fimmtudagur, 2. október 2014

Bókahaust: Góð Kilja og spennandi bókavetur

Bókmenntahaustið byrjar með látum.  Kiljan komin í fullan gang. Ansi fínn þáttur í gærkvöldi.  Margar góðar bækur koma út í haust.

Dæmdar voru 2 afburðabækur, Þegar dúfurnar hurfu eftir Sofi Oksanen og Náðarstund eftir

Hannah Kent.

Og fjallað um spennandi nýútkomna ævisögu Gríms Thomsen eftir Kristján Jóhann Jónsson sem ég hlakka til að lesa.  En skrítið er að heyra þá félaga Kristján Jóhann og Egil tala um það eins og það sé ný frétt að Grímur hafi samið rit um Byron.  Jónas frá Hriflu fjallaði um þetta í biblíu okkar Kristjáns kynslóðar Íslandssögunni, en Egill var þá varla kominn úr vöggu (bls. 103-104). 

Það var gaman að heyra viðtalið við Sally Magnusson þar sem hún ræddi bók sína um móður hennar. En hún var með Dementiu, Ellihrörnunarsjúkdóm, og Sally skrifar um móður sína af mikilli hlýju og skilningi. Egill komst ansi vel frá þessu samtali, þar sem hann var persónulegur og hlýr.  Við sem höfum átt foreldri með þessa sjúkdóma, lestum þessa bók í haust.   

Þetta verður góður bókavetur, með eða án goss.   En skrítið var að sjá fólk komið á fullt að ræða nýja bók Arnaldar meira en mánuði áður en hún kemur út, á Facebook.  



Engin ummæli:

Skrifa ummæli