mánudagur, 22. júlí 2013

Woody Allen, Snowden og við hin .......

Við erum mörg sem höfum fylgst með Herra Allen, eins og þeir segja í New York Times, i áratugi og hann hefur orðið heimilisvinur okkar, sem við vitnum í, horfum á og hugsum um.  Samt er þessi maður skrýtinn, furðufugl, gott ef ekki pervert, en um leið mannvinur og sá sem skilur best þessa skrítnu dýrategund; Homo Sapiens, sem við tilheyrum og losnum aldrei við úr heilabúinu.

Konurnar sem hann hefur lýst og notað í myndum sínum eru ansi fjölbreytt flóra.   Og alltaf gefa þær okkur eitthvað nýtt að hugsa um kveneðlið og manneðlið. Og náttúruna sem í okkur flestum býr.  


Nú eigum við von á nýrri Allenmynd, Blue Jasmine.  Hún mun gleðja okkur furðufuglana.  Hinir munu enn hrista höfuðið og ekkert skilja hvað við sjáum í þessum myndum.  Samt virtist Midnight in Paris ná til margra sem ekki höfðu áður skilið galdurinn,  og meira að segja réttindahafar Williams Faulkners rithöfundarins frábæra,  fundu ekki náð fyrir augum dómara með smátilvitnun Allens í þeirri mynd:  The past is not dead. Actually, it’s not even past.

Svo við höldum áfram að horfa á Allen myndir, ekki eru þær allar fullkomnar sú seinasta um Róm náði mér ekki alveg.  En margar hafa glatt mig og mína, þá fyrstu sá ég í Tónabíó ef ég man rétt.  Hann er orðinn ansi fullorðinn svo hver og ein sem maður sér eftir þetta getur orðið sú síðasta.  

Og kannski verðum það við sem missum af þeirri seinustu ef við verðum að hraða okkur yfir Hadesarfljót..... Þannig er lífið.... og dauðinn.

Það er alltaf gott að hafa þetta í huga á hverjum degi: 
    

The talent for being happy is appreciating and liking what you have, instead of what you don't have.

Snowden lærði þetta af Woody: 

I believe there is something out there watching us. Unfortunately, it's the government.


Lengi lifi Woody Allen. Ekki of lengi, vegna Sjúkratrygginganna......   





Blue Jasmine 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli