari ávinnur sér þriggja vikna leyfi á hverju ári. Þó getur uppsafnaður
réttur mest orðið 6 mánuðir og greiðist ekki út við starfslok. Dómari heldur launum í námsleyfi
og fær greiddan ferða- og dvalarkostnað samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar. Dómstólaráð
setur nánari reglur um námsleyfi héraðsdómara og Hæstiréttur Íslands um námsleyfi
hæstaréttardómara.
Ríkissjóður skal greiða sem svarar til 0,92% af heildarlaunum hvers dómara í sérstakan
starfsmenntunarsjóð dómara. Kostnaður dómara við námskeið, námsstefnur, ráðstefnur eða
sambærilega þekkingaröflun sem telja má til starfsmenntunar skal greiðast úr sjóðnum.
Starfsmenntunarsjóður dómara skal taka við af endurmenntunarsjóði dómara. Innanríkisráðherra
skal skipa þrjá menn í stjórn sjóðsins, þar af einn án tilnefningar og skal hann vera formaður
sjóðsstjórnar, einn samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands og annan samkvæmt tilnefningu
Dómstólaráðs. Stjórn sjóðsins semur reglur fyrir úthlutun úr honum sem taki gildi 1. janúar
2016, og tekur sjóðurinn við eignum og skuldbindingum endurmenntunarsjóðs dómara frá og
með þeim degi. Stjórnin tekur ákvarðanir um varðveislu sjóðsins og ávöxtun.
________________________