föstudagur, 8. ágúst 2014

Lekamálið: Sorapollur íhaldsins

Nú æða þeir fram á vígvöllinn riddararnir siðprúðu Jón Steinar og Elliði.  Það er voðalegt að einhver vogi sér eða þori í þessu þjóðfélagi að spyrja spurninga þegar stjórnmálamaður og ráðherra hefur ekkert gert mánuðum saman nema snúa út úr og reyna að eyða máli.  Sem felst í
ansi einfaldri spurningu.  

Hver skrifaði bréf?  Hver kom bréfinu til fjölmiðla?  Hvers vegna er gengið svo hart fram í því að koma í veg fyrir að eðlileg og sönn svör komi fram?   Hvers vegna svarar ráðherra ekki spurningunum um samtöl við lögreglustjóra?  

Auðvitað ætla eigendur kerfisins xD að hafa hlutina eins og þeir hafa alltaf haft þá í stjórnkerfinu.  Þeir eiga kerfið og allir eiga að lúta vilja þeirra.   Tryggvi skilur inntak umboðsmannakerfis það er að sjá um að kerfið starfi og funkeri.  Hann á að spyrja óþægilegra spurninga og heimta svör.  Hann á ekki að vera tuska íhaldsins.   Jón Steinar dregur jafnvel fram látinn heiðursmann máli sínu til stuðnings. Svei. 

Elliði er við sama heygarðshornið, engan grunar Hönnu Birnu, jæja, en ef hún er saklaus á hún þá ekki að aðstoða við að sannleikurinn komi fram?   Á æðsti valdamaður dómsmála að vera
yfirhylmingarmaður?????   Svo kórónar hann málflutninginn með árásum á ríkissaksóknar. Þetta mál er að verða sorapollur sem sýnir valdaspillingu Sjálfstæðisflokksins.  Svei

Úr grein Jóns:  Umboðsmaður Alþingis hefur með þessu nýjasta útspili sínu gerst liðsmaður í flokki þessara ófagnaðarmanna. Það er eins og embættismaðurinn vilji koma höggi á ráðherrann. Svör og skýringar ráðherrans skipta hann engu máli
 Afskiptum umboðsmannsins hefði því átt að vera lokið. En ekki aldeilis. Nú birtir hann almenningi upplýsingar um nýtt erindi til sama ráðherra. Þar eru bornar fram frekari spurningar sem augljóslega hafa ekki minnstu þýðingu fyrir upphaflegt erindi umboðsmannsins
 Með ómálefnalegri þátttöku sinni í tilefnislausri aðför að ráðherranum grefur umboðsmaður Alþingis undan embættinu sem honum hefur verið trúað fyrir. Sá lögfræðingur sem fyrstur gegndi þessu embætti, eftir stofnun þess á árinu 1987, aflaði því almennrar virðingar, enda var þar á ferð einhver vandaðasti og virtasti lögfræðingur þjóðarinnar, Gaukur Jörundsson, sem nú er látinn. Það hefði orðið honum þungbært að sjá hvernig sá sem nú gegnir þessu embætti notar það í pólitískum hráskinnaleik sem hann sjálfur hefur valið að taka þátt í.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli