fimmtudagur, 25. júlí 2013

Skálholt: Afkristnaðir ráðherrar

Nú er það svart og sykurlaust.  Enginn ráðherra mætir á Skálholtshátíð.  Þeir virðast flestir vera í fríi og halda upp á ráðherratitilinn með ferðum á lúxusstrandir í útlöndum.  Enginn, ekki einn af níu mættu, kirkjumálaráðherrann lætur ekki sjá sig, engin tilkynning frá henni um að hún sé í leyfi.  Það var öðruvísi í tíð Ögmundar Jónassonar, hann lét sig ekki vanta við svona hátíðir. 

En það var einn sem mætti, kom æðandi úr sumarleyfi.  Nú auðvitað Forsetinn, það er gegnumheill og kristinn maður.  Og Björn Bjarnason hann sömuleiðis.  Og Árni Johnsen enginn vafi.  Vonandi er það síðasta sinn sem hann sér kofann sinn við kirkjuna.  Og þó, ætli þessir afkristnuðu ráðherrar vilji ekki halda þessu minnismerki á lofti. Minnismerki um liðna tíð og spillta milljarða.

„Forseti Íslands var viðstaddur – sem betur fer. Hann var meira að segja svo elskulegur að rjúfa sitt sumarfrí fyrir þennan atburð. Enda eru þetta merkileg tímamót – fimmtíu ár liðin frá því að Skálholt var afhent kirkjunni. Þar með  varð kirkjan í fyrsta skipti persóna að lögum. Þá voru fyrstu skrefin tekin í áttina að því að skilja á milli ríkis og kirkju,“ segir Kristján Valur.


Já, lesendur góðir, nú er illt í  efni engin þjóðmenning heldur á ferðinni, ein svikin loforð enn. Og betra væri ef öll skrefin hefðu verið tekin til virks trúfrelsis í landinu.


   

Engin ummæli:

Skrifa ummæli