laugardagur, 30. nóvember 2013

Að sökkva RUV: Til hamingju Illugi

Dásamleg dagskrá:   Þáttur fellur niður, niður og niður, svo eru góðir róttækir þættir endurteknir, Róttæk hús í Reykjavík, Robert Wyatt.  Svona er ástandið á RUV1 þessa dagana.  Þeir hljóta að vera kampakátir keppinautarnir. Ha, keppinautar þeir voru ekki til..... Það hefur enginn viljað taka að sér menningardagskrá jafngóða og RUV1 heldur úti. Ekki hefur það verið hægt fyrir þennan pening, 7% af útgjöldum RUV.

Það eru góðir pistlar víða á Fésum: Samúel J. Samúelsson, Haukur Ingvarsson og Ingólfur Gíslason .  

Það er einn af hápunktum nýfrjálshyggjunnar að sökkva endanlega RÚV, ráðherrann hugumstóri, Illugi Gunnarsson hefur skráð sig inn í söguna, til hamingju Illugi.


Það er spurningin að rífa niður eða ekki. 
 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli