Það var gaman að sjá það að ferðamennirnir streymdu til gistingar í Stykkishólmi í byrjun júní. Og veitingahúsin gerðu það gott sýndist mér. En það er annað sem vakti athygli mína á nesinu á flestum stöðum ekki öllum. Það er yfirgengilegt hátt verðlag á veitingahúsum og kaffistöðum. Að borða ekkert sérstaka fiskisúpu á 2300 krónur og bökur á 2500 krónur er ansi hátt, 1300 kall fyrir bjór og vínglas. Ég hugsa að erlendir túristar hugsi nú ýmislegt þegar þeir borgi þetta. Og vikuferðalag um landið plúss bensín kostar meira en góð sólarlandsferð. Svo fær maður ekki lengur pylsu með öllu og malt á Vegamótum, nú er þar hótel með öllu við vitum hvað það þýðir.
Yfirgengileg uppbygging hótela og gistiheimila virkar ógnvekjandi á mig. Sérstaklega þar sem verið er að byggja upp fyrir lánsfé, eða úr styrktarsjóðum rikisins okkar. Það er gott að vera fljótur til að bjóða þjónustu en ansi er þetta yfirgengilegt. Í mínum augum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli