mánudagur, 14. júlí 2014

Gaza: Hjartahlýjandi baráttufundur

Það er erfitt að gleðjast og vera fullur harms og trega um leið. Heimurinn og mannskepnan eru flókin fyrirbæri.  Við horfum á knattspyrnu vikuna út meðan Ísraelsríki murkar niður varnarlausa Gazabúa.  En samt er það þannig að við getum ekki bara lifað við áhyggjurnar og tregann.  Helstu
valdamenn heimsins láta sig ekki vanta á úrslitaleikina þótt þeir ættu heldur að vera að beita áhrifum sínum og vinna að því að stöðva endalausa stríðsleiki valdamanna.  

Nú er það Gaza, íbúarnir þar eru líklega þeir sem hafa þurft að þola mestu hörmungar nokkurs fólks frá stríðslokum seinni.  Þar áður voru það Úkraínubúar, þar sem þjóðernishyggjan hleður upp líkum.  Sýrland kemst varla í fréttirnar núna, þar sem búið er að rústa stóru ríki í tætlur.  Svo eru það önnur átakasvæði sem fá ekki mikla fjölmiðlaumfjöllun. 

Ég fór á mótmælafund niður á Lækjartorgi núna síðdegis.  Það var gaman og hjartahlýjandi hversu margt fólk mætti þarna.  Fólk á ýmsum aldri, margir kunningjar manns frá liðnum baráttuárum, líka mikið af ungu fólki sem hefur fengið nóg af aumingjaskap leiðtoga heimsins.  Sem hafa lagt Sameinuðu þjóðirnar í svaðið þar sem aldrei er hægt að ná samstöðu um eitt eða neitt.   Þetta var stuttur og áhrifamikill fundur, það er upplyftandi að sjá hversu þessi litlu samtök Palestínuvina hafa fengið áorkað undir  stjórn heimilislæknis míns, Sveins Rúnars Haukssonar.  

Við höldum áfram að lifa í þessum heimi þjáninga en um leið eigum við stundir gleði og ánægju með vinum, ættingjum, fótbolti gleður margar, söngur, listir og bókmenntir aðra.  Við reynum að gera okkar besta að rísa upp gegn ofbeldi og skepnuskap.  Því miður gengur það oft seint.  En heimurinn væri verri ef við gerðum ekkert.   

Ég skora á alla að leggja sitt á vogarskálarnar, við styðjum baráttu Palestínuþjóðarinnar fyrir mannsæmandi lífi og lítum með fyrirlitningu á ríki Gyðinga þetta fólk sem ætti að vita meira um þjáningu lítilmagnans.  Nú eru þeir orðnir að kúgurunum.  Með góðri hjálp stórvelda heimsins.  Svei sé þeim.  



Engin ummæli:

Skrifa ummæli