fimmtudagur, 12. september 2013

Gylfi Æ, JBH, Ríkisstjórn, Sýrland og áhyggjur

Á ég að hafa áhyggjur og áhuga á kynlegum klögumálum Gylfa Ægis.  Nei, hann burt. 

Á ég að hafa áhuga á kjánaskap JBH þegar hann vill minna okkur á mannvitsbresti sína nótt og nýtan dag.  Þegar bæði hann og hluti fjölskyldu hans virðist ekki geta sætt sig við að fjölskyldufaðirinn er ekki allur sem hann er séður?   Nei, hann burt úr hugskoti mínu. Mér finnst merkilegur þessi stóri hópur valdamanna sem taka afstöðu með honum.  Út frá lögfræðilegum forsendum þegar siðferðilegar og mannúðlegar forsendur ættu að ráða afstöðu manns. 

Á ég að hafa áhuga  á yfirlýsingum forráðamanna  stjórnmálaflokkanna í ríkisstjórn hversu ofsafengnar þær eru:  þar sem heimsyfirráð og hófsamar launakröfur fara saman.  Minna einna helst á drauma íslenskra fótboltaáhugamanna.  Líklega verð ég að fylgjast með því.  Kyrrt í huga mínum. 

Á ég að hafa áhyggjur yfir seinustu þáttum í atburðarás Sýrlandssorgarleiksins?   Þar sem heimsveldið og samkeppnisaðilar þess setja Sameinuðu Þjóðirnar til hliðar með ósvífnum brelluleikjum sínum?   Já ég hef áhyggjur.  Manni rennur til rifja meðferðin á aumingja fólkinu sem býr þar.  Maður á erfitt að setja sig i þeirra spor. Það er sárt að sjá heilu samfélagi vera sundrað af valdagráðugum valdsmönnum. 

Svona eru hugleiðingar mínar á þessum fimmtudagsmorgni.  Það sækir óró að mér.  Lífið er of erfitt hjá mörgum. Ég minnist atburða dagsins í gær fyrir 12 árum, ég minnist atburðanna í Chile fyrir 40 árum.  Við mannfólkið virðumst oft hreyfast lítið úr stað.  

Ég hlusta á Davy Graham spila túlkun sína á þjóðlögum á kassagítar á meistaralegan hátt og pæli. Þetta er prédikanir okkar í dag.  


  

Engin ummæli:

Skrifa ummæli