Kart Th. er oft ágætis blaðamaður og góður penni, því fer honum að vera ekki í skítkasti af verstu tegund. Ég tel nú að ráða eigi sendiherra á annan hátt. En ég sé ekki ástæðu til þess að hann eigi skilið þessa klessu, eftir að lesa grein Árna þar sem hann sussar á óþægu, órólegu deildina í VG, Björn Val, samanborið ýmis fræg ummæli, :
Björn Valur hefur kallað forseta Íslands „forsetaræfilinn“, hann hafði svipuð orð á dögunum um Geir H. Haarde fv. forsætisráðherra, hann hefur líkt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra við Adolf Hitler og í nyjum pistli á heimasíðu sinni kallar hann formann Sjálfstæðisflokksins Bjarna „litla“ Benediktsson og segir hann „pólitískt smámenni“.
Ég kynntist Árna Þór í Alþýðubandalaginu og Samtökum Hernámsandstæðinga, hann hefur að flestra áliti verið duglegur og vinnusamur stjórnmálamaðuri eins og sjá má ef ferill er skoðaður á Alþingi. is, ekki skaplaus eins og sagan um heimferð hans í Geirsmálinu. Hann verður góður sendiherra, hefur góða menntun og reynslu fyrir það.
Hérna er FB færsla Árna Þórs
Björn Valur Gíslason, varaformaður VG, er oft hnyttinn, en því er ekki að leyna að á stundum fara skotin langt yfir markið. Það er sjálfsagt og eðlilegt í lýðræðislegu samfélagi að menn takist á um pólitísk markmið og leiðir en eins og í boltanum er meiri bragur að því að fara í boltann en ekki manninn. Sjálfum finnst mér þessi umfjöllun um Geir Haarde ómakleg. Vissulega er ég á öndverðum pólitískum meiði við Geir Haarde, en ég hygg að flestir sem þekkja til hans og kynnast honum viti, að þar fer vandaður og heiðarlegur einstaklingur sem tilefnislaust er að hnýta í þótt menn deili á pólítíska afstöðu hans. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að lífið heldur áfram, og málatilbúnaðurinn sem fór fram gagnvart Landsdómi, (og var erfiður flestum sem að því máli komu) fékk endanlega niðurstöðu þar. Almennt hlýtur að gilda að þeir sem gerast brotlegir við lög og hljóta dóm, verða að geta átt leið inní í samfélagið á nýjan leik og verða boðnir velkomnir. Geir Haarde var ekki gerð refsins. Við svo búið verðum við sem samfélag að geta haldið áfram, sýnt hvert öðru virðingu og verið rausnarleg, þótt pólitískur ágreiningur verði eðilega áfram til staðar. Það er alla vega mín afstaða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli