Það er meira gaman að horfa á fallegar myndir úr Húnavatnssýslu og Borgarfirði en að hugsa um furðulegasta afsprengi íslenskra stjórnmála sem ég man eftir. Þar á ég við utanríkisráðherra stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Í dag lét hann sér ekki nægja að tilkynna að nú yrði allt starf í sambandi við ESB umsókn lagt í rúst, heldur ætlar hann þar að auki að ganga fram hjá Alþingi í þeim vinnubrögðum. Alþingi samþykkti þessa tilhögun mála og það er Alþingis að ljúka því ferli. Það er ekki hlutverk vankunnandi karls að norðan að ákveða það. Þess vegna vona ég að fólkið í hans kjördæmi sjái með tímanum hverju þeir hafa útungað inn á Alþingi og í ríkisstjórn. Og iðrist. Vinnubrögðin eru þvílík að manni verður orða vant og það þarf mikið til þess hjá mér.
Svo lesendur góðir njótum fegurðar landsins umhverfisins á Norðvesturlandi og gleðjumst yfir því sem við sjáum. Víða er augnayndi, víða er gott fólk, en við þurfum ekki þingmenn sem utanríkisráðherrann. Megi hann hverfa sem fyrst af vettvangi stjórnmálanna. Gleymum honum. Njótum lífsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli