Við erum svo vön að horfa á styrjaldir úr fjarlægð. En með auknum samgöngum og samskiptum færist þessi óhugnaður alltaf nær okkur. Við horfum á viðbjóðinn daglega í fjölmiðlum og netmiðlar opna allar gáttir, ekki var það glæsilegt að horfa á gamlar konur fótgangandi á flótta undan vígamönnum sem hlífa fáum í Írak. Og það er dapurlegt að hugsa til þess að við tókum þátt í hefja þetta endalausa stríð sem hefur margklofið í ótal fylkingar þetta ríki.
Svo komur fréttir um að góður vinur Sveins Rúnars og samherja hans í Félagi Íslands-Palestínu, Ali Abus Afas, hefði farist í nálægð sveitar sem hefur það verksvið alla daga að reyna að gera óvirkar sprengjur sem Ísraelsmenn varpa til jarðar, sprengjur sem eru engin smásmíði, 500 eða 1000 kíló; heilt tonn! Og margar þeirra springa ekki fyrr en einhver kemur við þær. Með nálægðinni er stríðið komið inn í hús hjá okkur, og þeir sem næst standa geta ekki annað er grátið yfir góðum dreng sem þeir þekktu.
Í Guardian er sögð önnur frétt þessa atburðar, sprengjusérfræðingurinn Rahed Taysir al-Hom sem tættist í sundur við vinnu sína ásamt þrem starfsfélögum og tveim blaðamönnum sem fylgdust með starfi þeirra. Þeir voru í einu sveit Gazalögreglunnar sem sinnti þessu óhugnanlega starfi. Og höfðu fengist við 400 hluti í þessari árás Ísraelsmanna. Rahed sem var 43 ára og 7 barna faðir hafði unnið við þetta í 20 ár, hugsið ykkur.
Það er engin furða þótt Sveinn Rúnar klökkni, hann sem margoft hefur komið til Palestínu og þekkir þessar hrikalegur aðstæður sem þessi þjóð verður að búa við, sem virðist engan endi ætla að taka. Sveinn lýsti vini sínum á mbl.is:
Eflaust hjálpar það Sveini Rúnari á þessum erfiða tíma hversu Íslendingar standa einhuga við bakið á Palestínumönnum og vilja leggja sitt af mörkum til hjálpar þeim. Og það sakar ekki að hafa lund Sveins, að gefast ekki upp og sjá mannlegu hliðarnar í öllum þessum ósköpum. Við sendum honum hlýjar hugsanir.og kveðjur.
Mynd: Úr Grein Guardians um Rahed Taysir al-Hom.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli