hverju. Kristin héruð hafa þrifist í Írak, Sýrlandi og Egyptalandi. Nú er spurning hvort sá tími sé liðinn.
Merkilegt er að lesa um upplausn Íraks ríkis eftir að Vesturlönd „frelsuðu" þjóðirnar undan Saddam Hussein hvernig allt hefur snúist í höndum Bandamanna. Það nægir ekki að hafa vopn til að sigra. Það sannast þarna að það er dýr leikur að deila trúarhópum eins og gert var. Það er vafasamt að æða inn á landsvæði og hafa enga þekkingu á innviðum. Eins og hefur sýnt sig í Afganistan líka. Það er dýrt að styðja við bakið á spillingaröflum eins og í Bagdad og láta einkaherfyrirtæki mjólka sig hvort sem þau eru Írösk eða bandarísk.
Mér sýnist líka að allt verði erfiðara þegar valdamenn í stórveldum heimsins( Obama og Pútín) sýna máttleysi og finnst það vera hlutverk sitt að koma í veg fyrir að SÞ geti gert nokkurn skapaðan hlut. Allt í einu erum við komin aftur á miðaldir. Ofbeldi og skepnuskapur eru lykilorð dagsins.
Ennþá erum við ekki kominn lengra heldur en árið 1000 (var það 999?) á Þingvöllum þegar Þorgeir ljósvetningagoði lá undir feldi og kvað síðan upp úrskurð. Mér sýnist að hann yrði einfaldlega sprengdur í loft upp ef hann kæmi með sinn dóm á því herrans ári 2014. Friðurinn er slitinn hjá okkur og ekki útséð hver reynir að tjasla friðnum saman. Og enginn Gandhi eða Mandela í augsýn. Það eru fáir sem nefna orðið FRIÐUR í dag. Þó voru fjölmenn mótmæli í Bretlandi í gær og 50000 manns söfnuðust saman í Suður-Afríku. Ekki sá ég fjölmiðlana fjalla um það hjá okkur í gærkvöldi.
"En nú þykir mér það ráð, að vér látim og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn."
Mynd: HÖfundur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli