þriðjudagur, 4. mars 2014

Ráðherrar: málleysingjar og mannleysur

Maður er orðinn þreyttur á þessum fátæklegu íslenskumönnum sem húka
á valdastólum mállausir og mærðarfullir, snúa tungunni í ótal hringi.

Ómöguleiki framfylgjanlegur og svo framvegis. Ég minnist ekki á Vigdísi H.  

Svo eru vandræðin endalausu, að gefa loforð og ætla að svíkja þau, þeir sem gera slíkt eru mannleysur. 

Þeir vildu fá þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þeim hentaði en nú hentar það þeim ekki. Forsetinn á að leiða þá úr gildrunni. 

En auðvitað blasir við eina leiðin, 50.000 manns vilja þjóðaratkvæðagreiðslu.  Því á hún að fara fram. 

Ef meirihluti þjóðarinnar vill áframhaldandi viðræður þá er að sjálfsögðu auðséð hvað á að gerast. 

Efna á til nýrra kosninga.  Þá kemur í ljós hvað þjóðin vill, krystaltært og skýrt. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli