fimmtudagur, 12. september 2013

Ósigur menntamálaráðherra

Stúdentar HÍ höfðu sigur gegn ráðherranum sem með óbilgirni streittist við.  En sá svo að hann var á röngum nótum.  Og bakkaði.  

Ég veit heldur ekki hvort þessi endalausa endurtekning hans um stöðuna á Norðurlöndum stenst, sérstaklega þar sem töluverður hluti fjárveitingar þar er hreinn og beinn styrkur. En meira um það seinna.  

Stjórn Stúdentaráðs situr upp með pálmann í höndunum gagnvart umbjóðendum sínum.   Gott að Vaka er farin að feta í fótspor Röskvu og Verðandi sem létu ekki tæta yfir sig.  Sem gamall stúdentaráðsfulltrúi gleðst maður.  

Til hamingju, kötturinn minn gleðst líka. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli