mánudagur, 20. janúar 2014

Ríkisstjórn: Öfugmælasmiðirnir högu

Það er margt skrítið að gerast hjá nýju valdhöfunum; 
Frískuldamark fjármálafyrirtækja eru sett svona út í loftið.  En koma samt til góða banka sem
er óþægilega mikið tengdur forsætisráðherra og hans nánasta hring.  

Ríkisstjórnin mun vinna að því að Ísland verði í fararbroddi í umhverfismálum á heimsvísu og öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði umhverfisverndar. Ísland hefur sérstöðu í umhverfismálum í krafti ósnortinnar náttúru og sjálfbærrar nýtingar endurnýjanlegra auðlinda. Sú ímynd er auðlind í sjálfri sér. Unnið verður að því að styrkja þá ímynd og grundvöll hennar, að vernda íslenska náttúru og efla landgræðslu og skógrækt þar sem það á við.

Annar flokkurinn virðist ætla að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aframhald aðildarviðræðna þrátt fyrir loforð i aðdraganda kosninga. 

Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Utanríkisráðherra finnst eðlilegra að hafa náin samskipti við spillingar- og einræðisríki þar sem Kína og Rússland eru fremst í flokki heldur en lýðræðisríki Vesturlanda.  Að því er virðist í umboði Forseta og Forsætisráðherra og Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 

Áratugs vinna að umhverfismálum er fótum troðin og gerð að engu, þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar í stjórnarsáttmála.  Rammaáætlun lögð til hliðar, friðlýsingarvinna jörðuð og gerð að engu. Allt með fákunnáttu og vanþekkingu sem leiðarljós.  

Menningar - og vísindavinna einskis metin þrátt fyrir skýrslur og þekkingu okkar um það hversu miklu þetta skilar í okkar þjóðarbú. 

Sumum finnst þessi upptalning einhverjar ýkjur en þeir sem nenna að skoða í gögnum það sem er að gerast munu komast að því að þetta er rétt.  Því miður.   

Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hér að neðan úr stjórnarsáttmálanum (og aðrar ekki feitletraðar í þessum texta) eigum við svo langt í land að eiga einhvern samjöfnuð við Norðurlandaþjóðirnar.  Enda er enginn áhugi á því hjá þeim sem tala um „svokallað hrun" og vilja eingöngu hlúa að yfirstétt landsins sem á okkur öll og vill nota okkur sem ódýrt vinnuafl. Það er öfugmæli í munni þessara valdhafa að Samfélags sé samvinnuverkefni. 

Samfélag er samvinnuverkefni þar sem öll störf skipta máli og haldast í hendur. Mikilvægt er að hlúð sé að þeim sem þurfa á aðstoð að halda og jafnframt að fólk fái notið árangurs erfiðis síns og hugkvæmni. Aldraðir skulu njóta öryggis og velferðar og öllum skal tryggð hlutdeild í þeirri verðmætasköpun sem Ísland og íslenska þjóðin getur af sér.

Þessi á nú betur við : 

Í eld er best að ausa snjó,
eykst hans log við þetta,
gott er að hafa gler í skó
þá gengið er í kletta. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli