mánudagur, 10. júní 2013

Stefnuræðan sem ég horfði ekkert á

Margir horfðu á umræðuna um Stefnuræðuna á Fésbókinni hjá mér, sé ég , ég horfði frekar á glæpamynd með Cage og Cusac, sem eflaust hefðu verið ágætir sem Alþingismenn, Cage sem maður hugsjóna, alvarlegur og hugsi eins og Framsóknarmaður (maður trúir því aldrei að þeir hugsi), Cusac sem bragðarefur og kvikindi í stjórnrandstöðu, örugglega í Bjartri Framtíð, þeir eru alltof prúðir.  Alþingismenn eiga ekki að vera prúðir, þeir eiga að vera ruddalegir og reiðir .  Samt sá ég nokkra þingmenn  í lokin. Óttarr P. var góður með íkornann og björninn svo og Petur Ustinov, enda seldi hann mér bækur árum saman, hann bæði les bækur og hlustar á tónlist.Fatastíll hans var elegant og chik, auðsjáanleg beint úr Rauða Krossinum, þar kaupi ég mín föt.    Píratinn Helgi kom vel fyrir, ekki Jón Þór Ólafsson. Smekkfólk á sína eigin fulltrúa var ánægt með Katrínar og Árna P.  og enginn skandalíseraði í stórum stíl. Persónutöfrar Vigdísar komu vel fram á fremsta bekk.   Það vantaði eitthvert algjört hneyksli.  Einhver að skilja í beinni eða koma úr skápnum.      



Mér líst svo á að rétt hafi verið að setja niður kartöflur og grænmeti í ár. Vonandi verðu berjauppskeran góð í ár. Ég á von á heimaslátruðu með haustinu.   Ef lækka á tekjur ríkis á ótal sviðum og ekkert koma í staðinn (undantekning Eygló Harðardóttir) þá getur ýmislegt farið að gerast hjá ellilífeyrisþegum og öryrkjum. Ég held að það nægi ekki að þjóðin fái góð loforð um skuldir og lækkun verðtryggingar . Það bætir ekki fjárhag ríkissjóðs fyrstu árin.   Mér sýnist líka þessir áldvergar vinir xB og xD ekki eiga neitt í fjárfestingar um þessar mundir, þeir bera fátæktina á silfurbökkum og þá getur maður ekki fjárfest.   
Það væri bóti í mál i ef Bjarni Ben réði Steingrím Jóhann eins og SJS réð Indriða hérna um árið. Þá væri mér rórra. Ég er svo  viðkvæm sála.     


Á bara að safna skuldum. 
Eru þær ekki nógar fyrir. 

 Svo er best að konan mín dragi fram Saumavélina til að þrengja fötin okkar.  Svo er spurning um aukavinnu og strandveiði.    Það er aldrei að vita hvað manni getur boðist.  Mér sýndist að köttur minn Sergei Flóki yrði órólegur þegar ráðherrar töluðu, hann var sérstaklega óvær þegar landbúnaðarráðherra talaði um að flytja alla erlenda ketti úr landi.   


Svo lesendur góðir þetta er ein besta Stefnuræða sem ég hef ekki heyrt.  Þetta hvetur mann til frekari dáða að fylgjast með þessari merku stofnun sem við metum svo mikils.  

Engin ummæli:

Skrifa ummæli