þriðjudagur, 17. desember 2013

Bjarni og Vigdís: Að láta peninga rata á réttan stað

Horfði á frekar andstyggilega sjón í kvöldfréttum. Ráðherra fjármálanna, sá sem oftast ræður mestu, sýndi inn í kviku hugar og stéttarfordóma sinna. 

Þeir sem fá atvinnuleysisbætur hafa seinustu tvö ár fengið desember uppbót eins og allir aðrir í okkar samfélagi.  Þetta eru ekki miklir peningar svo eru atvinnuleysisbætur ekkert til að hrópa húrra fyrir svo vinstri stjórnin setti desemberuppbótina inn.  En ......... nú er hún ekki sjálfsögð lengur, skýring Bjarna og áður Eyglóar velferðarráðherra er sú að það eru ekki til peningar.  Að sögn Eyglóar misreiknaði seinasta ríkisstjórn hversu atvinnuleysið yrði mikið á árinu.  Hvernig sem hægt er að reikna það upp á mann.  Núverandi ríkisstjórn tók við fyrir sex mánuðum svo leikur einn var að fylgjast með sjóðútstreymi úr atvinnuleysistryggingarsjóði.  En það virðist ekki hafa verið gert. 
Auðséð er að annað hvort hefur Eygló eða starfsmenn hennar  gleymt að biðja um þetta hjá Fjármálaráðuneyti Bjarna eða hann hefur sagt blákalt nei.  Sem ekki kom beint fram hjá honum í viðtalinu.  

En hvað kom fram í viðtalinu?  

Aldrei kom fram að sjálfsagt er að atvinnulausir fái þessa uppbót.


Ríkisstjórnin og meirihluti hennar dregur það eins lengi og hægt er að láta þessa peninga af hendi. 


Eru ekki til peningar?  Þeir eru til í ríkissjóði.  Það þarf formlega leið til þess að ákveða úthlutun þeirra. Ríkisstjórnin seinasta gerði það með formlegum hætti í nóvember bæði árin. Ef peningarnir hafa klárast í atvinnuleysistryggingasjóði, er hægt að afgreiða þetta í fjáraukalögum, á sínum tíma.

  Ég held að það sé ekki rétt hjá Vigdísi Hauksdóttur að þetta sé bara mál ríkisstjórnarinnar heldur Alþingis alls. Málið hafi ekki ratað inn á borð fjárlaganefndar!!!  


Eygló virðist nú vilja að uppbótin sé veitt, ekki er auðséð hvort hún hafi viljað það allan tímann.  Í fyrstu viðtölum um þetta notaði hún rök Bjarna peningar eru ekki til !!!!!  En líklega er meiri pólitískur þrýstingur á Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn er harðari gegn styrkjum því auðvitað er þetta styrkur. 


Bjarni  Ben hefur ekki mikla samúð með fáætku fólki, nú eru þeir búnir að bíða í 17 daga eftir því hvort þeir fái þessar þúsundir. Fátæka fólkið þarf ekki að skipuleggja jólahald sitt.  Fjármálaráðherra virðist vera sama, engin viljayfirlýsing hefur enn komið skýrt frá honum.

   Fyrir margar fjölskyldur er þetta spurning um verðug jólahátíðarhöld.  Bjarni hefur ekki áhyggjur af því.  Ég veit ekki um forsætisráðherrann, ég hef ekkert heyrt frá honum um þetta mál. Og þó klukkan 22.04 birtist yfirlýsing frá honum á RUV : „En til þess að það sé hægt verða að vera til peningar í sjóðunum. Það var ekki núna. Raunar er sjóðurinn þegar kominn í töluverðan mínus. Ráðherra hafði ekki fjármagn til að greiða út. En mér sýnist að okkur muni takast að leysa úr þessu og fá þá nýtt fjármagn þarna inn og hægt verði að greiða út desemberuppbót sem er mjög mikið gleðiefni.“

Hvað les maður úr þessum viðbrögðum meirihlutans?   
Fátækt fólk er ekki mikils virði í augum ríkisstjórnar eða meirihluta. Það má traðka á því í nafni ríkissjóðs, allt er metið í peningum.  Peningarnir rata á rétta staði þegar ráðherrum sýnist, ofan í vasa útgerðarmanna þegar þeir vilja svo með hafa.  Þess vegna tala ég um andstyggilega sjón í Ríkissjónvarpinu.  Það var engin meðaumkun engin mannúð.  Bara köld andúð á þessu fólki sem vogar sér að vera til. Bæði hjá Vigdísi og Bjarna.  Svo kemur forsætisráðherra á seinustu mínútu og bjargar þessu til þess að þingið fari heim á réttum tíma.  


Alltaf sekkur þessi meirihluti dýpra í áliti hjá mér.  Í kviksyndi eigin fordóma og hugmyndafræði. Svei. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli