þriðjudagur, 21. janúar 2014

Ríkisstjórnin skellur á hausinn í hálkunni

Hvað er að gerast myndi einhver spyrja sem les brot úr frétt í Fréttablaðinu í dag á bls. 8. hér að neðan  Við fengum nýja ríkisstjórn á seinasta ári sem lofaði okkur framkvæmdum og fjármagni frá útlöndum. Það væri fjöldi fyrirtækja sem vildu
fjárfesta hjá okkur en það væri þessi vinstri stjórn sem kæmi í veg fyrir það, hún stöðvaði allt !!!!!   En hver er raunin þegar upp er staðið???? 

Íslenska ríkið þarf að greiða 6,4% vexti af skuldabréfum á meðan þjóðir sem lentu í hruni greiða langtum minna sbr. Írland og Portúgal (1,8 og 3,8%). Vegna þvergirðingsháttar stjórnarinnar í samskiptum við alla utan landssteina.

Erlend fjármálarit dásama verk fyrri ríkisstjórnar: Í umfjöllun IFR er staðan sögð hafa verið afar vænleg fyrir Ísland fyrir tveimur árum. Þá hafi landið lokið efnahagsáætlun sinni með Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum á undan áætlun og snúið aftur á alþjóðlegan verðbréfamarkað með vexti á milljarð dollara skuldabréf til fimm ára sem ekki voru nema fimm prósent, auk þess sem Icesave-deilan hafi verið að baki.

Já, lesendur góðir, þau eru mörg öfugmælin sem ég ræddi um í seinasta bloggi.  Sú ríkisstjórn sem nú situr ástundar hægri öfgastefnu sem er mjög sérstök, sambandsleysi við umheiminn, kærleikur við harðstjórnir, grunur um spillingu og óbilgirni í stjórnarháttum (sbr. Stóra MP málið, og Stóra Hönnu Birnu málið) . Það er
merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í slíkri stjórn.  Þar sem grundvallargildi þeirra eru fótum troðin.  Frelsi á sem flestum sviðum ( þótt ég taki ekki undir þá stefnu í einu og öllu).

Veruleikinn er oft flókinn.  Sigmundur Davíð og Bjarni Ben eiga erfitt að fóta sig á þessum hálkuvetri.  Þeir skella oft á hausinn.  

--------------------------------------------------------- 

Ísland úti í kuldanum á fjármálamörkuðum
Óvissa vegna hnúts sem er á deilu íslenskra stjórnvalda og kröfuhafa föllnu bankanna um uppgjör kann að rýra kjör þau sem ríkinu bjóðast í erlendri skuldabréfaútgáfu. Meðan vextir á bréf Íra og Portúgala lækka hafa vaxtakjör Íslands versnað.
Efnahagsmál Ísland er úti í kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á meðan peningar streyma aftur til annarra landa sem urðu illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni.
Efnahagsmál
Ísland er úti í kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á meðan peningar streyma aftur til annarra landa sem urðu illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni.

Á þetta er bent í nýrri umfjöllun International Financing Review (IFS). Staða Íslands er borin saman við Írland, Portúgal og Grikkland. Hér er þróunin rakin til stjórnarskiptanna og ósveigjanleika stjórnvalda í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna.

"Fyrir um ári virtist sem þíða væri komin í deilu Íslands og kröfuhafa og samkomulag talið á næsta leiti," segir í umfjöllun IFS. "En kjör Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem forsætisráðherra með
popúlísku
loforði um að lækka húsnæðisskuldir fólks, að hluta með því að leggja afturvirkan skatt á eignir föllnu bankanna, hefur blásið hita í deiluna á ný."

Bent er á að frá því að ný ríkisstjórn tók hér við völdum hafi vextir á fimm ára skuldabréf ríkisins farið úr 4,1% í 6,4% fyrr í þessum mánuði. "Á sama tíma hafa sambærileg kjör á írska ríkispappíra náð nýju lágmarki á evrusvæðinu frá því að Írland sneri aftur á fjármálamarkaði með 1,8% vöxtum. Og fimm ára vextir Portúgals, sem einnig hefur sótt sér fé á markaði á ný, hafa farið niður í 3,8%."

Í umfjöllun IFR er staðan sögð hafa verið afar vænleg fyrir Ísland fyrir tveimur árum. Þá hafi landið lokið efnahagsáætlun sinni með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á undan áætlun og snúið aftur á alþjóðlegan verðbréfamarkað með vexti á milljarð dollara skuldabréf til fimm ára sem ekki voru nema fimm prósent, auk þess sem Icesave-deilan hafi verið að baki.

Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir erfitt að
fullyrða um hvaða þættir hafi áhrif á kjörin sem ríkinu bjóðast í skuldabréfaútgáfu erlendis. Líklega hafi öll óvissa mest áhrif í þeim efnum
.

"Vissulega er óvissa tengd þessari aðgerð að skattleggja þrotabú bankanna, sumir telja þá leið færa og aðrir ekki," bendir hún á. Eins kunni að spila inn í áhyggjur af því að fyrirhuguð skuldaniðurfelling lengi í gjaldeyrishöftunum. "Þannig að mögulega er verið að horfa til þess líka."
olikr@frettabladid.is





Engin ummæli:

Skrifa ummæli