þriðjudagur, 18. nóvember 2014

Ritstjóri fer á taugum og fleiri sögur

Mesti áhrifamaður landsins sem hætti að vera áhrifamaður og er bara vellaunaður ritstjóri sem sjittar á allt sem hreyfist í kringum hann. Þið vitið um hvern ég skrifa.  Hann sem gaf milljarðana okkar og finnst það vera hlutverk sitt að halda því áfram.


Nú eru það mótmæli vikulega þar sem fólk vogar sér að benda á allt það sem miður fer undir ríkisstjórn sótblás Íhalds.  Einn aðaltalsmaður fólksins í landinu, Illugi Jökuls, fær að heyra það. Hótanir um atvinnumissi.
Auðvitað má ekki benda á allt það sem nýfrjálshyggju ríkisstjórnin lætur drabbast, meðan ráðherrabílar  eru keyptir og spillingin dansar á herðum okkar.  Þeir sem hafa milljarða í tekjur þurfa að fá meira.  Það er ekki þeirra að taka þátt í uppbyggingu eftir Hrun.

Heilbrigðiskerfi
Skattamál
Mannréttindi
Rasismi
Velferð
Friðarmál
Meira að segja heyrnalausir og sjónlausir eru fórnarlömb íhaldsins.

Þriðji mánudagsfundurinn var léttur og skemmtilegur, fólk sökkvir sér ekki í botnlaust þunglyndi þótt margt sé erfitt.  Góðar og fyndnar málsgreinar þjóta um Austurvöll. Réttlætismál með húmor eru í fyrirrúmi.  En afstaða eru auðvitað tekin með þeim sem minna mega sín.  Það var skrítið að hlusta á menntamálaráðherra svara fyrir sig í Kastljósi.  Það fer lítið fyrir mannúð gagnvart hjálparlausu fólki.

Þar hefur krónan Meira gildi en manneskjan. Það er leiðinlegt að segja þetta. En svona hljómar þetta í okkar eyrum. Það er ekki hægt í okkar samfélagi að neita bjargar lausum um aðstoð túlka. Mikið sýndu stúlkurnar tvær fram á óréttlæti stjórnmála stefnu ríkisstjórnarinnar. Mikið mega margir skammast sín í kvöld.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli