föstudagur, 8. ágúst 2014

Pistill: Bob Dylan tórir enn .....


Nýtt lag og líklega nýr diskur, með haustinu, plata, skífa, gamalt Sinatra lag, sem var spilað í gamla daga i útvarpinu með einhverjum öðrum, hver var það?  Þessi karl er eitthvað úti að aka.  
Á áttræðisaldri.  Kemur manni meira að segja á óvart.  Elskar að vera á ferðinni nær allt árið.  Þrælapuð tala aðrir um, ekki hann. Elskar að vera í vinnunni.....  

Ég er að tala um Bob Dylan, hvað er hann búinn að gefa út margar plötur?  Semja mörg lög.  Skrifa marga texta. Svo málar hann þess á milli.  Og syngur gamla slagara eins og Full moon and empty arms, ég kannaðist eitthvað við lagið :

"Full Moon and Empty Arms" is a 1945 popular song by Buddy Kaye and Ted Mossman, based on Sergei Rachmaninoff's Piano Concerto No. 2.[1]
The best-known recording of the song was made by Frank Sinatra in 1945. Other recordings include:
It has also been recorded by Caterina Valente, Mina, The Platters, Carmen Cavallaro, Jim Nabors, June Valli and Billy Vaughn.

Já, meira að segja laglína frá Rachmaninoff af hverju áttaði ég mig ekki á því strax!!! Og alltaf dregur maður fram skífurnar og diskana.  Og hlustar á þennan ruglaða gaur.  Á meðan maður bíður eftir að banka á himnahliðið......    

Hér er hann ungur, glæsilegur: 



Hér er hann á hápunkti sköpunar segja sumir: 

Hér er Johnny Winter hann er farinn.  Hér söng hann einn Dylan smellinn.  



Hér er hann gamall en með ágætis smell ekki svo frumlegur en lifandi .....





Hér er málunin það er hægt að kaupa grafík á bobdylan.com, þið sem eigið nokkur hundruð þúsund á lausu. 





Ætli hann tóri ekki lengur en ég?????  Kæmi mér ekki á óvart....


Engin ummæli:

Skrifa ummæli