sunnudagur, 8. júní 2014

Hvítasunna: Gamalt ljóð

Hvítasunnuljóð.  Frá trúlausum manni. Fann þetta í dóti hjá mér, líklega samið þegar við hjónin vorum í kennaraorlofi í Lundi í Svíþjóð 1994-1995, þá um vorið eða byrjun sumars 1995.  Þetta var einstaklega gott sumar, við hlupum og stunduðum íþróttir nærri því daglega. 

HVÍTASUNNA

hlauparinn hleypur
af sér hornin haminn
og heiminn

lestin hverfur að baki
fortíðin sagan minnið
allt verður ekkert

hann talar tungum með
fótum höndum vöðvum
lungum allt iðar titrar

malbikið hitnar og bráðnar ´
fuglarnir syngja mozart
picasso teiknar trén í dag
daliíkornar bregða á leik

hann talar tungum sem
vefjast utanum höfuð skrokk
bleikar grófar blaðrandi vitstola

fyrir ofan
hvít sól
sem blindar tryllir æsir

talar tungum
talar við okkur
talar við guð



Engin ummæli:

Skrifa ummæli