Nú eru ekki margir ferðamenn þar. Landið hefur verið lagt í rústir einar. Sem sér ekki fyrir endann á. Nú hafa stórveldin samþykkt að ekki eigi að vera efnavopn þar. Það má nota hvað sem er annað. Mig skortir þekkingu að telja upp þau vopn sem þar eru notuð til að drepa fólkið í landinu og einn og einn sjálfboðaliða sem hefur tekið þá afstöðu að berjast með öðrum hvorum stríðsaðilanum.
Það sem ég hef fengið að vita með því að reyna að fylgjast með gangi stríðsins er:
á annað hundrað þúsund manns hafa verið drepnir
her landsins bombarderar landa sína með stórskotaliði og flugvélum
allir sem geta dæla vopnum í stríðsaðila
stríðið hefur skapað gífurlegt flóttamannavandamál fyrir löndin í kring
verið er að leggja allar stoðir þessa samfélags í tætlur, afmá menningu, fornleifar, byggingar, vegi og borgir.
börn og ungmenn missa af menntun sinni og uppeldi
allt snýst um stríðsrekstur
Á meðan horfum við á, sameiginleg stofnun okkar Sameinuðu þjóðirnar er lömuð vegna átaka stór- og heimsvelda. Svo á herinn að afhenda efnavopn sín, hvað sem á svo að gera við þau, það er erfitt að eyða efnavopnum. En svo á að halda áfram að drepa, drepa og drepa. En bara ekki með eiturvopnum. Öllu öðru. Þetta er sárara en orð geta tjáð.
þetta getur leitt til átaka í fleiri löndum
vanhæfir harðstjórar þar og annars staðar halda áfram að ríghalda í völd sín þetta lengir valdatíma þeirra
við höldum áfram að fá olíu frá þessum heimshluta
Við getum með sanni sagt að það er Vetur á Sýrlandi ekki sumar. Orðið FRIÐUR er sjaldan notað. Það er Vetur á Sýrlandi, vetur í hugsunum okkar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli