laugardagur, 24. ágúst 2013

Auðlegðaskattur og ráðgjafaráð: Sama sagan

Ríkisstjórnin gerir það ekki endasleppt.  Nú er það fjármálaráðherrann sem leggur af um auðlegðarskattinn.  Frjálshyggjuhugmyndafræðin skiptir meira máli en fjárhagur ríkisins.  Í staðinn verða auðvitað þeir tekjulægstu sem verða fórnarlömbin, með verri þjónustu og niðurskurð.  Þeir tekjuhæstu geta auðvitað komið sér góðri þjónustu í skjóli peninga, í útlöndum eða meða breytingum á heilsugæslukerfinu.  Ætli það verði ekki næst á dagskránni????????? 

Svo höfum við fengið nýja nefnd ekki efnd, ráðgjafaráð hagfræðinga.  Með aðalráðgjafa LÍÚ í broddi fylkingar.  Ragnar Árnason.  Og ýmsa meðreiðarsveina.  Allir sanntrúaðir á bláu höndina.  Allt fer í rétta átt.   Fólkinu á að blæða. Ég er ekki sammála Gauta Eggertssyni um jákvæðu hliðarnar.  Þarna er verið að setja niður nýja nefnd til skera niður. Við þekkjum skoðanir Ragnars sem eflaust fá hlýjar móttökur hjá stjórninni......

Það er myrkt framundan í göngunum......

Engin ummæli:

Skrifa ummæli