Það er þoka úti í Reykjavík. Í nótt sást varla út úr augum. Ætli það lýsi ekki vel sjóndeildarhring margra Íslendinga um þessar mundir. Að skynja ekkert þarna úti í þokunni?
Ég er að verða gamall, verð 67 á næsta ári. En að verða gamall þýðir ekki að maður sé kjáni. Því er það skrítið að lesa í dag að öryrkjar og ellílífeyrisþegar hafi búist við að fá miklar kjarabætur frá nýju ríkisstjórninni. Af hverju? Af því að Vigdís Hauksdóttir lofaði fullum bótum aftur í tímann í kosningaþætti fyrir kosningar? Vegna ótal loforða sérstaklega Framsóknarmanna í kosningabaráttunni?
En af hverju að búast við einhverju fyrir láglaunafólk? Hvað gerði ríkisstjórnin fyrsta mánuðinn, til kynnti um afnám hátekjuskatts, skar niður gjöld á útgerðaraðlinum, sem hefur það svo bágt. Á svo lítið, skuldar svo mikið en passar samt alltaf að það leki nóg til þeirra. Eins og dæmin sanna.
Fjármálaráðherrann hamrar á því að staða ríkissjóðs sé erfið. Hann virðist vera einn af fáum Íslendingum sem virtist ekki vita það seinustu árin, hvernig sem hann fór að því. Líklega var hann svo upptekinn að neiti eigin sök í Hruninu og þátttöku sinni með félögum sínum í Milestone og Sjóvá.
Hverjir voru það sem fengu fyrstir eitthvað í sinn hlut af eldra fólki, nú þeir sem höfðu aðstöðu til að stunda vinnu og tækifæri til að útvega sér slíkt. Svo kæru samaldrar mætið bara með mér í byrjun haustsins þegar okkur gefst gott tækifæri að láta sjá okkur og heyra á Austurvelli.
Forsætisráðherrann mætir í viðtal í Landsbankann og slær sér á brjóst og hrópar Vei yður yfir þjóðina í sjónvarpið. En hann ætlar ekkiert að gera, getur auðvitað ekkert gert. Hann er líka að uppgötva erfiða efnahagsstöðu landsins. Ég hef vitað um hana árum saman. Á meðan var fjölskylda forsætisráðherrans að raka að sér milljónum. Svo skrifar þeir feðgar vandlætingargreinar í blað útgerðarmannanna gegn þeim sem hafa vit, þekkingu og móral til að fletta ofan af fjárglæfrum yfirstéttarinnar.
Hverjir eru það sem eru skattakóngarnir? Þeir sem hafa fengið mestan niðurfellingu á skuldum í bönkum landsins. Svo borga þeir í blaðið sitt, flokkana sína og svo heldur aumingja fólkið í landinu að það, það fái kjarabætur!!!!! Það er grínið, það er kaldhæðnin. Er það nema vona að við heyrum hlátrasköllin úr Hádegismóum út úr þokunni?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli