fimmtudagur, 18. júlí 2013

Páll Vilhjálmsson eða Páll Vilhjálmsson

Einu sinni var Páll Vilhjálmsson sem gladdi marga, börn og fullorðna, Páll hennar Guðrúnar frænku minnar, nú er annar Páll Vilhjálmsson sem gleður fáa.  Sjúklegt hatur hans á Samfylkingu, ESB og menntamönnum er alþekkt.  Það er bara Davíð Oddsson sem gleðst yfir skrifum hans.  Það er skrítið að fjölmiðlamaður skuli taka upp hanskann fyrir óvini frjálsrar fjölmiðlunar.  Óvinir sem virðast ætla að gera atlögu að eina fjölmiðlinum í landinu sem stundar frjálsa og óháða blaðamennsku.  Það væri gaman að vita hver borgar þessum karli laun.

Svona er einn pistill hans í dag, ætli þetta sé ekki sá fimmþúsundasti  um skepnuskap xS. Sjónarhorn hans er oft æði þröngt. Það myndi heldur ekkert barn brosa að honum í Sjónvarpinu.         


RÚV hleður undir opinbera talsmenn Samfylkingar, eins og Gunnar Bragi Sveinssonvekur athygli á. RÚV mylur undir sértrúarkreddu Samfylkingar um að Ísland skuli inn í Evrópusambandið og beitir til þess blekkingum.
Samfylkingin er nýkomin úr mælingu í þingkosningum. Flokkurinn fékk 12,9 prósent fylgi.
RÚV er ekki á fjárlögum til að vera sérstakt málgagn Samfylkingarinnar.


1 ummæli:

  1. Sorglegt hvernig komið er fyrir Páli þessum Vilhjálmssyni. Þegar ég var ritstjóri Vinnunnnar vann hann talsvert fyrir mig. Það var þegar Ísland var að ganga í EES. Ég reyndi að vera svolítið krítískur í garð Evrópusambandsins og hlaut litlar þakkir fyrir frá leiðtogum ASÍ. En þá bar ekki enn á þessu ofstæki Páls. Nú hefur hann fyrirgert öllum rétti til að kallast blaðamaður. Hann er trúboði.

    SvaraEyða