fimmtudagur, 22. september 2016

Sigmundur Davíð: Enn er hann á ferð. Og margir segjast vorkenna honum ....

Enn er hann á ferð.  Hver getur vorkennt þessum manni?

Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás

Enginn hefur fengið að sjá reikninga hans eða konu hans.  Er kona hans ein af kröfuhöfum? Hefur því verið svarað.?

Svo svarar hann í síma í umræðuþætti...... 

og þessum við hliðina á honum þótti ekki slæmt að vinna með honum enda um margt á sama báti...

Furðumál Alþingis og ríkisstjórnar

Fyrsta furðumál: Íslenskt samfélag tekur á sig æ óhugnanlegar myndir.  Það seinasta er formaður nefndar á Alþingi sem býr til skýrslu fær meirihluta nefndarinnar til að samþykkja hana (líklega án þess að lesa hana), svo kemur í ljós að skýrslan er drasl,  samsett af vænissýki formannsins í garð fyrrverandi ráðherra.  Embættismenn sem unnu undir stjórn fyrrverandi ráðherra bregðast við þar sem þeir eru kallaðir landráðamenn með meiru.  Skýrslan verður allt í einu ekki skýrsla, forseti Alþingis grípur frammi fyrir hendurnar á þeim tveimur sem báru skýrsluna fram, formaðurinn situr uppi með skýrsluna einn, nokkrir einstaklingar út í bæ, finna töluvert í þessari skýrslu sem gæti verið rétt,  þeir eiga það sameiginlegt að bera blendnar tilfinningar til fyrrverandi ráðherra.  Sumir hatur.  Formaðurinn ákveður að senda fyrrverandi skýrslu til annarrar nefndar. Vill sú nefnd taka við þessari skýrslu?  Verða menn að taka við því sem til þeirra er rétt? Geta þingmenn útbúið skýrslu af þessu tagi? Einn nefndarmanna í meirihluta klagar einn af embættismönnunum fyrir hótanir. Vonandi að hann hafi lesið skýrsluna. Myndi hann hleypa pappír af þessu tæi í gegnum sín samtök, Bændasamtökin?

Ef við læsum þetta í erlendum fjölmiðli um atburði í fjarlægu landi, hvað myndum við hugsa, skrifa, tala um?  Ég hugsa að við færum og fengjum okkur bananasplit

Annað  furðumál: 

 Ríkisstjórn samþykkti á aukafundi í morgun að leggja fram frumvarp um lagningu háspennulína frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. Frumvarpið verður lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir afar mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga á Alþingi.

Landvernd fjallar um þetta mál á vef sínum: 

  Í samningnum kemur fram að fyrsti afhendingardagur orku á Bakka er 1. nóvember 2017, en skrifað var undir samning PCC og Landsnets í mars 2015. Landsnet hafði því 2,5 ár til að standa við gerðan samning. Draga má í efa að gert hafi verið ráð fyrir nægum tíma í samningnum, ekki síst ef litið er til eftirfarandi þátta:
  • óánægju umhverfisverndarsamtaka með umhverfisáhrif línanna,
  • samningar höfðu og hafa ekki enn náðst við alla landeigendur (eignarnámsbeiðni var send atvinnuvegaráðuneyti í september 2015 sem enn hefur ekki úrskurðað um eignarnám),
  • ekki er sótt um framkvæmdaleyfi fyrr en í mars 2016 og þau veitt í apríl og júní 2016,
  • framkvæmdaleyfi eru kæranleg lögum samkvæmt í mánuð eftir útgáfu þeirra,
  • málsmeðferðartími úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er lögum samkvæmt sex mánuðir í stórum og flóknum málum, en hefur verið a.m.k. helmingi lengri í mörgum tilfellum.
 Það er ýmislegt sem Landsnet hefur átt að vera búið að gera, svo þetta er sleifarlag fyrirtækisins. Það er ekki bara eitt atriði sem hægt er að benda á þau eru mörg sem gera það að verkum að bæðir umhverfissamtök og úrskurðarnefndir þurf að skoða þessa meðferð . 
 Hinn óumdeildi iðnaðarráðherra kveður þetta mál hafi verið rætt til þaula.  Eins og alltaf er með mál hjá henni.  Við þekkjum það.  En staðreyndin er sú að hún og hennar fólk hafa ekki verið með eftirlitið á hreinu frekar enn fyrri daginna.  Og auðvitað þarf hún að koma þessu máli yfir á Steingrím og Jóhönnu.  Hvenær luku þau störfum í ríkisstjórn?  Það var langt fyrir mars 2015!  Svo varla er þetta leiðin til að fá stjórnarandstöðu með sér í þessu máli.  Að henda skít í andstæðinginn. Og koma ef til vill endanlega í veg fyrir samkomulag.  Þetta sagði hún í gær: 

„Þar sem gríðarlegir hagsmunir eru undir og engin önnur lausn var í sjónmáli. Við erum búin á undanförnum dögum og vikum að reyna að leita allra leiða til að  leysa þetta mál án þess að löggjafinn þyrfti að grípa inni í,“ segir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fundir hafi verið haldnir með deiluaðilum, umhverfis- og forsætisráðuneyti og Skipulagsstofnun.

„En (við) höfum gengið þá leið á enda. Okkar mat var það að þetta væri eina leiðin til að leysa þetta mál. Við erum í þeirri aðstöðu að að er verið að reisa Þeistareykjavirkjun  sem hornsteinn verður lagður að á föstudaginn. Framkvæmdir eru farnar af stað við iðnaðarsvæðið á Bakka. En það vantar að tengja virkjunina við framkvæmdastaðinn. Það er staða sem er óásættanlegt að vera í og þess vegna er gripið til þessa ráðs,“ segir Ragnheiður Elín.

Mjög mikilvægt sé að frumvarpið verði afgreitt fyrir kosningar og hún vonar að samstaða náist um það við stjórnarandstöðuna. En nú þegar hafi samtöl átt sér stað við hana að undirlagi forsætisráðherra. Nú kalli hún alþingismenn til ábyrgðar í þessu mikilvæga máli.

„Sem á sér rætur á síðasta kjörtímabili. Þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru í forsæti fyrir ríkisstjórn og þetta mál á sinn uppruna þaðan,“ segir Ragnheiður Elín og segist ekki trúa  öðru en málið hljóti farsæla afgreiðslu á Alþingi.
(visir.is feitletrun mín) 


Þær eru báðar miklir blöðruselir, Vigdís Hauksdóttir og Ragnheiður Elín.  Önnur fékk ekki ráðherraembætti og hættir, hin fékk ráðherraembætti og spilaði því úr höndum sér og missti tiltrú síns flokksfólks.  Svona er lífið.  Í stjórnmálum þarf þor og dug, líka þarf maður að vita hvenær maður á eitthvað að segja og hvenær á ekkert að segja.  Það er listin.






sunnudagur, 18. september 2016

Höfuðóvinurinn: Baráttan gegn Menningunni

Það er skrítið á hvað er lögð mest áhersla, hjá stjórnvöldum. Ég var að hugsa um þetta í gær. Náttúrugripasafn hefur í áratugi verið lagt til hliðar.  Hús íslenskrar tungu er enn gryfja við Suðurgötu (en framkvæmdir eiga að hefjast á næsta ári). Stór hluti af hægri mönnum voru alltaf á móti því að byggja hús yfir tónlist og ráðstefnur, Hörpu. Einn aldraður arkitekt telur tíma
sínum vera vel varið að ræða um það hversu vitlaust hafi verið að reisa þetta hús, sem vekur aðdáun erlendra gesta og listamanna, mesta  menningarafrek okkar á 21. öld. Og einn liðurinn í ferðamennsku okkar er menningartúrismi sem stöðugt fer vaxandi. Ferðamenn eru stöðugt meir áberandi á tónleikum og listaviðburðum.

Hróður okkar sem menningarþjóðar fer víða, í bókmenntum, tónlist, myndlist og svo framvegis.   En stór hópur framámanna heldur að fólk sem vinnur í þessum atvinnuvegum samfélagsins sé á framfæri hins opinbera.  Þetta fólk á að fá sér vinnu og dúlla við listina á kvöldin. 

 Ung kona sýningarstjóri við Listasafn Íslands ræðir þetta af hreinskilni í Fréttablaðinu í dag. 
 



Þetta er ekki ómeðvitað skeytingarleysi heldur grjóthart. Við
eigum í stríði um menninguna –
þannig upplifi ég það. Þetta er ekki
spurning um að þingmenn eða ráðamenn hafi ekki haft tíma til þess að
kynna sér gögnin um hagræn áhrif
skapandi greina og bein tengsl
milli aukins ferðamannastraums
og menningar, því þau eru búin að
liggja fyrir lengi. Þessi þjóð er tiltölulega sammála, hvað sem fólk
segir um listamannalaun, um nauð-
syn þess að við höldum áfram að
skapa tónlist, myndlist og svo framvegis. Þetta er mjög alvarlegt mál.“

 


og listafrömuður sem kynnir list okkar út um allan heim tekur undir, Pétur Arason.

Þurfum að átta okkurBirta tekur undir þetta. „Maður er
aðallega ósáttur vegna þess að við
vitum vel að Ísland er forríkt land.
Við sjáum aðrar smáþjóðir styðja

listasöfn sín mun betur þótt þær eigi
ekki heimsþekkta listamenn. Hins
vegar geta allir innan alþjóðlega listheimsins strax nefnt fjóra íslenska
listamenn eða fleiri. Þetta er ótrúleg
skekkja og hreint út sagt plebbalegt
af stjórnvöldum að átta sig ekki nógu
vel á því hvað við erum í mikilli sérstöðu.“
Pétur tekur undir það og segir:
„Hingað streymir gríðarlegur fjöldi
ferðamanna á hverju ári og stór
hluti þess fólks hefur mikinn áhuga
á menningu og listum. Þessir ferðamenn vilja hafa aðgang að sögu þjóð-
ar, list hennar og menningu. Við þurfum líka að hafa stöðugan aðgang að
þessu sjálf. Fólk vill geta skoðað sögu
íslenskrar myndlistar og það sem við
eigum. Það vill frá fræðslu og þá samræðu sem alþjóðlegi listheimurinn á
í, á hverjum degi. Við þurfum að gera
betur í þessum efnum. Miklu betur.

Margt verður svo plebbalegt eins og Birta segir, við getum ekki komið okkur saman um upphæð af Ferðamennskunni sem nota á til að byggja upp aðstöðu fyrir túrismann.  Klósett verða vandamál hjá okkur, við, fólkið í landinu eigum að skaffa fjármuni í þetta.  Þeir sem hafa ofsagróða úr atvinnuvegum okkar, ferðamennsku, sjávarútvegi, stóriðnaði, eiga ekki að borga nema lágmarksskatta af sínum tekjum. Hlutverk þeirra virðist vera að safna sjóðum á fjarlægum eyjum ásamt völdum hópi stjórnmálamanna.  Ég held þeir virðist ekki vita til hvers.