föstudagur, 3. október 2014

Kissin Askenasí SÍ: Tónlistarlostinn blívur!

Það er ekki oft sem maður upplifir tónleika eins og í gærkvöldi í Hörpu:  Kissin, Askenasí og Sinfoníuhljómsveit Íslands.  Rachmaninoff nr. 2 Brahms nr 3.  

Maður hafði heyrt sögur af þessum píanórisa.  En sjón er sögu ríkari.   Um leið og hann kom inn í salinn þá átti hann sviðið.  Valda hans yfir spilamennsku og áhorfendum var algjört. Allt var í hágír. Hljómsveitin undir stjón Íslandsvinarins lék feiknavel.  Leikur hennar í Sinfoníu Brahms var magnaður, sérstaklega í síðasta kaflanum.   Troðfullt húsið fann tónlistarlostann streyma  um sig. 

Það var stórkostlegt að sjá af fyrsta bekk á fyrstu svölum, þegar allur salurinn stóð á fætur sem einn maður í lok konsertsins.  Og Kissin kunni vel að meta það spilaði tvö aukalög, Rachmaninoff og Brahsm.  Hann hélt sig á sömu slóðum.   Og  hið einfalda Brahms verk fékk tárin til að dansa niður kinnar á mörgum. 


Sum kvöld eru fullkomin, ekki mörg, en þetta var eitt af þeim. Eins og Gullfoss og Geysir í eina máltíð!!! Þetta var nú frekar ósmekkleg líking!!!!!! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli