Nú færist friður jólanna yfir alla. Jafnvel ráðherra og þingmenn. Alltaf næst á seinustu stundu samkomulag um
nokkur atriði ekki öll. Og allir hrósa sér.
Forsætisráðherra stígur fram á seinustu stundu og bjargar desemberuppbót, þingmenn meirihlutans sem þorðu ekki að segja múkk eru allt í einu glaðir og fegnir yfir að geta hjálpað þeim atvinnuleitandi, þeir vildu þetta alltaf.
Heilbrigðisráðherrann lúffar smá með komugjöldin. Lofað er að ræða um nýjar gjaldtökur af nýjum fiskitegundum. Rannsóknarsjóður fær smá í sinn hlut.
Hönnunar og myndlistarsjóður fær smá, og allir gleyma grátlega skemmtilegri uppákomu þegar ráðherra menntamála mætti til að fagna Hönnunarsjóðinum nýja þegar auglýstar voru fyrstu umsóknir úr honum, en daginn eftir var búið að leggja hann af í fjárlögum.
Það skiptir kannski engu máli þó nokkrir ráðherrar sýnsi sig minni menn en maður hélt. Auðvitað gat maður búist við því. Hugmyndafræði xD og xB er nú um stundir ansi lík. Þó batt Framsókn sig í það að fá niðurstöður í skuldalækkunarmálinu og beygði þar Sjálfstæðisflokkinn og koma með hana hvað sem menn segja um hana og hvaðan féð á að koma. Það er vandamál fjárlaga næstu ára. En ...... þeir stóðu við áætlun sína, sem á kannski eftir að skipta máli hjá kjósendum. Ef framkvæmdin fer ekki í tætlur.
Svo verður gaman að sjá hvernig útkoman verður næsta árið, enn eru engar stórar framkvæmdir í augsýn, þrátt stór orð seinustu árin. Vístölulöggjöf og Gjaldeyrishöft ráða enn ríkjum. Verðbólgan getur enn farið á kreik. En nú um stundir eru þingmenn stjórnarflokkanna ánægðir með sig. Sjálfsánægja og drýldni ráða ríkjum með smáskynsemi inn á milli. Ennþá minnnsta kosti.
Eins og dæmin hér að neðan sýna.
Gleymum samt ekki aðförinni að útvarpinu, gjafmildinni við kvótaeigendur, niðurlagningu Náttúrulaganna og ótal mörgu öðru. Sem of langt yrði að telja hér.
Vigdís Hauksdóttir veit það sem allir vissu að forsætisráðherra myndi koma á seinustu stundu og bjarga málinu :
Sigrún Magnúsdóttirm hefur farið greitt að lýsa yfir gríðarlegum framförum í nýju fjárlögunum:
Virðulegi forseti. Mikill áfangi er að verða að veruleika, atkvæðagreiðsla um fjölmargar breytingartillögur við fjárlög brátt að ganga í garð. Ég hef talað hér um að ytri rammi fjárlaganna sé traustur og gríðarlegar framfarir þar á mörgum sviðum. Það sannast enn og aftur að við getum haldið okkur við hallalaus fjárlög þrátt fyrir þessar umbætur og við höldum meginstefinu hvað varðar heimili og velferð.
nokkur atriði ekki öll. Og allir hrósa sér.
Forsætisráðherra stígur fram á seinustu stundu og bjargar desemberuppbót, þingmenn meirihlutans sem þorðu ekki að segja múkk eru allt í einu glaðir og fegnir yfir að geta hjálpað þeim atvinnuleitandi, þeir vildu þetta alltaf.
Heilbrigðisráðherrann lúffar smá með komugjöldin. Lofað er að ræða um nýjar gjaldtökur af nýjum fiskitegundum. Rannsóknarsjóður fær smá í sinn hlut.
Hönnunar og myndlistarsjóður fær smá, og allir gleyma grátlega skemmtilegri uppákomu þegar ráðherra menntamála mætti til að fagna Hönnunarsjóðinum nýja þegar auglýstar voru fyrstu umsóknir úr honum, en daginn eftir var búið að leggja hann af í fjárlögum.
Það skiptir kannski engu máli þó nokkrir ráðherrar sýnsi sig minni menn en maður hélt. Auðvitað gat maður búist við því. Hugmyndafræði xD og xB er nú um stundir ansi lík. Þó batt Framsókn sig í það að fá niðurstöður í skuldalækkunarmálinu og beygði þar Sjálfstæðisflokkinn og koma með hana hvað sem menn segja um hana og hvaðan féð á að koma. Það er vandamál fjárlaga næstu ára. En ...... þeir stóðu við áætlun sína, sem á kannski eftir að skipta máli hjá kjósendum. Ef framkvæmdin fer ekki í tætlur.
Svo verður gaman að sjá hvernig útkoman verður næsta árið, enn eru engar stórar framkvæmdir í augsýn, þrátt stór orð seinustu árin. Vístölulöggjöf og Gjaldeyrishöft ráða enn ríkjum. Verðbólgan getur enn farið á kreik. En nú um stundir eru þingmenn stjórnarflokkanna ánægðir með sig. Sjálfsánægja og drýldni ráða ríkjum með smáskynsemi inn á milli. Ennþá minnnsta kosti.
Eins og dæmin hér að neðan sýna.
Gleymum samt ekki aðförinni að útvarpinu, gjafmildinni við kvótaeigendur, niðurlagningu Náttúrulaganna og ótal mörgu öðru. Sem of langt yrði að telja hér.
Vigdís Hauksdóttir veit það sem allir vissu að forsætisráðherra myndi koma á seinustu stundu og bjarga málinu :
Virðulegi forseti. Því ber að fagna að hér hefur náðst
samkomulag um þinglok og því er 2. umr. fjárlaga að ljúka. Það er
fagnaðarefni. Ég bað um það sjálf í framsöguræðu minni í þessu máli að
frumvarpið kæmi til fjárlaganefndar milli 2. og 3. umr. og óska ég eftir
því hér á ný. Ég þakka nefndarmönnum fyrir gott starf og þeim
þingmönnum sem hafa talað í þessu máli.
Umræðan hefur farið út um víðan völl en það virðist hafa
farið fram hjá þeim þingmönnum sem hér hafa talað síðast að hæstv.
forsætisráðherra kynnti það í tíufréttum sjónvarpsins að fundist hafi
svigrúm til að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót, þannig að það
skal sagt hér.
Ég þakka umræðuna og hlakka til að starfa með nefndinni á milli umræðna.
Sigrún Magnúsdóttirm hefur farið greitt að lýsa yfir gríðarlegum framförum í nýju fjárlögunum:
Virðulegi forseti. Mikill áfangi er að verða að veruleika, atkvæðagreiðsla um fjölmargar breytingartillögur við fjárlög brátt að ganga í garð. Ég hef talað hér um að ytri rammi fjárlaganna sé traustur og gríðarlegar framfarir þar á mörgum sviðum. Það sannast enn og aftur að við getum haldið okkur við hallalaus fjárlög þrátt fyrir þessar umbætur og við höldum meginstefinu hvað varðar heimili og velferð.
Undanfarna daga hafa átt sér stað ágætar umræður á köflum
og málefni hafa verið reifuð en ég hef furðað mig á einu. Öryggisnet
hverrar velferðarþjóðar sem er almannnatryggingar hefur lítið sem ekkert
verið til umræðu. Almannnatryggingakerfi er meðal annars til þess að
koma til stuðnings fólki sem veikist, slasast eða eldist. Frá árinu 2006
hafa framlög til almannatrygginga tvöfaldast úr 40 milljörðum í 80
milljarða fyrir árið 2014. Aukningin er rúmir 8 milljarðar núna bara á
milli ára, 11–12%.
Virðulegi forseti. Þetta er velferð. Fyrrverandi
ríkisstjórn óf vissulega líka í þetta öryggisnet, en núverandi
ríkisstjórn með félagsmálaráðherra í broddi fylkingar ásamt öflugum
stuðningi hæstv. fjármálaráðherra hefur verið að þétta möskvana svo
færri detti á milli. Aldraðir urðu til dæmis einmitt fyrir því árið 2009
að falla. Þessa aðgerð, þessa aukningu kalla ég miklu frekar umbyltingu
en hækkun á fjárlögum. Þá er ég afar ánægð með tilboðin sem formenn
stjórnarflokkanna spiluðu út í gær og sýna vilja ríkisstjórnar í verki
til góðra hluta fyrir land og þjóð.
Ásmundur Friðriksson vill að við höldum áfram að gefa rafmagnið okkar, það er víst ekki nýtt hjá honum. Rekstur hefur ekki verið hans sterka hlið.
Virðulegi forseti. Ég fagna því að náðst hefur
samkomulag um þinglok. Ég held að mikilvægasta verkefni okkar þingmanna
sé að fækka þeim sem þurfa á jólabónus að halda, eru atvinnulausir og í
atvinnuleit. Ég held að okkar mikilvægasta verkefni að ári verði
færri atvinnulausir sem þurfa á því að halda að fá uppbætur í desember.
En til þess þarf að virkja þau tækifæri sem bíða í atvinnulífinu, þau
stóru tækifæri, og þar þurfum við fyrst og fremst að virkja Landsvirkjun
til að leggja sitt af mörkum til að skapa á Íslandi fleiri betur
launuð störf. Það er verkefni næstu mánaða.
Á síðustu árum, frá 2007 til 2012, lækkuðu skuldir
Landsvirkjunar um 50 milljarða, u.þ.b. 10 milljarða á ári. Það eru þær
tekjur sem Landsvirkjun hefur haft af stóriðjunni og auðvitað allri
orkusölu í landinu. Það hefur verið talað um að verð á orkunni hafi
verið mjög lágt en samt sem áður greiðir Landsvirkjun skuldir sínar
niður um 50 milljarða. Það er mjög gott.
Álframleiðsla skapar 23% af útflutningsverðmæti
þjóðarinnar, u.þ.b. 226 milljarða. Hún skapar 5 þús. störf þar sem
meðallaunin eru yfir 450 þús. kr. á mánuði. Þetta er það sem þetta
þjóðfélag þarf á að halda núna í staðinn fyrir að rífast um
desemberuppbætur handa þeim sem eru að leita sér að atvinnu. Við þurfum
að skapa þeim atvinnu og það er verkefni framtíðarinnar.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir er alltaf skynsömust íhaldsmanna:
Virðulegur forseti. Hér náðist í gær samkomulag um
þinglok og þau mál sem þingheimur ætlar að afgreiða fyrir jólaleyfi. Ég
ætla ekki að segja hér að það samkomulag hafi glatt mig neitt
sérstaklega vegna þess að mér finnst ekki, þegar við erum á síðustu
metrum í vinnu eins og fjárlagavinnu, að við eigum að vera að semja um
krónur og aura til að geta lokið þingstörfum á réttum tíma. Mér
finnst þetta eiga að kenna okkur í fyrsta lagi að aðkoma að
fjárlagafrumvarpi þarf kannski að vera með öðrum hætti en hún hefur
verið, við ættum kannski í upphafi að vera meira sammála um ákveðnar
línur og við ættum kannski í vinnunni að byrja fyrr að velta fyrir okkur
þeim áherslum sem við viljum hafa hér, hvort heldur er meiri hluti eða
minni hluti.
Það að komast að samkomulagi um þinglok fyrir jól í
krónutölum, fyrirgefið, virðulegur forseti, hugnast mér einhverra hluta
vegna ekki. Ég kýs að við lærum af þessari vinnu og gerum þetta
öðruvísi þegar kemur að vordögum og þegar kemur að fjárlögum næsta árs.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli