miðvikudagur, 12. júní 2013

Guðmundur Þóroddsson snýr aftur: Kommbakk ársins

Það er gaman að fá gamla kunningja fjölmiðlanna til baka, hver man ekki eftir manninum sem var alltaf að þvælast í bakgrunninum í OR húsinu á viðtölum við misvitra stjórnmálamenn á þeim dögum þegar OR var að fara norður og niður.  Aðallega út frá hugmyndum umrædds Guðmundar með hjálp pólitíkusa sem létu draga sig á asnaeyrunum. Og nú er hann kominn til baka.  

"Fyrir mér hljómar þetta allt sem pólitísk leikflétta í baráttu gegn fleiri álverum á Íslandi. Þetta lyktar allt af því að menn séu að reyna að drepa, eða seinka, Hverahlíðarvirkjun. Það er þáttur í baráttu gegn alþjóðafyrirtækjum á heimsvísu, sem mér þykir öll umhverfisumræða hér lituð af. Reynt er að stilla málum þannig upp að álver séu af hinu illa,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Geothermal og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR).

Og spurningin er hvort við eigum að trúa honum betur en hinum mjög svo virta vísindamanni Sveinbirni Björnssyni, fv. rektor HÍ.  en hann segir á lítt áberandi stað í sama blaði: 


Jarðhiti nýtist varla í Helguvík
Orkumál   Endurhugsa þarf orkugjafa til álvers í Helguvík þar sem vandséð er að jarðvarmavirkjanir geti nýst því í náinni framtíð.
Orkumál
Endurhugsa þarf orkugjafa til álvers í Helguvík þar sem vandséð er að jarðvarmavirkjanir geti nýst því í náinni framtíð. Þetta segir Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, sem vann lengi hjá Orkustofnun.

Sveinbjörn segir að jarðvarmavirkjanir þurfi að byggja upp í áföngum. Óheppilegt hafi verið að byggja jafn stóra einingu og Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma.

"Það er alveg ljóst og hefur alltaf verið að jarðhitavirkjanir henta ekki til stórra áfanga í álverum. Það er eðlilegast að byggja þær
virkjanir upp á nokkuð mörgum árum. Stíga kannski skref á borð við 50 megavött í hvert sinn og þannig láta reynsluna skera úr um hversu stór stöðin getur orðið. Vatnsaflsvirkjanir eru annars eðlis, það er hægt að meta strax hve mikið afl þær gefa," sagði Sveinbjörn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Sveinbjörn segir að kröfur áliðnaðarins séu nú hins vegar svo miklar að mjög erfitt gæti verið að afla nægrar orku sem gæti nýst Helguvík.

"Við eigum enga vatnsaflsvirkjun sem nær því afli, þess vegna verðum við að smala saman úr mörgum virkjunum. Það er hugsanlegt að það megi smala saman einhverjum vatnsaflsvirkjunum en á jarðhitavirkjanirnar er ekki að treysta nema að þeim sé gefinn tími




Engin ummæli:

Skrifa ummæli