Ég kíkti á skýrslu nefndarinnar um Höfuðstólslækkun húsnæðislána. Merkileg og fróðlega skýrsla um margt. Mér sýnist að fræðimönnum og sérfræðingum sýnist ýmislegt um þetta en það eru samt ekki nein stór átök ennþá. Þetta kemur mörgum til góða, sem betur fer, en mér finnst ótrúlegt að þeir sem þurfa ekki á þessu að halda sem er ansi stór hópur,eyði ekki meira á næstunni þá þekki ég landann illa . Hvað sem er um reynslu af 110 prósenta leiðinni sem nefndin höfðar til.
Ég sé að Stefán Ólafssson prófessor, sem mér finnst hafa haldið best höfði í átökunum og umræðum um fasteignalánin, er ánægður með þessa aðferð, ég hef grun um að hann fari fram úr sjálfum sér í í túlkun sinni. Það verður að muna að niðurskurður ýmissa þátta núna í fjárlögum veldur óvinsældum hvað þá ef hann á að vera næstu 4 árin ef ekkert á að gera nema greiða upp lækkunina.
Þessi tvö svör við spurningum almennings kalla fram ansi margar spurningar um fjármögnun. Eða hvað?
Hvernig er leiðréttingin fjármögnuð?
Ríkissjóður mun afla sér aukinna tekna á næstu 4 árum til að standa straum af auknum ríkisútgjöldum af þessum aðgerðum. Aðgerðirnar verða þannig hvorki fjármagnaðar með auknum lántökum ríkissjóðs né með veitingu ríkisábyrgða.
Þetta er ansi brött fullyrðing, hjá stjórn sem treystir sér ekki að vera í eðlilegu sambandi við Seðlabanka landsins, svo ég set spurningamerki við þetta.
Hver eru áhrifin á ríkissjóð...?
Mun ríkissjóður verða af skatttekjum?
Við það að lántakendur nýta fjármuni til skattlausrar höfuðstólslækkunar sem ella hefðu runnið í skattlagðan séreignalífeyrissparnað, gefur ríkissjóður eftir skatttekjur í framtíðinni. Tapaðar tekjur ríkissjóðs nema um 40 milljörðum króna vegna þessa þáttar. Þau áhrif koma fram á næstu áratugum þegar annars hefði reynt á skattgreiðslu vegna úttektar séreignalífeyrissparnaðar.
Það verður spennandi hjá ríkisstjórn að afla skatttekna þegar öflugasti tekjuhópur landsins á að vera stikkfrí.
Já, xB með Sigrúnu Magnúsdóttur er í hugsveiflu um þessar mundir. Hvort sem hún blívur er annað mál.
Það verður spennandi hjá ríkisstjórn að afla skatttekna þegar öflugasti tekjuhópur landsins á að vera stikkfrí.
Já, xB með Sigrúnu Magnúsdóttur er í hugsveiflu um þessar mundir. Hvort sem hún blívur er annað mál.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli