þriðjudagur, 28. janúar 2014

Pete Seeger: Baráttumaður kveður

Einn af mestu áhrifavöldum alþýðutónlistar 20. aldarer látinn. Pete Seeger dó í gær 94 ára gamall.  Ég myndi nefna hann, Woody Guthrie og Alan Lomax sem þeir sem höfðu mest áhrif
og komu þjóðlagabyltingunni af stað á 6. áratugnum.  Seeger sem andi sem hafði áhrif á aðra og var síungur í anda allt fram á seinusta áratug. Guthrie sem lagasmiður og Alan Lomax sem safnari, Pete vann fyrir hann á unga aldri í söfnun, þar sem faðir hans og Lomax voru vinir.  Hann var sístarfandi í mannréttindamálum, friðarmálum og umhverfismálum.  Margir þekkja lög sem hann er höfundur eða meðhöfundur að: 
Dylan kynslóðin og Greenwich Village hópurinn sungu þessi lög og önnur. sem dregin voru fram í söfnun Lomax. Peter, Paul and Mary og Kingston tríóið komu þeim til almennings.  Leadbelly kom þar við sögu, lagið hans Goodnight Irene, var sungið af Weavers þjóðlagagrúppunni frægu sem Seeger starfaði í.  Þetta lag komst meira segja til Íslands í byrjun 6. áratugs.  Pabbi minn söng það oft þegar hann dró gítarinn fram yfir glasi.   Svo var annað frægt (alræmt) lag sem kom við sögu Petes: Wimoweh , The lions sleeps tonight. Sem var kynnt fyrst sem þjóðlag frá Suður-Afríku þótt það væri frumsamið af fátækum söngvara þaðan. Það er bara seinustu árin sem fjölskylda hans hefur fengið eitthvað úr milljóna stefgjöldum lagsins.  

Pete Seeger var sístarfandi að baráttumálum sínum, hann lenti að sjálfsögðu í Maccarthyismanum, Weavers var bannað að koma fram í nokkur ár.  En hann lét aldrei bugast, brátt var hann kominn aftur í upprisu blökkumanna á 7.. áratugnum og umhverfismálin urðu honum æ meira brennandi og seinast var mynd af honum á  Ocuppy Wall street mótmælunum. 



Þetta er mín mynd af Seeger, með banjóið sitt, og baráttuandann í hvunndagsfötunum!! 


Þarna tekur hann lagið með Bruce Springsteen við innsetningu Obamas, þá höfu menn einhverja von um merkan leiðtoga í Hvíta húsið  ..... 


Þessi mynd er af konsert á 90 ára afmælis hans.  þarna er Springsteen og spúsa, Joan Baes og lengst til vinstri er Arlo Guthrie sem við á sjöunda áratugnum þekkjum svo vel, Woodstock, Alices Restaurant. .  
 Mótmæli gegn Wall Strreet og fjármálaspillingu 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli