Það er ýmislegt fréttnæmt þessa vikuna. Ráðherrar okkar standa sig vel, halda þjóðinni í spennu og blús !!!!
Vinir mínir á Fésinu í áfalli. Við þurfum ekki að óttast fréttaþurrð.
Merkileg frásögn í Kiljunni af lífinu í Höfðaborg og Laugarnesskóla.
Ég vann eitt sinn sem unglingur með manni sem bjóð með fjölskyldu sinni í Höfðaborg, sem lofaði mér dóttur sinni í gjaforð. Ég gleymdi svo að heimta kvonfangið. Ætli það sé ekki sorgarsaga lífs míns? Þetta er alveg satt.
En að öllu gamni slepptu, þá var merkilegt að sjá konuna segja frá lífi sínu, lífð var oft ansi hart og miskunnarlaust í þá daga. Ég kynntist því líka í Bústaðahverfinu. Það er merkilegt með þessi tabú sem dregin eru fram á þessari öld, sem lágu í þagnargildi þótt ótal margir vissu um óhæfu, vonsku og gírugheit mannskepnunnar. Það var margt gruggugt undir sléttu og felldu yfirborðinu. Góðborgararnir lifðu góðborgaralífi of samtryggingin var algjör.
Í Úkraínu skelfur allt og titrar. Eins og oft áður er Sannleikurinn oftast fyrsta fórnarlamb stríðs og átaka. Það er sorglegt að sjá netvini mína tapa sér í óígrunduðum skoðunum áður en þeir hafa kynnt sér málin. Eins og að hinn afsetti forseti hafi átt að ríkja áfram af því hann var kosinn. Og gleyma spillingunni, nepótismanum, stuldunum úr ríkiskassanum, einræðinu og harneskjunni til að halda völdum.
Já, lesendur góðir það er engin fréttaþurrð þessa vikuna, svo er farið að snjóa í Reykjavík, við horfum á hvíta veröld, vonandi fáum við ekki aftur klakabrynju eins og legið hefur yfir öllu í vetur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli