Þeir eru skrítnir valdhafar okkar.
Skrifa áhyggjubréf til EFTA dómstóls um áhrif ef verðrtrygging er ólögleg. Mikið er það undarlegt í orðum fólksins í landinu ef verðtryggingin sem stjórnmálamenn, avinnu og verkalýðsforkólfar hafa dásamað í áratugi er glæpsamlegt atferli. Það væri nú meira að hafa áhyggjur af heldur en hitt að þetta komi okkur sjálfum illa. Það eru margir sem hafa bent á varnagla í sambandi við verðtrygginguna í langan tíma.
Svo eru hvalveiðasinnar þar með talin ríkisstjórn og þingmenn, alveg hissa að aðgerðum fylgi ábyrgð. Að Bandaríkin vilji sýna það að veiðar okkar eru ekki neitt til að húrra fyrir. Við erum að gera þetta í trássi við flestar þjóðir. Það getur haft eitthvað í för með sér. Eða hvað ........
Stjórnmálaflokkur Forsætisráðherra tekur upp kynþáttahyggur svona af gamni sínu rétt fyrir kosningar. Til að hala inn atkvæðum. Og sjálfur Forsætisráðherra segist tala svo skýrt að hann getur ekki einu sinni sagt hvort hann sé sammála Fyrsta borgarfulltrúa sínum í Reykjavík eða ekki.
Það er margt sem vekur óhug manns þessa dagana.
Ég horfði á hina prýðisgóðu mynd Bókaþjófurinn sem gerð er eftir samnefndri mynd í fyrrakvöld. Þar er sýnt lífið í Þýskalandi rétt fyrir seinni heimsstyrjöld og á fyrstu styrjáldarárunum. Mikið er ógnvænlegt ef til er fólk víða um lönd sem heldur að þetta sé framtíðin okkar, að stilla upp kynþáttum og trúarbrögðum gegn hvorum öðrum . Þar sem öllum rökum og vísindum og snúið á hvolf. Þar sem flestir verða ólæsir og hlýðnir þrælar. Það að lesa ber með sér ábyrgð. Það er svo vel sýnt í Bókaþjófinum.
Valdhafar elskulegir vaknið upp áður en það er of seint.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli