mánudagur, 17. nóvember 2014

Veikindi: 800.000 á tæpu ári

Sjúklingur með banvænan sjúkdóm þarf að borga 800.000 í sjúkra og ferðakostnað á tæpu ári. 

Er þetta allt í lagi?  Á bara að lesa um þetta í fréttamiðli. Svo er allt eins og áður?

Fær enginn starfsmaður í Ráðuneytinu fyrirmæli frá ráðherranum að skoða þetta mál og önnur hliðstæð?   Viljum við hafa þetta svona? 

Væri ekki ástæða fyrir alþingismenn að skoða þetta mál í kjölinn og koma með ráðstafanir? Ég man að núverandi Heilbrigðisráðherra fékk fyrirspurn eftir frétt í DV.á Alþingi í fyrra og það var eins og hann kæmi af fjöllum. 

Hvað er hægt að gera?  Að stofna sjóð fyrir sjúklinga í þessari stöðu innan Sjúkratrygginga, með sérstakri fjárveitingu? Hafa tilgreindan hóp gjaldfrían?  

Hvað ætli séu margir sem þurfa á aðstoð vegna ofurkostnaðar? Sjúklingar sem geta ekki verið í vinnu, missa jafnvel vinnuna, fjölskyldur sem verða bjargarlausar, allt lífið umhverfist, ekki bara sjúkdómurinn heldur allt annað, húsnæðismál, neysla fjölskyldunnar og tómstundir.  Einhver rannsókn.

Hvað hefur velferðarnefnd gert í málinu, Sigríður Ingibjörg formaður ?????











Engin ummæli:

Skrifa ummæli