laugardagur, 10. ágúst 2013

Úthlíð. Á slóðum forfeðranna

Naut þess að vera boðinn 2 nætur í fallegum sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu.  Gaman fyrir mig að líta á  sveitir forfeðra minna. Ég er ekki vel að mér í ættfræði en einhver hefur sagt mér að forfeður mínir hafi búið í Miðdal, Ysta-Dal og á  Álfsstöðum.  Og ég ók fram hjá þessum býlum.  Maður sér það að þeir sem hafa farið í sumarhúsavinnuna að útbúa bústaði leigja þá út hljóta vera vel efnaðir vonandi greiða þeir skatt í samræmi við það.  Það er ekki fátækt ef marka má sumarhús hér og í Borgarfirði.  

En það að eiga bústað og geta skropppið úr amstri borganna og bæjanna hlýtur að vera ómetanlegt.  Samheldni fjölskyldnanna eykst allt verður betra, þetta er ekkert að vanmeta. En um leið sýnir það að við búum í vel efnuðu þjóðfélagi.  Þar sem fólk getur leyft sér ýmsilegt.  Ekki alveg í samræmi við ramakvein um fátækt og eymd eins og við heyrum of oft.  

Við vorum tvær nætur í góðum bústað, grilluðum, vinkona mín sýndi á sér nýjar hliðar, hún er meistaragrillari. Við ræddum málin í gríð og erg og höfðum það bara ansi gott. Fengum okkur rauðvín og bjór.  Horfðum á eina glæpamynd. Og sofnuðum örþreytt. 

Keyrðum um sveitirnar, vorum í Úthlíð, fórum fyrst í smágöngu í skóginum í Haukadal.  Alls staðar hefur skógurinn tekið völdin, kannski of mikil.   Þarna voru fallegar ár og lækir, verkamenn í vinnu þetta var fimmtudagur,  fengum ábendingar frá þeim um gönguleiðir, gengum góðan hring, ég er ekki góður í hægri fæti um þessar mundir svo ég fer ekki svo langt.  Síðan skoðuðum við ný húsakynni við Geysi , gríðarleg húsakynni til að taka á móti ferðamönnum, matur ekki svo dýr miðað við annar staðar sem ég hef komið í sumar.   En annsi ósmekklegt að mínu mati, en það er bara mitt mat.  

Daginn eftir fórum við í ansi góða ferð fyrst niður í Reykholt, þar er alls staðar ótrúleg uppbygging.  Vinkona okkar hafði heyrt um tómataræktunarstað sem bauð upp á frábæta súpa að sjálfsögðu úr túmötum. Og það voru orð að sönnu, frábær súpa með dásamlegu brauði í tómatræktunarumhverfi. Þarna var hópur útlendinga á ferð sem borðaði um leið og við.  Þarna var allt svo hreinlegt og snyrtilegt.  Ef þið eigið leið um á miðjum degi þá eru hádegissúpa þarna frá 12 - 2 á Friðheimum í Reykholt.  Þið verðið ekki svikin.
Svo fórum við niður í Hreppa, ókum í gegnum Flúðir sem höfðu ansi breyst frá því við vorum þar seinast. Alls staðar er uppbygging.  En við ókum niður að Hreppshólum að kirkjunni þar, lítil og falleg krikja skoðuðum hana og kirkjugarðinn alltaf merkilegt að skoða kirkjugarða virða fyrir sér örlög fólks á ýmsum aldri, Spænsku veikina, bílslys, tíma þegar ekki var sjálfsagt að komast á legg, barnasjúkdómar, taugaveiki, berklar.   


Síðan ókum við í áttina að Hreppshólum, þar sem vinnsla fer fram á stuðlabergi þetta er skemmtilegur staður að koma á, Hrepphólarnir eru skemmtilegir og maður sér upp með Stóru-Laxá. Það er hægt að keyra þetta eða ganga létt ganga meira að segja fyrir fótafúa eins og mig. 





Loks lá leið okkar að Hrunakirkju sem er þekkt fyrir merkan atburð þegar prestur og söfnuður gátti ekki hætt að dansa á jólakvöldi þar til kirkjan sökk. Þarn er flott 19. aldarkirkja, gaman að koma í svo vönduð hús.  Svo hafði vinkona okkar frétt af Fjárbaði skammt frá, við fórum þangað þar voru margir útlendingar sem ætluðu í bað, einhvers staðar hlýtur að vera mælt með þessu í ferðabók.  Þarna rennur heitt vatn niður hlíðina og bændur byggðu hús til að baða féð áður fyrr á sóttartímum.  Þarna er gaman að koma.  


Mikið var gaman að ferðast um þessar slóðir ekki svo langt frá Reykjavík og við vorum vel heppin með veður.  Það rigndi mest á kvöldi og nóttum.  En þá sátum við og minntumst ljúfra tíma og nutum lífsins.  Á meðan grillað lambakjöt og bleikja rann ljúffeng niður með góðum veigum. Lífið er ekki svo dapurlegt. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli