cellósvítur J.S.Bachs, nr. 1,2 og 6. Flutningurinn var satt að segja frábær gaf ekkert eftir heimsstjörnum sem spila þetta verk, allt frá því að Pablo Casals kom þessum verkum á kortið á fyrri hluta seinustu aldar. Bryndís Halla ætlar að spila hinar 3 næsta vetur hjá Kammermúsíkklúbbnum nr. 3,4 og 5.
Ekki get ég gert upp á milli þessara þriggja sem ég hlustaði á ásamt 330 öðrum gestum í Norðurljósum. Þó fannst mér sú sjötta alveg mögnuð, þar er Bach orðinn kröfuharðari við uppbyggingu og kröfurnar á spilarann eru ótrúlegar . Þeir sem vilja fræðast nánar um svíturnar geta gert það hér. Og hér heyrum við Pablo Casals leika þær allar og hér sjáum við Mstislav Rostropovitch leika þær allar. Svo er hægt að panta mjög skemmtilega bók um svíturnar, tilurð þeirra og örlög:
The Cello Suites: In Search of a Baroque Masterpiece
eftir Eric Siblin. Ég las hana fyrir nokkrum árum.
Mikið er gaman fyrir okkur sem kunnum að njóta tónlistar að hafa fengið Hörpu. Í þessari viku eru margir viðburðir á heimsmælikvarða. Bryndís Halla að spila cellósvíturnar,
Víkingur Heiðar Ólafsson spilar 1. píanókonsert Brahms á fimmtudag og föstudag. Og á þriðjudaginn kemur kemur sjálfur Philip Glass, eitt frægasta tónskáld seinustu áratuga, í heimsókn og spilar sjálfur ásamt Víkingi Heiðari og Japana Maki Namekawa að nafni, allar etýður hans fyrir píanó en þær eru 20. Hér er viðtal við Glass sem Einar Falur Ingólfsson tók og birtist í Morgunblaðinu. Og næsta sumar er Wynton Marsalir, trompetistinn góði, væntanlegur. Svo mætti lengi telja.
Víkingur Heiðar Ólafsson spilar 1. píanókonsert Brahms á fimmtudag og föstudag. Og á þriðjudaginn kemur kemur sjálfur Philip Glass, eitt frægasta tónskáld seinustu áratuga, í heimsókn og spilar sjálfur ásamt Víkingi Heiðari og Japana Maki Namekawa að nafni, allar etýður hans fyrir píanó en þær eru 20. Hér er viðtal við Glass sem Einar Falur Ingólfsson tók og birtist í Morgunblaðinu. Og næsta sumar er Wynton Marsalir, trompetistinn góði, væntanlegur. Svo mætti lengi telja.
Já lesendur góðir það eru hátíðir margar í lífi okkar bara ef við viljum njóta. Livet er ikke det værste man har om lidt er kaffen klar. Þannig er það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli