föstudagur, 7. mars 2014

Tónlist: Sinfonía, Tench, Cash og Old and in the Way.

Gamlar lummur hljóma vel, glæsilegir tónleikar í kvöld, Mendelson, Tjækvoský og Kentis. Fullt af fólki, fólkinu leiðist ekki að streyma í Hörpu.  Eitt af fallegust tónlistarhúsum heimsins segja útlendingar, en það er ekkert að marka þá!   Japanska stirnið Midori var glæsileg svo mild og blíð
 í fiðlukonsert Mendelsons svo spilaði hún Bach sem aukalag fyrir glaða og æsta áhorfendur. 4.
 sinfonía hins tilfinningaríka Rússa var mögnuð, hljómsveitin upp á sitt besta, lúðrar og horn á efsta stigi.   Oliver Kentis var líka skemmtilegur, flott litbrigði og æsingur, ný lumma ansi góð.  Svo allir fór glaðir heim.  Það voru engir ráðherrar, held ég, á staðnum svo Sinfonía fær ekki gefins 5 milljónir!!!  

Ég er alæta á músík svo ég er núna að hlusta á margt: Benmont Tench hljómborðsleikarinn hjá hefur gefið út fyrstu sólóplötu sína á gamals aldri,You should be so lucky,  hann er þekktur sem meðspilari Tom Petty og nýi diskurinn er stórfínn mörg ný lög frá honum ásamt nokkrum klassíkerum frá Dylan; Corinna,Corrina; Duquesne Whistle. Hljóðfæraleikurinn frábær, Don Was, Tom Petty, Gilian Welch, David Rawlings, Ethan Johns (sonur Glyn Johns, stórframleiðandans) Jeremy Stacey og meira að segja Ringo Starr í einu lagi!  Góð plata fyrir gamlingja, ljúf og lagræn með frábærri spilamennsku. 

Annar diskur sem ég spila mikið er Rosanne Cash (dóttir Johns Cash)  The River and the Thread, ótrúlega mjúkur og ljúfur og djúpur, sannkallað meistaraverk, hún semur allt með John Leventahl manni sínum.   

 Sá þriðju er með blúegrass sveitinni Old and in the Way, diskur með tónleikum frá 1973, aldrei áður gefið út, Live at the Boarding House, það eru engir smámeistarar á þessum disk, Jerry 
Garcia, Pete Rowan, Vassar Clements, David Grisman,  og John Kahn.  allir meistarar á sín hljóðfæri. Spilamennska frá himnum.  

Það er gaman að kunna að njóta tónlistar, það er líka gaman að hafa fjölbreytni.  Það eru líka 2 jazzdiskar sem rata á spilarann núna Kind of Blue með Miles David og Like Minds  með nokkrum meisturum, Burton, Corea, Metheny, Haynes og Holland.   

Svona er lífið í Álfheimunum.  Góðar stundir !!


!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli