sunnudagur, 21. febrúar 2016

Ófærðin er ómótstæðileg!

Jæja, þá er Ófærðin á enda og einmana hetjan gengur niður þorpsgötuna, maður vonar að hann detti ekki og roti sig (ég gerði það í janúar). Mikið er gaman að upplifa það að íslenskir kvikmyndagerðarmenn, geta gert mynd af þessum gæðaflokki, þar sem allt verk, handverk, handrit, umhverfi, leikur og tónlist  eru af gæðaflokki sem gleðja skilningarvit okkar. 

Við hljótum að óska höfundum, leikstjórum, leikurum og öllu starfsfólki til hamingju. Leikarar, sérstaklega Ólafur Darri, Ilmur, Kristján Franklín, hann var unaðslegur sem alvöru skúrkur í kvöld, týpískur fjármálaskúrkur sem mun una sér vel á Kvíabryggju með banka sakleysingjunum. 

Við óskum Balthasi Kormáki til hamingju með þetta einstaka afrek, vonandi fáum við betri og gæfuríkari Útrás núna í lista heiminum, en fyrir 10 árum, ég þarf ekki að segja hvar. Og Ólafur Darri hefur sýnt það að hann er sönn hetjuímynd með allar áhyggjur heimsins á herðum sér. Megi hann vel farnast í ófærðinni og vetrardrunganum hjá okkur. 
 ,


laugardagur, 20. febrúar 2016

Minningarorð: Að kveðja gönguvinina góðu

Það er öll okkar vegferð, að takast á við hinn eina sanna. hver sem hann nú er, sem tekur á móti okkur að lokum.
Góðir vinir okkar og samherjar hverfa á brott.  Þeir sem við höfum deilt ákveðnum tíma í skóla, vinnu eða áhugamálum. Svo hverfum við líka. 

Hérna sjáum við mynd af tveimur ljúflingum, sem gengu með okkur um fjöll og firnindi á Hornströndum.  Það var ekki alltaf auðvelt, þokudrungi hvíldi stundum yfir, regn og stormur.
Bragi og Guðmundur á  góðri stund

Aðra daga var  lífið dásamlegt, miðnætursólin blasti við,  allt í einu var maður í 25 stiga hita þarna norðurfrá þar sem átti alltaf að vera kuldi og kröm. 

En ....... þeir hverfa á brott, fyrir 2 árum var það Guðmundur Jóhann Hallvarðsson, fyrir mánuði  var það hann Bragi Óskarsson, það er svolítið sérstakt að ganga með fólki um fjöll.  Það er misjafnt hvernig það gengur.  Það var gott að ganga með honum Braga.  Hann var 12 árum eldri en ég, göngutaktur hans var samt eins og yngri manns.  Hann hafði jasstakt og fíling í fótunum uppi á fjöllum, líka þegar maður sá hann á jasstónleikum á Jómfrúnni að sumarlagi.  Hann naut þess að hlusta að spuna, þá var líf í hans limum. 

Það var gaman að skemmta sér með honum eftir erfiðan göngudag,  á Hesteyrum, í Hlöðuvík, á Horni eða í  Látravík.  Ölið glóði í glasi, bjarmi var yfir andliti,  ég tala nú ekki um það þegar þegar gítarinn var tekinn upp og söngur Hornstrandafara hljómaði yfir sólbjartar víkur, Þórsmerkurljóð, Spáðu í mig, Delila ég tala nú ekki um ef Guðmundur tók nokkur bönnuðu laganna. Þið vitið ekki hver þau eru.  Þá var lífið unaðslegt.

Bráðum förum við yfir móðuna miklu og finnum okkur góðar gönguslóðir, þá höldum við áfram að liða um fjallshlíðar og sjá skýin dansa fyrir neðan okkur.   Lífið getur verið svo dásamlegt. Hvar sem er.

Hin eina sanna fegurð

fimmtudagur, 18. febrúar 2016

Embættismenn og Einar Sveinsson

Það eru skrítnar fréttirnar um störf íslenskra embættismanna, sem virðast aldrei tala sín á milli, hvað þá að þeir geti sent póst til lögfræðinga flóttamanna ef þeim sýnist eitthvað vera að, sbr. að ein nefnd sem hefur nýlega tekið til starfa fái ekki pappíra.  Það dugir ekki lengur að tala um álag og annir. Þetta eru bara vinnubrögð til skammar. Flóttamenn fá dvalarleyfi
og atvinnuleyfi og svo á að senda þá úr landi löngu áður en þessi leyfi eru útrunnin.  Verklagið er út í hött. 

Svo hafa allir verið að mæra það að 3 Afríkubúarnir fá að vera lengur en enginn talar um Íranann, hver var munurinn á honum???

Annað dæmi, frændi fjármálaráðherra segist ekki hafa talað við hann um hin alræmdu kaup á hlutabréfumí Borgun.  Gott og vel, en að maður sem gerir ekkert annað en að hugsa um peninga, fjármagn og bréf skuli ekki hafa dottið í hug að einhverjir settu spurningu við þessum kaupum . Einar segir að hann hafi ekki haft áhyggjur af því að skyldleiki hans við Bjarna yrði til þess að málið yrði gert tortryggilegt. Nei engar áhyggjur.

Kerfi sem er tiltölulega einfalt 

Fjármálaráðherra 

Bankasýsla ríkisins 

Bankastofnanir og eignarhlutir  í eigu ríkisins

eða eins og segir á vefsíðu Bankasýslu ríkisins:  

Um Bankasýsluna

Bankasýsla ríkisins er ríkisstofnun með sjálfstæða stjórn sem heyrir undir fjármálaráðherra. Hún var stofnuð með lögum nr. 88/2009 sem tóku gildi í ágúst 2009. Stjórn Bankasýslunnar var skipuð í september 2009, en stofnunin tók til starfa í janúar 2010.

Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma, og leggur þeim til fé fyrir hönd ríkisins á grundvelli heimilda í fjárlögum.

Bankasýsla ríkisins er í starfsemi sinni ætlað að leggja áherslu á endurreisn og uppbyggingu öflugs innlends fjármálamarkaðar og stuðla að virkri og eðlilegri samkeppni á þeim markaði, tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings.
Bankasýslan skal hafa lokið störfum eigi síðar en 5 árum eftir að hún er sett á fót.

Þetta hefur ekki vafist fyrir Einari Sveinssyni ó nei það hvarflaði ekki að honum, og enginn starfsmaður Landsbankans hefur bent honum á það, varla.  Það er ýmislegt sem maður á að trúa um íslenskt embættismanna og bankakerfi.  :  


Í Fréttablaðinu segir að skyldleiki Einars við Bjarna hafi vakið tortryggni. Einar segir í blaðinu í dag að hann hafi ekki látið frænda sinn vita af því að hann hygðist taka þátt í þessum viðskiptum. Raunar hafi hann aldrei rætt málið við Bjarna. Einar segir að hann hafi ekki haft áhyggjur af því að skyldleiki hans við Bjarna yrði til þess að málið yrði gert tortryggilegt og að hann hafi fyrst fengið upplýsingar um viðskiptin í nóvember 2014, eða í sama mánuði og gengið var frá þeim.



þriðjudagur, 16. febrúar 2016

Sýrland: Gráa grín vikunnar: Vopnahlé

Vopnarhléið sem er ekkert vopnahlé, blaðamannafundur með stórmennum valdamönnum, sem segjast ætla að draga úr átökum þetta er á föstudegi en hvað gerist á mánudegi, meiri og andstyggileg átök.

Friðarvilji forseta Sýrlands kemur vel fram í viðtali um helgina:
Aðspurður um það mikla flóð fólks sem hef­ur flúið Sýr­land síðustu ár sagði Assad að það væri hlut­verk Evr­ópu að hætta að „hlífa hryðju­verka­mönn­um“ svo að Sýr­lend­ing­ar gætu snúið aft­ur heim. Þá hafnaði hann ásök­un­um Sam­einuðu þjóðanna um að stjórn hans hafi framið stríðsglæpi og sagði þær „póli­tísk­ar“ og án sönn­un­ar­gagna.
Með aðstoð loft­árása Rússa hef­ur stjórn­ar­her­inn nán­ast um­kringt Al­eppo, sem er næst­stærsta borg Sýr­lands. Sagði hann helsta mark­mið stjórn­ar­inn­ar að ná völd­um í Sýr­landi að nýju en stór svæði lands­ins eru und­ir stjórn upp­reisn­ar­manna og Ríki íslams.
„Hvort sem við náum því mark­miði eða ekki sækj­umst við eft­ir því án þess að hika. Það er ekk­ert vit í því fyr­ir okk­ur að gef­ast upp á ein­hvern hátt.“
Sagði hann jafn­framt mögu­legt að ljúka stríðinu í Sýr­landi á inn­an við ári ef birgðarleiðir upp­reisn­ar­manna frá Tyrklandi, Jórdan­íu og Íraki eru stöðvaðar. Hann sagði að ann­ars myndi „lausn­in taka lang­an tíma og vera greidd dýru gjaldi.“

Læknirinn   Ahmad Ghandour,  segir að 38 læknar og hjúkrunarfræðingar  hafi verið drepnir seinasta mánuðinn, kerfisbundið er unnið að því að gera ómögulegt að lifa á ákveðnum svæðum, þetta er Idlib héraðið vestarlega í Sýrlandi. Þarna vinna ríkið og Rússar saman. Samtökin sem reyna mest að rannsaka árásaferli og aðferðir Physicians for Human Rights og telja að þetta séu skipulagðar árásir þar sem sjúkrahús séu skotmörk. Þannig árásir jukust mikið eftir að Rússar skárust í leikinn.

Í viðtali við Information segir læknirinn meða annars:
»Alene i den seneste måned kender jeg til 38 læger og sygeplejersker, der er blevet dræbt. Sandheden er, at hvis udviklingen fortsætter, som den er nu, vil der ganske enkelt ikke være nogen hospitaler eller klinikker tilbage i Nordsyrien om et år,« konstaterer han.

»For mig at se er det, som om russerne og regimet prøver at ændre selve demografien med deres bombeangreb, fjerne muligheden for at leve her. Alene i denne by har der været tre store massakrer sidste år, hvor fly blandt andet angreb det offentlige marked to gange med mere end 100 ofre hver gang. De har også prøvet at bombe hospitalet, men heldigvis ramt ved siden af,« siger lægen Ahmad Ghandour.
»De gør det umuligt at leve her.«

Ef ástandið er skoðað til lengri tíma, þá hefur verið gert ómögulegt að stunda heilbrigðisvinnu í Aleppo, 5% eru þar ennþá starfandi aðrir hafi verið drepnir, flúnir úr landi, fangelsaðir. 

Allerede for over et år siden anslog eksperter, at omkring 95 procent af alt uddannet sundhedspersonale enten var emigreret, slået ihjel, fængslet eller på anden måde diskvalificeret fra at udføre deres arbejde i Aleppo. Siden er det ikke blevet bedre, tværtimod synes angrebene at have taget til, ikke bare i omfang, men også i koordination

En lesendur góðir þetta er það sem gerist í hverri styrjöld, Írak, Afghanistan, Vietnam, Kóreu, og þáttakendur hafa oftast verið samstarfsaðilar okkar.  En það breytir því ekki að til að stöðva flóttamannastraum, dráp, langvarandi útrýmingu fólks í heilum heimshluta þarf að stöðva styrjöldina í Sýrlandi, stöðva útbreiðslu ISIS, en kannski er þetta allt of seint.  Er 3. heimsstyrjöldin hafin eins og spurt í var í þýskusjónvarpsstöðinni ZDF.

Den syriske læge Ahmad Ghandour var tidligere i år taget op mod nord til en flygtningelejr nær byen A'zaz, hvor der mandag blev bombet et hospital. Ahmad Ghandour siger, at han selv kender til 38 læger og sygeplejersker, der er blevet dræbt den seneste måned.Privatfoto
 Læknirinn   Ahmad Ghandour




mánudagur, 15. febrúar 2016

Ferðaþjónusta á villigötum: Banaslys í beinni

Ferðaþjónusta á villigötum.  Enginn tekur ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. 
Ferðamenn drepa sig í Reynisfjöru.  Aðrir hætt komnir. Það má ekki fara í sjóinn segja ferðaleiðsögumenn, og ekkert meira. 
Fjöldi ferðamanna leika sér út á ísnum á Jökulsárlóni, þetta gerist stöðugt segir fararstjóri sem
kemur oft með hópa þangað.  Enginn er á staðnum til að koma í veg fyrir þetta.  Sama er umhverfis hveri og stórhættulega staði, hálka á Gullfossi.  Þetta er hættulegt segja ferðaskipuleggjendur og ekkert meira. 

Er ekki eðlilegt að ríkið komi upp landvarðaþjónustu og skattleggi ferðamannaiðnaðinn úr því að hann getur ekki gert þetta að sjá um eftirlit.  Svo segir framkvæmdasjóri  Íslandsstofu að það sé svo mikil landkynning þegar poppgoð sýni fáránlega framkomu.  Enginn auðvitað að fylgjast með slíku sem skapar fordæmi við þúsundir og tugþúsundir.
Það er auðvitað mikil landkynning að sjá fólk farast í beinni í ferðamannaparadísinni Ísland! Við getum verið hreykin yfir því.  

Þá er mörgum eflaust í fersku minni tónlistarmyndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You. Myndbandið er allt tekið upp hér á landi og vakti mikla athygli en söngvarinn baðar sig meðal annars í Jökulsárlóni. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sagði þá í samtali við Vísi að þó að hegðun Bieber væri ekki til fyrirmyndar þá væri myndbandið engu að síður frábær landkynning.   




laugardagur, 13. febrúar 2016

Spilling: Borgun LÍ. Byr Baldur Bjarni Vigdís og við hin

Spilling, spilling spilling, spilling. 
Orð vikunnar er spilling.  Eins og oft áður. 
Hverjum dettur í hug að gera mann sem nýverið hefur lokið þvi að sittja inni eftir að hafa metið meir  hlutabréfin sín en skyldur sínar sem einn æðsti embættismaður á sviði fjármála í
Man einhver eftir þessum, öll hreinleikinn upp málaður.

Borgunarmálið sýnir í hnotskurn spillingardans bankakerfis og valdamanna.  Hvað sem ráðherrar segja þá skal enginn segja mér að þeir komi ekki nálægt svona máli í sínu ráðuneyti. 

Gott að fá Vigdísi til að taka þátt í skripaleiknum.  Allir eru jafnspilltir auðvitað.  Eða verri. 

Við bíðum bara eftir hvað kemur   næst!              





Vigdís segir mörg Borgunarmál hafa komið upp á síðasta kjörtímabili

Borgun

Í nóvember 2014 var 31,2% hlutur Landsbankans í félaginu Borgun hf. seldur til félagsins Borgun slf., en eigendur þessu eru félagið Or­bis Borg­un­ar slf., Stál­skip ehf., P126 ehf. sem er í eigu Ein­ars Sveins­son­ar og son­ar hans Bene­dikts Ein­ars­son­ar, í gegn­um móður­fé­lagið Charam­ino Hold­ings Lim­ited sem skráð er á Lúx­em­borg. Þá á fé­lagið Pét­ur Stef­áns­son ehf. einnig hlut í Borg­un slf., en for­svarsmaður þess er Sig­valdi Stef­áns­son. Söluverðmæti hlutarins var 2.184 milljónir. Gagnrýnt var að félagið hafi ekki farið í opið söluferli. Í janúar 2016 var upplýst um að Borgun auk Valitors myndu hagnast verulega vegna yfirtöku Visa international á Visa Europe. Sagði Morgunblaðið að um væri að ræða samtals á annan milljarð.



Baldur Guðlaugsson metur hæfni skrifstofustjóra í atvinnuvegaráðuneyti

22% hlut­ur í Borg­un fylgdi yf­ir­tök­unni á Byr

22% eignarhlutur í Borgun fylgdi yfirtökunni á Byr. stækka 22% eign­ar­hlut­ur í Borg­un fylgdi yf­ir­tök­unni á Byr. mbl.is/​Júlí­us
Í nóv­em­ber 2011 þegar Íslands­banki yf­ir­tók all­ar eign­ir og skuld­ir Byr hf. greiddi bank­inn 6,6 millj­arða fyr­ir spari­sjóðinn með út­gáfu skulda­bréfs. Á þeim tíma átti Byr eign­ir í ýms­um hlut­deild­ar­fé­lög­um, dótt­ur­fé­lög­um og öðrum fasta­fjár­mun­um. Voru þess­ar eign­ir metn­ar á 6 millj­arða. Meðal ann­ars fylgdi með 22% hlut­ur í fé­lag­inu Borg­un.
Virði hlut­anna í hlut­deild­ar­fé­lög­um var met­inn á 1,1 millj­arð í árs­reikn­ingi Íslands­banka árið 2011, eins og fram hef­ur komið fram í um­fjöll­un Viðskipta­blaðsins. Hlut­ur­inn í Borg­un var meðal flokkaður þar á meðal, en virði hans hef­ur auk­ist um­tals­vert á und­an­förn­um árum.
Lands­bank­inn seldi meðal ann­ars 31,2% hlut sinn í Borg­un á 2,2 millj­arða í árs­lok 2014. Miðað við þá sölu var 22% hlut­ur­inn met­inn á um 1,6 millj­arð og því verðmæt­ari en allt safn hlut­deild­ar­fé­lag­anna í mati Íslands­banka árið 2011. Til viðbót­ar fékk Íslands­banki 176 millj­ón­ir í arð frá Borg­un vegna 22% hlut­ar­ins eft­ir árið 2014.
Eins og Morg­un­blaðið greindi frá í vik­unni er gert ráð fyr­ir að yf­ir­taka Visa In­ternati­onal á Visa Europe muni skila ís­lensku greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­un­um Visa Ísland og Borg­un millj­örðum á kom­andi miss­er­um. Ljóst er því að 22% hlut­ur­inn sem Íslands­banki fékk með yf­ir­töku Byrs er tals­vert verðmæt­ari en bank­inn hafði áætlað í mati sínu á spari­sjóðnum.


Árið 2011 var Baldur dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innherjasvika og brot í opinberu starfi þegar hann seldi hlutabréf sín að andvirði 192 milljóna króna í september árið 2008, rétt fyrir bankahrunið. Dómurinn var staðfestur í Hæstarétti árið 2012.

fimmtudagur, 11. febrúar 2016

Sýrland: Ískyggileg tölfræði styrjaldar og olíusala í Sýrlandi

Óhugnanlegar fréttir berast daglega frá Sýrlandi, tölfræði 5 ára styrjaldar verður æ hrikalegri: 

Tölur fallinn og drepinna í stríðinu eru 470.000, 70.000 óbeinar afleiðingar, á flótta, hungur og fátækt,veikindi, hreint vatn, heilbrigði og húsaskjól,  400.000 beint í stríðinu.  Þetta segir Syrian Centre for Policy Research (SCPR) nær helmingi hærri tala en Sameinuðu þjóðirnar hafa reiknað út.  11. 5% íbúana hafa verið drepnir eða særðir, Tala særðra er 1.9 milljónir.  Lífslíkur hafa fallið frá 70 árum  niður í 55,4 frá 2010 - 2015. Á Íslandi eru tölurnar rúmlega 80 ár, bæði hjá körlum og konum. 

Dánartíðni hefur aukist frá 4,4 af þúsundi í 10,9 frá 2010 -2015. Er ekki komið nóg, Þetta land er orðið efnahagslega Svört hola eins og blaðamaðurinn segir, 13, 8 milljónir manns hafa misst möguleikann á að lífnæra sig.

 Merkilegar upplýsingar koma frá blaðamanni Information í Sýrlandi um olíusölu í Sýrlandi.  Þar eru það tankabílaeigendur sem kaup olíu af ISIS og selja hana síðan Sýrlands ríki eða smyglara ( sem koma henni til Tyrklands eða annað)
eða Frjálsa sýlenska hernum (andstæðingum Assads forseta).
                                Týpískur olíubíll í Sýrlandi, eigandinn á 4 svona
sem hann gerir út.

                                            Olían hækkar um helming frá því  hann kaupir hana frá ISIS til kaupenda sinna.

Hér eru nokkrir þættir úr greininni í Guardian:

Syria’s national wealth, infrastructure and institutions have been “almost obliterated” by the “catastrophic impact” of nearly five years of conflict, a new report has found. Fatalities caused by war, directly and indirectly, amount to 470,000, according to the Syrian Centre for Policy Research (SCPR) – a far higher total than the figure of 250,000 used by the United Nations until it stopped collecting statistics 18 months ago.
In all, 11.5% of the country’s population have been killed or injured since the crisis erupted in March 2011, the report estimates. The number of wounded is put at 1.9 million. Life expectancy has dropped from 70 in 2010 to 55.4 in 2015. Overall economic losses are estimated at $255bn (£175bn).



Of the 470,000 war dead counted by the SCPR, about 400,000 were directly due to violence, while the remaining 70,000 fell victim to lack of adequate health services, medicine, especially for chronic diseases, lack of food, clean water, sanitation and proper housing, especially for those displaced within conflict zones.

“We think that the UN documentation and informal estimation underestimated the casualties due to lack of access to information during the crisis,” he said.

In an atmosphere of “coercion, fear and fanaticism”, blackmail, theft and smuggling have supported the continuation of armed conflict so that the Syrian economy has become “a black hole” absorbing “domestic and external resources”.Oil production continues to be an “important financial resource” for Isis and other armed groups, it says.
Consumer prices rose 53% last year. But suffering is unevenly spread. “Prices in conflict zones and besieged areas are much higher than elsewhere in the country and this boosts profit margins for war traders who monopolise the markets of these regions,” it says. Employment conditions and pay have deteriorated and women work less because of security concerns. About 13.8 million Syrians have lost their source of livelihood.

In statistical terms, Syria’s mortality rate increase from 4.4 per thousand in 2010 to 10.9 per thousand in 2015.