sunnudagur, 13. júlí 2014

Náttúruauðlindin Okkar: Án fíflaskapar og græðgi

Það er gott að taka sér frí fra Fésbókinni og Bloggi.  Að hvíla sig á síbyljunni og vinum og kunningjum sem vilja mynda skoðanir manns.  Meira að segja veðrið fær maður ekki að hafa í friði, ég fór austur á Suðurfirði í viku, svo var ég í uppsveitum Árnessýslu í aðra viku. Ef fjölmiðlarnir hefðu fengið að stjórna mér væri þetta afar erfitt sumarfrí hjá mér.  En þrátt fyrir sólarleysi voru margir dagar góðir það skiptir máli hvert fólki er með manni. Ég vil líka óska öllum vinum mínum til hamingju með afmælisdaga í fríinu.  Ég sé líka að ráðandi öfl hafa ekki tekið sig á seinustu vikurnar.  Við sama heygarðshornið. Meira um það seinna!!!!

Ég var uppi á Héraði í þurrki, einning í Þjórsárdal, Geysi, á StóruBorgi í Grímsnesi fórum við í sund í sól þegar rignt hafði töluvert áður svo byrjaði að rigna aftur um leið og við vorum komin upp úr!!!!

Það er merkilegt að koma á höfuðferðastaðina og sjá þennan ferðamannafjölda frá útlöndum og áhuga þeirra og hrifningu yfir landinu okkar. Það er því mikilvægt að eyða þessari auðlind ekki með fíflaskap og grægði.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli